laugardagur, júlí 29, 2006

...þá er konan búin að vera í firðinum fagra hátt í tvær vikur og lífið leikur við hana. Fyrst var hrært, skorið og borinn fram matur á L.ung.a, svo var djamm og djúserí og svo þessi yndislega afslöppun sem næst ekki í borginni þó fríið sé staðreynd. Fuglarnir syngja og sólin skín á milli þokuslæðanna, það er þurrt og heitt og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Tja kannski því að við séum ofalin en það er gott að safna forða fyrir veturinn er það ekki? ;) Sit núna og pikka á milli þess sem ég slafra í mig sunlolly sem ég læddi í körfuna þegar við pabbi vorum að versla og hlusta með öðru eyranu á pabba og mr.G tala um virkjanamál og stóriðju. Væri alveg til í að taka þátt í umræðunum en þeir tala hvor í kapp við annan og enginn fær að komast að. Þeir eru svo þreytandi að mamma er hálf dottandi hérna við hliðina á mér. Hvítvínið, baylisið og bjórinn eru farin að segja til sín svo það er best að fara að þrífa stríðsmálninguna framan úr sér og koma sér í rúmið. Ábyrgist samt að maskarinn góði frá Lancome hreyfist ekki, hann er súper vatnsheldur...

mánudagur, júlí 17, 2006

...núna er farið að styttast ískyggilega í að *fjúffffi* austur á land í sumarfrí. Hjálpa aðeins til að Lunga og svo bara sól og sumarylur fram að mánaðarmótum. Helgin, já blessuð helgin, var óvenju löng að þessu sinni. Rauðvín og grand hjá Klemensi á fimmtudaginn, djamm og djús og snemma heim á föstudaginn, meira djús og kokteill á laugardaginn og brúðkaup í gær með tilheyrandi kræsingum og guðaveigum. Athöfnin var mjög falleg og skemmtileg og presturinn í fríkirkjunni er óformlegur og gaman að hlusta á hann. Finnst ég líka vera hálf puffy í dag og með áfengisbjúg. Grænt te og nóg af íslensku vatni ætti að laga það í einum kvelli. Núna bíð ég bara þolinmóð þangað til að að Madda nær í mig svo ég fái að borða, er að klikkast úr buritos löngun og ætla að láta það eftir mér. Mmmmmm burtios á Súfistanum!

Hef ekki hugmynd um hvernig bloggmálum verður háttað á næstunni, netið á ættaróðalinu hefur verið í mjög löngu sumarfríi en það er búið að hringja í atvinnurekandann og hóta öllu illu. Nei svona í alvörunni þá er línan inn í húsið biluð og síminn lætur þau bara á biðlista, hafa varla verið í síma- eða netsambandi svo mánuðum skiptir. Var líka mjög stolt af móður minni þegar hún hringdi og sagði þeim rólega en ákveðið hvernig hún mundi snúa sér í þessum málum ef þeir færu ekki að redda þessu. Hún kann þetta konan!

En er farin að hanga, heyrumst einhverntímann...

miðvikudagur, júlí 12, 2006

...*kvart og kvein* mér er illt í löppinni, fokking alveg að drepast og skil ekki afhverju. Þá er kerlan búin að kvarta svo þá er kominn tími á pistil um liðna helgi! ;) Samsæti hjá Möddu, löng röð á Hressó en ekki fór ekki inn því það kostaði, fór á Sólon og dansaði, fór á Barinn í fyrsta skipti og fannst hann undarlegur, hljóp niður á Nasa á gay-ball og tók nokkur vel valin dansspor með fólkinu mínu og fór svo heim og eldaði pasta. Góð helgi!!

Nóg á dagskráinni á næstunni, sjónvarpsgláp með vinum í kvöld, brúðkaup um helgina og vonandi eitthvað djamm á eftir, fer austur á mánudaginn og ætla að hjálpa Röggu frænku að gefa krökkunum á Lunga að borða, Gunni kemur til mín, svo eru tónleikar, ball og fyllerí, rúntur um austurland og afslöppun.*Ahhhh* hlakka bara til og vona að austurlandið sýni sínar bestu hliðar með yndislegu veðri, sólskini og logni. Er það til of mikils mælst...

þriðjudagur, júlí 04, 2006

...alveg yndisleg nótt að baki, amk ef manni finnst gaman að kasta upp þrisvar sinnum, svima, grenja og vera ógeðslega illt í höfðinu. Á milli uppkasta hef ég sofið og svitnað og svitnað og svitnað og svitnað og sofið, gægst með öðru auganu á Thundercats og Ewoks inn á milli og reynt að fá mr.G til að vakna með öllum tiltækum ráðum. Réðst meira að segja á bólu sem ég fann á honum en allt kom fyrir ekki og hann sefur eins og steinn enda er hann lasinn líka og ég bara að hugsa um sjálfa mig *skamm skamm illa kona*. Vonast til að hann verði oggu ponku pínu pons hressari í dag en í gær svo að hann komist niður í Nexus að ná í meira Star Trek, er farin að fá fráhvarfseinkenni. Hélt í gær að ég væri bara súper þunn eftir þetta mergjaða djamm á laugardaginn en í dag er ég ekki alveg viss. Auglýsi hér með eftir vitnum sem geta upplýst um hvort að þetta djamm eigi mögulega að hafa getð orsakað þriggja daga þynnku! Æj veit ekki hvað ég er að hanga uppi og blogga þegar ég á að liggja með lokuð augun og hlusta á Lion-O berjast við Monkian. Held að ég sé ekki alveg með fullri rænu...

mánudagur, júlí 03, 2006

...var að koma heim eftir strætóferð frá helvíti sökum *ehemmm* velgju. Er það ekki fallegt orð yfir þynnku? Mikið hopp og hí og trallalí í gærkvöldi, Klemens bauð í mat og fordrykk og svo var ginið dregið upp og þambað af áfergju áður en kallað var á einkabílstjórann og brunað í bæinn. Gisti hjá Gyðu því að mr. G var hvort eð er að fara að vinna í dag og núna er hann að kenna svaka leikarapíum að spila role-play. Bannaði honum að raka sig í gær svo þessar mellur mundu ekki reyna að stela sweetypie-inu mínu! ;) Annars leyfir heilsan ekki mikil afrek svo ég er farin að horfa á Care Bears, eitthvað sem er jafn fallegt og krúttlegt hlýtur að hafa góð áhrif...