...jæja alltaf jafn mikið fjör á Seyðis, amk um helgar á virkum dögum líður lífið áfram á sínum vanjulega hraða en um helgar er allt gefið í og þær líða alltof hratt. Síðustu helgi var mikið gaman hjá okkur stelpunum, spiluðum við kertaljíos og rómantík í rafmagnsleysinu, fengum okkur smá í glas, dönsuðum við norðmenn, pólverja og íslendinga, erum svo fjölþjóðleg hérna í firðinum, og heilmikið spjallað og hlegið. Ég datt tvisvar sinnum á hausinn um helgina, fyrra skiptið var ég búin að staulast alla leiðina heim í fljúgandi hálku en datt kylliflöt í bílastæðinu hérna og vissi af mér næst liggjandi hálf undir bíl!! Seinna skiptið var ég í brjálaðri sveiflu með Sævari heiðargæs, á sokkunum á parketlögðu gólfi að dansa við Johnny Cash. Ákaflega skemmtilegt og fjörugt þangað til hann sveiflaði mér eitthvað útí horn og ég bara í gólfið.
Næstu helgi verður svo daman í borginni. Jájá ekkert orðin svo mikil landsbyggðarbomsa að ég geti ekki skellt mér í borgina. Legg af stað keyrandi með Gunnsa, Lillu og Óla frænda eldsnemma á föstudagsmorgun og ætla að stoppa í svona viku. Ekki ennþá ákveðið hvort ég keyri með þeim austur aftur eða tek svona fljúgivél. Það hljómar reyndar betur því það er ekki svo gaman að sitja í bíl lengi en ég læt flugfelag.is ráða þessu, þe. hvernig verð þeir bjóða mér þegar ég þarf á því að halda.
Sem sagt allt í gúddí hérna bara, við heyrumst...
1 ummæli:
Bíddu er netlaust í sveitinni eða??? Blogga stelpugæs ;)Kveðja Kle
Skrifa ummæli