þriðjudagur, febrúar 25, 2003

...þá er eiginlega kominn þriðjudagur og ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað klukkan er orðin mikið!! Ég er nefnileg að þvo og þurrkarinn er að stríða mér og er bara helmingi lengur að þurrka allt en venjulega og mér finnst þetta mjög pirrnadi!! Ég heyri þurrkarann samt hlægja af mér í laumi þegar ég loka þvotthúshurðinni - bölvað kvikindið!!! :( Árshátíðin er afstaðin og allt í gúddí með hana, allir skemmtu sér vel og voru misjafnlega fullir!! Þurfti víst að bera suma heim, meðan aðrir voru ælandi inni á klósetti svo klukkutímum skipti!! Enn aðrir voru svo óforskammaðir að æla fyrir utan "sykurmolann" og þurfu þá einhverjir mjög óheppnir að fara út og þrífa það!! Það var æðislegt að sjá alla í sínu fínasta pússi, stelpur í fínum kjólum eða pilsum og strákarnir allir í jakkafötum, þetta var þvílík breyting frá gatslitnu gallabuxunum og íþróttafötunum sem einkenna okkur dagsdaglega!! Einhver spurði okkur Kristínu hvort við værum glæsilegustu stelpur kvöldsins og auðvitað svöruðum við játandi, annað hefði nú bara verið fíflaskapur - hehehe ;) Skemmtiatriðin tókust líka alveg ágætlega þó eitt lagið hafi orðið alveg einstaklega falskt en það kanski passaði bara vel við það því það var um bytturnar okkar þær Jónu og Lovísu - hehehe - nei í alvöru talað þá var það lag alveg einstaklega illa sungið en hin held ég að hafi tekist nokkuð vel. Sumir voru búnir að vera eitthvað stressaðir að textarnir væru "vondir" en allir voru ánægðir og hlógu dátt af textunum um sig enda var ekkert skítkast á neinn heldur bara svona góðlátlegt grín!! Ég lofaði víst mömmu að setja textann um okkur Gumma hérna inn og það er best að halda það loforð svo hún haldi áfram að senda okkur ullarsokka, Cheerios og lakkrís annað slagið!! :)

Lagið er Rabbabara Rúna, svona fyrir þá sem langar að raula með!! :)

Svakalega Sirrý, gasalegi Gummiiiiiiiiiii

Hún er Seyðisfjarðar skvísa
honum oft hún er að lýsa
Já á Seyðisfirði gerist margt sem engum gæti dottið í hug.
Oftast sést hún masa
þar kennir ýmissa grasa
og enginn getur stoppað hana þegar hún kemst á flug.

Þarna er hún svakalega Sirrý
Já þarna er hún svakalega Sirrý
Úhúhú svakalega Sirrý rosa skvísa er hún.

Gummi á gítarinn oft glamrar
og á raddböndunum hamrar
vaskar upp og hangir síðann tölvunni sinni í.
Gamall finnst honum hann vera
og ábyrgð þurfa að bera
án þess þó hann sé nokkuð að velta sér upp úr því.

Þarna er hann gasalegi Gummi
Já þarna er hann gasalegi Gummi
Úhúhú Gasalegi Gummi svaka gæji er hann.

Daglega í ræktinni þau brenna
og sig út og suður glenna
og stefna að því að vera bikiní fær nú í vor.
Á matarkúr þau eru núna
og reyna að halda fast í trúna
að rækta sig svo þau verð' ekki aumingjar með hor:

Þarna er hún svakalega Sirrý
og þarna er hann gasalegi Gummi
Úhúhú frjálslega fólkið sem fríkar alltaf út.


Mér finnast allir textarnir sem þær frænkur Lovísa og Jóna sömdu vera mjög góðir og þær eru mjög sniðugar að finna eitthvað til þess að semja um!! Held að mig vanti þennan hæfileika alveg þó það hafi svo sem aldrei reynt neitt á það, mamma er rosalega sniðug að semja svona texta og ljóð og ræður og alls konar!! Þetta er skemmtilegur hæfileiki en ég er samt ekkert öfundsjúk enda er ég ekki öfundsjúk manneskja að eðlisfari, ég lít bara þannig á hlutina að ég geti gert eitthvað annað í staðinn!! Jæja verð að fara að athuga hvort handklæðin okkar eru farin að bráðna í þurrkaranum eftir allan þennan tíma þar!!! Við sKjáumst seinna!!!



Engin ummæli: