...þá lætur kerlan loksins heyra frá sér, bloggaði reyndar rétt fyrir jól en þá fraus tölvan og ég nennti ekki meira. Jólin hafa að sjálfsögðu verið alveg yndisleg og liðið alltof hratt. Ég hef líka legið í hroðalegri leti þegar ég hef ekki verið að láta gamla settið þræla mér út. Græddi reyndar á að þrælast um alla Reykjavík í leit að gjöfum fyrir hálfa fjölskylduna, fyrir að vera dugleg að þrífa og fyrir að elda jólamat. Fékk þessar líka fínu aladdin kozy-buxur úr Draumhúsinu! :) Ég get heldur ekki kvartað yfir jólagjöfunum sem voru hverri annari betri. Fyrst ber þar að nefna 2 ný pör af gleraugum frá mömmu og pabba (fékk 2 fyrir 1 tilboð), svo voru það 2x sokkar, inniskór, 2x húfa, náttföt, 2 púðar, bók, jólaskraut, heimagerðar skálar, fótabaðssápu og alveg örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir akkúrat núna en voru engu að síður mjög góðar! :) Ég er amk ánægð með mitt, held ég sé það nú alltaf. Annars er ég í þessum skrifuðu orðum að innporta tónlist inn í tölvuna mína. Mamma og pabbi eiga nokkra diska sem mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga, svo er bara að sjá hvort ég verði dugleg að hlusta. En þið vitið hvernig þetta er, maður þarf alltaf að hlusta á það sem maður á ekki en hefur engan áhuga á því sem er til staðar.
Þá er ég hætt, ætlaði svo sem bara að láta vita af mér. Er farin að snyrta mig til svo ég geti byrjað á kveðjurúntinum. Það er víst borgin á morgun, matur og partý á áramótunum og rosalegt stuð. Á nú samt alveg örugglega eftir að fá smá Seyðisþrá sérstaklega svona um miðnætti en það reddast nú enda ekkert slorfólk sem ég verð með...
2 ummæli:
Hvar a ad dveljast um aramot min kæra? Knusiknus a tig og lidid og ef tu hittir Otto og co. um aramot ta vil eg svo gjarnan ad tu skilir kvedju og knusi. Kiss kiss
Mættur aftur á Daytona og þar með í bloggheiminn !!! Ný færsla á síðunni minni... myndir seinna í dag...
Skrifa ummæli