...komin heim eftir frábæra ferð til Danó. Heimferðin var mjög skemmtileg líka, fyrst lest til Hjöddu með Gyðu, stopp þar í nokkra klukkutíma og fékk pönnsur og öl á eftir. Svo var lesti til Köben þar sem ég sat með sex 18 ára strákum sem voru á leið á fótboltaleik. Þeir buðu upp á 3 öl og fullt af spjalli svo tíminn leið mjög hratt. Á flugstöðinni gaf íslensk stelpa sig á tal við mig og við vorum samferða í gegnum fríhöfnina og spjölluðum þar til við fórum í vélina. Svo fékk ég að sitja ein alla leiðina heim og hafði það mjög gott, borðaði góðu bolluna frá Hjöddu með grænmeti og tómötum beint úr garðinum hennar og las alveg heilan helling, svaf ekkert þótt undarlegt sé.
Og svo vorum við að flytja, tók 2 daga að flytja allt og þrífa. Núna eigum við fulla sotfu af dóti og hálf fullt eldhús líka. Verður mikil vinna að koma þessu öllu á sinn stað en það er samt skemmtilegra að koma sér fyrir en að flytja allt! :) Ég svaf mjög vel fyrstu nóttina, amk eftir að mígrenið hætti, fékk rosa kast þegar við vorum í bíó og varð svo ómótt og kastaði upp þegar við komum heim og ég veit ekki hvað og hvað.
Fórum á Astrópíu, að sjálfsögðu áttum við boðsmiða enda merkilegt fólk! ;) Þetta er vægast sagt alveg stór glæsileg og skemmtileg mynd og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún var bara skemmtileg og ég held að ég geti horft á hana aftur og aftur og aftur, svona svipað og Sódóma Reykjavík. Ætla að eignast hana þegar hún kemur út á dvd (die video die, hahahahahaha). Jæja er niðri í Nexus því við erum að sjálfsögðu ekki komin með netið á nýja staðinn, best að hætta og fara að gera það sem ég ætlaði að gera á netinu...
6 ummæli:
Gott að sjá að þú komst heil heim ; ) takk fyrir komuna og tillykke með íbúðina...hlakka til að prófa svefnsófann hihi
Knús og allt það...líka á Gunnsann þinn.
Gyða
Velkomin heim og til hamingju með nýju íbúðina sæta
Heiða kaffihúsa vinkona :)
til hamingju með íbúðina:) kossar og knús frá tilst
Hey...fæ madur kannski nyju adressuna senda til ad Audrey komist til tin a rettan stad...??
hilsen GG
...nýja adressan er Miklabraut 30 -kjallari, 105 Rvk. Allir sem ég þekki eru velkomnir í heimsókn...
Jæja pæja...er ekki kominn timi a nytt bloggs!!! fekkstu audrey?
Gydid
Skrifa ummæli