þriðjudagur, október 31, 2006

...jæja krakkakúlurnar mínar, tölvan ákvað að leyfa mér að komast á netið. Greinilega hætt í fríi og komin á fullt. Varð mjög ánægð þegar ég komst inn og gat byrjað að hanga á netinu og þurfa ekki bara að horfa á vegg! ;)

Bústaðarferðin var æði, bara svo þið vitið það útlendingarnir ykkar. Fórum obbossla oft í pottinn, ég eldaði lasagna, við drukkum bjór, ég tók verkjatöflur var nefnilega lasin líka. Svo var farið í buzz og singstar, rúntað á Gullfoss og Geysi, drukkið meiri bjór, lagt sig, bakað, drukkið ennþá meira, spjallað, grillað, borðað nammi og snakk og ég veit ekki hvað og hvað. Held að það eina sem hafi gleymst var að skrifa í gestabókina!!

Helgina eftir átti svo að slappa af en endaði með heljar djammi, fer nú að verða hundleið á þessum djömmum en það er alltaf svo mikið um að vera. Reyndar var ekkert um að vera á föstudagskvöldinu. mig bara langaði svo á kaffihús þannig að við Gunnar og Neddi fórum á Dillon og ætluðum í einn bjór en það endaði með 4 plús rauðvíni plús pizzu!!!! Laugardagur átti að fara í afslöppun en þá fékk mr.G símtal og var spurður hvort hann hefði ekki fengið sms með boði í halloween-partý. Hann hafði ekki fengið það svo við skelltum okkur í partý með Maríu mey, djöfladýrkanda, afríkubúa, pari úr apaplánetunni, boxara og ég veit ekki hvað og hvað. Við vorum bara íslendingar ekki um neitt annað að velja þegar maður hefur bara 2 tíma áður en partýið hefst. Þetta endaði með bæjarferð og pöbbasetu fram á morgun og nánast dauða á leiðinni heim sökum fimbulkulda. Mr.G var sem betur fer heima og ég gat hlýað mér hjá honum. Fékk að vita að það hefði verið mun betra að vakna hjá mér en að vakna við að ísmoli skriði upp í!

Well, er farin að tala við roomie-ana mína og drekka te...

föstudagur, október 20, 2006

...allt í gangi þennan sólríka morgun. Fólkið er að búa sig undir að koma sér út úr bænum og upp í sumarbústað. Þar á að elda og baka, syngja og fara í heita pottinn, þjóra bjóra og fleira fljótandi en ekki fara á Geirmundarball eins og síðast því Úthlíð er víst ekki opin á veturnar. Þvílíkt og annað eins hef ég nú aldrei heyrt!!

Annars erum við með breta að nafni Stephen í heimsókn, veit ekki alveg hversu lengi því karlinn er sennilega kominn með vinnu á Segafredos eða hvernig sem það er nú skrifað. Auðvitað erum við búin að halda smá samsæti honum til heiðurs og létum hann syngja á fullu, drekka bjór og taka fullt af ópalskotum. Við höfðum sem betur fer vit á að tala við kerlurnar fyrir ofan og neðan og láta vita af látunum. Þeim var alveg sama svo lengi sem við létum vita og sú eldri sagði að fólk yrði nú að fá að skemmta sér! :) Vorum nú reyndar ekki að nema til svona 23:30 en eftir það tók Ívar dj-völdin og hélt uppi frábærri stemningu.

Núna er best að fara að pakka fyrir bústaðinn svo við komumst einhverntímann af stað, planið er ríkið, bónus, apótek og Selfoss kl 17. Þar þarf víst að ná í eitt gerpi sem er búin að lána bílinn sinn...

mánudagur, október 09, 2006

...jæja best að uppfæra þessa síðu aðeins. Reyndar nánast ekkert að frétta nema mig langar til útlanda. Langar að heimsækja Gyðuna en fyrst þarf hún víst íbúð blessunin. Það sem er svo ekki að frétta er að ég er löt og leiðinleg. Þarf að vera duglegri að læra og vera duglegri að hreyfa mig og vera duglegri að borða rétt og og og og og þið vitið bara allt!! Mamma og pabbi eru reyndar farin til og komin frá Barcelona og þá græddi ég jakka og peysu og smá nammi sem ég hef ekkert gott af. Æj bla er hætt þessu núna, sjáumst þegar ég verð í betra stuði, er frekar þreytt og asnaleg núna...