fimmtudagur, apríl 10, 2008

...svolítill tími liðinn síðan síðast en ég er samt ekki hætt, ó sei sei nei!

Skellti mér til Akureyra á laugardaginn fyrir páska með Dawid og fjölskyldunni hans. Skrapp í búðir og fékk mér að borða, sendum svo fjölskylduna heim því við áttum bókað herbergi. Byrjuðum á því að leggja okkur og gera okkur svo fín fyrir kvöldmatinn. Ég borðaði himneska nautasteik sem bráðnaði í munninum og drakk alveg hrikalega gott rauðvín með. Svo fórum við í göngutúr og á kaffihús og svo í bíó á 10.000BC. Mjög skemmtileg mynd en fólkinu í kringum okkur hefur örugglega ekkert haft gaman að því þegar ég var að þýða fyrir Dawid þegar fólkið var að tala einhverja fornísku og auðvitað bara íslenskur texti. Svo röltum við aðeins meira um bæinn, ætluðum á kaffihús aftur en nenntum því ekki og fórum heim að sofa. Sváfum eins lengi og við gátum morguninn eftir og fórum svo á Bautann og borðuðum alveg hrikalega góðan mexíkó hamborgara, svo var rúntað um og Akureyri skoðuð áður en var tími til að halda aftur heim. Hefði verið gaman að vera aðra nótt en það er líka gott að fara þegar er gaman svo ferðin verði eftirminnileg.

Þegar heim var komið var hamast við að byrja á páskaeggjum og svo drukkinn smá bjór og farið á Láruna. Gat nú ekki látið heila helgi líða án þess að koma við þar. Það endaði með mega fyllerí hjá öllum og smá misskilningi hjá sumum en allt fór sem betur fer á besta veg að lokum. Sumt fólk tekur bara eðlilegum samskiptum aðeins of alvarlega!!

Eftir páska varð ég svo veik...í 10 daga held ég. Lá bara alveg flöt, bruddi verkjapillur, drakk eplasafa of svaf. Allt sem ég gerði meiddi mig, meira að segja að ganga í joggingbuxum. Þetta voru ekki skemmtilegustu dagar lífs míns og langt síðan ég hef orðið svona hrikalega lasin. Vonanst til að endurtaka það ekki á næstunni. Tóks að smita mömmu ræfilinn og Gullu mína og þær urðu báðar alveg fárveikar í marga, marga daga.

Svo hafa öll virk kvöld og eftir hádegi um helgar farið í leikæfingar, þetta er allt saman að koma hjá okkur og bráðum verðum við stórstjörnur. Ég sýni að sjálfsögðu mikla hæfileika og stjarna mín á eftir að skína skært á fjölum Herðubreiðar. Ég lofa þeim sem mæta að þeir fá að sjá svolítið sem ekki hefur oft sést!!

Hvað er svo planið næstu daga? Jújú það er að baka pizzu með stelpunum og syngja í singstar, veit ekki hvort það er bæði föst og laug eða bara annað kvöldið. Svo er líka á döfinni að vera ekki drukkin á laugardagskvöld svo við Dawid getum gert eitthvað uppbyggilegt á sunnudaginn eins og að fá okkur brunch á hótel héraði eða farið í sund áður en leikæfingin byrjar. Ef við verðum extra snemma í því ætlum við meira að segja að skreppa í sviðsvinnu hjá leikfélaginu líka. Maðurinn segist vera vanur að mála og setja upp svið svo afhverju ekki að nota hann? Svo þurfum við líka að fara í Bónus ef Dawid fær íbúðina sem hann er að fara að skoða í kvöld, *krossa putta* sem er nú einmitt bara hérna í götunni svo ég get bara skoppað yfir á náttfötunum. Það væri nú gaman, vona að allt gangi vel, hann fái íbúðina og geti flutt sem allra fyrst inn því það er það sem hann dreymir um. Kannski ekki gaman að búa í marga mánuði hjá stóru systur og hennar familí.

En jæja þá er komið að mér að fara í bað og borða kvöldmat, alltaf gaman að þessu. Læt ykkur Reykvíkingana svo vita þegar leið mín liggur næst á suð-vestur hornið. Það verður samt kannski ekki fyrr en í júní því það er svo hrikalega mikið að gera hérna í firðinum, leikfélagsæfingar og svo sýningar, sumarbústaður og sjómannadagshelgi svo eitthvað sé nefnt fyrir utan þetta venjulega útstáelsi...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að það er nóg að gera hjá þér og að þér líði vel í sveitinni. Sjáumst svo í sumar, hvort sem það verður hér í Reykjavík eða á Seyðis ;-)

Unknown sagði...

Jæja góða, loksins viðurkennirðu að hafa smitað aumingja mömmu af ógeðslegri flensu. Veistu ekki að svoleiðis gerir maður ekki!! Alltaf gaman að lesa bloggið þitt elskan.
Elska þig alltaf þrátt fyrir flensuna.
Mamma.

Unknown sagði...

Hæ sæta, þú verður að hitta mig á kaffihúsi núna í sumar því að það er alveg komin tími til. Svo er minnst að flytja til DK í haust og ég verð þar í allavega 3 1/2 ár

Nafnlaus sagði...

Sælar!!

Vildi bara kasta á þig einni afmæliskveðju eða svo :)

Goa sagði...

Til hamingju með daginn litla frænkan mín..:)

Nafnlaus sagði...

til hamingju með þann 30. apríl...ég hugsaði mikið til þín þá og í gær...nú læt ég verða af því að segja þér frá því;) tillykke knús og kossar