föstudagur, ágúst 19, 2005
...well, well, well þá er ég komin heim úr vinnunni og strax komin með tölvuna í fangið, varð að nýta mér tækifærið fyrst hún er loksins laus!! ;) Svo sem ekkert sérstakt að frétta, bara vinna, vinna, vinna og hangsa inni á milli. Skrapp í sund í dag með Gyðu svo enn eitt átakið er formlega byrjað. Ég hef sett mér markmið og þau skal ég standa við þó ég ætli ekkert að fara að útlista þau hérna strax! Svo er bara menningarnótt á laugardaginn og ég bara ekkert spennt, var það en er það ekki lengur og ekki spurja hversvegna því ég hef ekki hugmynd! Svo líður að fluttningum eina ferðina enn, er orðin frekar þreytt á þessum eilífa þeytingi og langar í heimili sem ég get búið í í mörg mörg ár eða þar til ferðavængirnir fara að blakkta á ný!!! Verð víst að skreppa upp á Skaga við tækifæri og ná í þessar geðveiku mubblur sem ég á þar og mikið hlakka ég nú til, get bara varla beðið *hóst hóst*! Ætla bara að leygja geymslu í vetur svo ég þurfi ekki alltaf að vera með búslóðina í fanginu, er orðin frekar þreytt í handleggjunum eftir rúmt ár af stanslausum fluttningum...
2 ummæli:
Verðuru bara ekki massi eftir alla þessa flutninga?;)
Farðu að láta sjá þig kella! Þín bíður smá gjöf ;)
...vúúúúúú gjöf, ég er lögð af stað!! ;) Ég elska pressís!!! :D
En massinn lætur eitthvað á sér standa, skil bara ekkert í þessu *leti leti*...
Skrifa ummæli