...ég er bara ennþá á Seyðisfirði í öllum snjónum, já það snjóar svoleiðis að maður hverfur aftur í tímann og fer að hugsa um alla góðu veturna sem maður átti sem barn. Ég auðvitað mætti á þorrablótið, hló og skíkti, dansaði og dillaði, drakk og...og...og...drakk! ;) Skemmti mér alveg ferlega vel, fattaði flest öll skemmtiatriðin og hitti fullt af góðu fólki og fékk að taka snúning með pabba og Geira frænda.
Annars líða dagarnir á Seyðisfirði bara áfram í einni rólegri heild, ég er dugleg að heimsækja ættmenni og er byrjuð í yoga og finn mér vonandi eitthvað meira að gera. Svo er ég búin að eignast aðdáanda og það er auðvitað kitlandi skemmtilegt svona í hversdagsleikanum. Láran var svo heimsótt á laugardagskvöldið í skemmtilega veðrinu sem var þá, þar var slatti af góðu fólki og það var voðalega gaman. Ég plöggaði svo partý, labbaði þangað, klæddi mig úr yfirhöfninni, labbaði upp, settist í sófann, stóð strax upp aftur, labbaði niður, klæddi mig í og labbaði heim. Ekki að það hafi verið leiðinlegt þar heldur fannst mér allt í einu bara vera kominn tími á að koma sér heim á leið. Já get einstaka sinnum haft vit fyrir sjálfri mér...
1 ummæli:
þetta var góð helgi já.. það er rétt...
Skrifa ummæli