föstudagur, júní 22, 2007

...sumarbústaðurinn var æði, mættum þarna á milli 20 og 21 og byrjuðum að hakka í okkur snakk og nammi og belgja okkur út af veigum. Það stóð til að verða 6 með tilheyrandi sögum og sykurpúðasteikingum. Eftir stuttan svefn fór kvenkyns liðið á Akranes að kaupa eina sítrónu, bættust reyndar við sykurpúðar og eitthvað að drekka í leiðinni en ferðin var farin fyrir sítrónuna. Svo kom ég heim og lagði mig í 2 tíma, var vakandi í smá stund en ákvað að kúra aðeins lengur. Svo grilluðum við handa 14 manns og svo lagði ég mig, svo hrofði ég á næstum 1 bíómynd og drakk 1 lítinn bjór og svo fór ég að sofa. Þvílík var afslöppunin og sælan í sveitinni og ég fann að ég bý við umferðagötu því þögnin var svo afslappandi. Var reyndar miss leiðinleg á sunnudeginum og kúrði leeeeengi, svo var grillað, tekið til og burrað heim aftur. Var alveg endurnærð en næst er ég að hugsa um að koma gönguferð og spilum inni í myndina líka.

Fór í heimsókn áðan til vinkonu sem ég hef ekki séð svo lengi að það mætti halda að hún byggi ekki í sama bæjarfélagi og ég. Já eftir Ikea og stutt stopp í Smáralind með Klemensi lét ég hann skutla mér til Möddu. Hún bauð upp á sterkt kaffi og skemmtilegt spjall og ekki var verra að Elís kíkti við líka. Gaman að slúðra smá og fá veður af lífi annars fólks og hætta að hugsa um þokuna í sínu eigin lífi.

Var að panta far austur áðan, fer 30.júní og lengdin á stoppinu er óákveðin en að minnsta kosti til 22.júlí því ég er búin að lofa Röggu frænku að hjálpa henni að elda á Lunga. Gunnar kíkjir svo við þegar hann getur og stoppar vonandi í ca 2 vikur og verður þá yfir Lunga líka. Smá sumarfrí handa greyinu.

Svo býð ég bara með tær og fingur, hendur og fætur krossaðar yfir að við fáum inni á stúdentagörðunum. Ef ekki veit ég ekki hvað við gerum því leigumarkaðurinn er svo svakalegur og alls ekki fyrir fólk með lítil fjárráð. Allir að krossa allt sem þeir geta til að færa okkur smá lukku...

föstudagur, júní 15, 2007

...jæja þá er mín búin að fjárfesta í einu stykki sundbol og fara einu sinni í sund. Var mega duglega og synti í hálftíma og það var erfitt því laugin var 50 metrar og alltof fáir bakkar til að hvíla sig á. En þetta tókst og fékk ekki einu sinni harðsperrur. Er aftur á móti með harðsperrur í dag eftir að Klemens viðraði mig í gær. Tókum þennan svaka sprett upp í Öskjuhlíð, niður að Nauthólsvík og langleiðina vestur í bæ. Mjög hressandi og gaman og ég er bara mjó í dag, ég er að segja ykkur það!

Er annars að drepa tímann áður en við förum í bústað með Mikka og Herdísi. Ætlum að eyða helginni í Hvalfirðinum og vona að veðrið verði gott svo ég geti tekið smá sólbað á þetta. Það vantar að vísu því miður heitan pott þarna en við bætum það upp með bjór...

fimmtudagur, júní 07, 2007

...það er búið að vera að rukka mig um blogg svo hérna kemur eitt sjóðheitt! Mamma og pabbi aðvitað löngu farin austur aftur eftir yndislega daga í borginni. Perlan var frábær og meira en það, þvílík þjónusta, þvílíkur matur, þvílíkur snúningur.
Fyrst fengum við reykta hörpuskel með spínati og styrjuhrognum.
Svo var forrtétturinn, ég fékk mér hvala carpaccio. *slurp*
Svo kom milliréttur, það var bakaður rjómi með sultu ofan á sem hreinsaði vel bragðið úr munninum.
Í aðalrétt fengum við okkur öll gómsætar krónhjartarlundir
og í eftirrétt fékk ég mér créme brulé.

Omg hvað þetta var allt saman gott, eftir matinn fórum við svo á barinn og fengum okkur tvo drykki hvert áður en við fórum heim til okkar í rauðvín og viskí og svo á bæjarrölt til 5 um morguninn. Gamla settið kann þetta sko alveg ennþá!!

Hef lítið gert undanfarið nema hanga inni í herbergi, er með eitthvað sumarþunglyndi sem er að sleppa af mér takinu í þessu töluðu orðum. Hef ekki haft lyst eða getu til að hitta nokkra sál og hvað þá að fara út úr húsi, jesús minn nei nei nei.

Klemens er kominn heim úr sveitinni og enginn friður fyrir honum, *djók* Ívar kom brunandi með honum suður því mamma hans varð 60. Alltaf gaman þegar hann lætur sjá sig í borginni. Við Klemens fórum á '90 djamm á Nasa en stoppuðum stutt, tókum samt nokkur vel valin dansspor áður en við röltum annað. Eða ég ætlaði annað en varð svo full að ég fór bara heim og kynnti mig fyrir frú fötu. Bölvað að gleyma sér svona yfir rauðvínssullinu, við kláruðum næstum því kútinn á einu kvöldi! Var hálf tussulega fram eftir degi, fór í Kringluna í mínu fínasta pússi aka rifnar íþróttabuxur girtar ofan í sokkana og gömul spútnik peysa. Var að borða Seranos þegar ég þurfti að hlaupa inn á klósett og æla. Það var mikið glápt á mig þegar ég kom fram til að skola munninn. En eftir þetta var ég bara hress, kláraði matinn minn og fékk mér sjeik og keypti bjór og allt hvað eina. Fór samt ekkert út um kvöldið, Ívar og Kle fóru í heimsókn og svo í aðra heimsókn og ég var bara ein heima með Gunnari, leið og fór að sofa. Gaman að því er það ekki?

Ég er alltaf á leiðinni í bæinn að kaupa mér sundbol. Á þetta fína íþróttabikiní sem ég treysti mér ekki út í eins og magamálin standa akkúrat núna. Því er nú verr og miður! Hef samt mikla löngun til að flaksa kroppnum mínum frama í alla í sundlaugum borgarinnar og hver veit nema ég taki smá sprett líka (ætli sprettur sé orðið sem ég var að leita af?) Kannski ég komist í bæinn í dag svona fyrst ég er vöknuð fyrir allar aldir en fyrst er það Beverly Hills og morgunmatur og svos sturtu og svo hugsa ég málið hvort ég vilji sjást úti í dag. Þetta fer allt eftir veðri og vindum...