sunnudagur, ágúst 17, 2003

...jæja þá er að koma að því. Við Gummi ætlum að stíga tánum niður á klakann næsta þriðjudag og heiðra ykkur með nærveru okkar í þónokkuð marga daga, ég reyndar í aðeins fleiri en hann! :) Ég er nú bara farin að hlakka til að sjá nefin á öllum þó ég vildi óska að kringumstæður væru skemmtilegri en svona er lífið sagði Hallbera allsbera og hló og snýtti sér! Við þurfum reyndar að leggja af stað í morgun klukkan 18:15 og veðrum komin á Kastrup klukkan 22:45. Þá tekur við löng bið því vélin fer ekki í loftið fyrr en 13:10!!!! :S Jæja þetta verður bara gaman, veðrum með spil, krossgátublöð og kerlingablöð handa kerlingunni - hvort er það??? Ætli GameBoy Advance tölvan mín fái ekki að fljóta með líka ásamt bókunum sem ég ætla að skila til mömmu! :)

Jæja er farin að halda Kristínu félagsskap yfir eldamennskunni, skvísan ætlar að skella sér á eitt lasagna með öllu tilheyrandi! Svo er ég 100% viss um að ég blogga eitthvað amk eftir að ég kem í fjörðinn fagra, Seyðisfjörð ef það lék einhver vafi á því!! ;)

föstudagur, ágúst 15, 2003

...þá er Gummi litli lagður af stað í vinnuna, síðasti vinnudagurinn í dag á elliheimilu og ég held að hann sé ekkert sorgmæddur! Annars er auðvitað ekkert frí framundan hjá honum því honum var boðin handledara staða við háskólan sem hann að sjálfsögðu þáði með þökkum, ég er mjög stolt af honum og mamma mín hefur áframhaldandi ástæðu til að tala vel um tengdasoninn í mín eyru! :) Held svtundum að hún elski hann meira en mig, sitt eina afkvæmi, en auðvitað getur það ekki verið, ómöguelgt að það sé hægt Svo sem ágætt, ég sem hélt alltaf að ég ætti ekki eftir að geta náð mér í strák sem hana líkaði við, auðvitað sagði hún aldrei neitt en ég þekkji mömmu mína! :)

Íbúðin er jafn tóm og hún var þegar við fluttum í hana því Samskip klúðruðu þessu, dótið fór ekki í gáminn sem þeir lofuðu að það færi í og ég var ekki ánægð og hringdi og skammaði en var ekki dónaleg eða æst því þá fær maður slæma þjónustu. Hefði svo sem alveg getað verið á háa c-inu því stelpan sem ég talaði við var varla talandi fyrir gelgjulátum og mjög dónaleg og leiðinleg í þokkabót, ég sprakk næstum því en náði að halda í sjálfsvirðinguna, sem betur fer!!

Núna er óðum að styttast í að Móheiður og kærastinn hennar komi í heimsókn og verð ég bara að segja að ég hlakka mjög mikið til. Þau eru þau fyrstu sem leggja land undir fót og koma bara til að hitta okkur. Auvitað var frábært að hitta alla hina sem komu en þau áttu bara leið framhjá, Móheiður kemur sérstaklega til að vera með mér og neitaði að gista í Stokkhólmi til að geta verið með mér enda engin furða þar sem við tvær erum skemmtilega teymi, alla veganna í okkar huga!

Takk fyrir kveðjuna Ragga mín, alltaf gaman að heyra frá þér og ég er alltaf á leiðinni að senda e-mail en svona erum við frænkurnar sem erum búsettar hérna í konugsríkinu, gleymnar og lengi að framkvæma! :) Annars leið okkur mjög vel í herberginu sem við vorum í áður og ég vona að okkur eigi eftir að líka eins vel hérna megin við götuna. Hlakka mjög til að fá ástina mína frá íslandi, þe. sófann okkar því þá get ég hætt að vera letingi sem liggur mikið í rúminu og farið að lifa lífunu í sófanum! :) Aðalkostirnir við nýju íbúðina eru eins og áður hefur veirð sagt, sér eldhús,(smá) pláss fyrir sófann og enginn korridor með sænskum subbum! :)

laugardagur, ágúst 09, 2003

...vorum að koma heim eftir 6 klukkutíma á ströndinni! Aahhh hvað það var gott að flatmaga á teppinu með krossgátu og láta sólina baka sig og hlaupa svo út í vatnið og kæla sig og synda aðeins og láta svo sólina þurrka sig! Þetta er lífið!!! Við fórum sem sagt með Kristínu, Grétari og Hauki að Simsjön klukkan 11 í morgun, tókum með okkur einnota grill og pylsur og að sjálfssögðu sólarvörn, þýðir ekkert annað! :) Núna er svo ferðinni heitið á einhvern veitingastað til að fá eitthvað gott og sæmilega óhollt í magann til að vinna upp á móti allri orkunni sem við eyddum í að hita upp líkamann þegar við vorum að bussla, veit ekki alveg hvert ferðinni er heitið en það verður pottþétt eitthvað svakalega gott og djúsí! :) Jæja verð að fara Grétar er búinn að klæða sig!

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

aahhh veðrið í dag er yndislegt og spáð svona eitthvað fram í tímann, ég er að krosslegja puttana í vona um að góða veðrið haldist út september! ;) Það er plönuð strandferð á laugardaginn, fara snemma af stað og hanga við Simsjön eða við annað vatna allan daginn, er sko farin að hlakka alveg hel**** mikið til!

Fengum loksins pakkann frá mömmu og pabba ídag og þvílíkur og annar eins pakki, við erum alveg í skýjunum! :) TAKK TAKK TAKK æðilsega fyrir okkur!!! :* Í kvöld ætlum við svo að halda lilla lördag og fá okkur íslenskt nammi, kíkja á imbakassann og skoða krossgátublöðin!

Hey var svo fyndið, þegar við vorum að labba heim úr ræktinni í dag tókum við eftir því að það var froða í gosbrunninum, tókum smá sveig og kíktum á þetta. Örugglega verið sett sápa eða þvottaefni útí hann svo að núna er hann voðalega hreinn og fínn! :)

Madda við erum alveg til í að fara með ykkur í Ikea og fá okkur pyslu og ikeakjötbollur :D Þurfiði að kaupa mikið og stórt og gætuði hugsað ykkur að fara frekar fljótlega eftir að þið komið eða fer það eftir bar hvernær þið fáið íbúðina? Endilega láttu mig vita svo ég geti ákveð hvort ég ætla að panta hillur eða bíða aðeins! :) Var nefnilega að pæla í að panta hillurnar og fara svo og kaupa smá draslið seinna en er ekki alveg ákveðin! :) Úff er sönn kona skrifa helling en segji ekki neitt en sem sagt já er til í bíl með ykkur! :)

mánudagur, ágúst 04, 2003

...þá er mín bara vöknuð, reyndar fyrir svolitlu síðan. Ætlaði að vakna klukkan 6:30 með Gumma en þar sem maður hvíslist alls ekki jafn vel 2 í einbreiðu rúmi þá ákvað ég að kúra mig til 9 sem varð svo hálf 11 eða var það hálf 12??? Akkúrat núna get ég bara alls ekki munað það! :S Annars er það hels í fréttum að dótið okkar fór ekki af stað frá Akranesi síðustu viku en á að leggja í hann næsta miðvikudag held ég, amk vona ég það. Svo er abara að krossleggja putta og vona að dótið skríði inn um dyrnar á undan Móheiði svo hún þurfi ekki að sofa á gólfinu stelpan! Annars er ég ekkert stressuð yfir þessu amk ekki ennþá, nenni því bara ekki, er bara viss um að þetta reddast allt, það reddast alltaf allt! :D

Svo fer að koma að því að ég setjist á skólabekk aftur, tja eða ekki beint skólabekk ætli ég tilli mér ekki bara inn á bókasafnið með hálærðu krökkunum eða hangi bara hérna heima við stofuborðið... sko, þegar við verðum búin að eignast þannig munað!!

sunnudagur, ágúst 03, 2003

...já, eins og ég sagði ykkur á föstudaginn þá erum við flutt! :) Allt í drasli hérna og voðalega næs, tölvan á eldhúsborðinu, bækurnar í stafla upp við vegginn og risa stór kassi á miðju stofugólfinu sem sagt allt voðalega heimilislegt, tja eða geymslulegt! :S Vitum ekki alveg hvort að dótið okkar fór af stað síðastliðinn fimmtudag eða ekki en það hlýtur að koma í ljós fljótlega! :) Í kvöld eða á morgun ætla ég svo að koma baðherberginu og elhúsinu í stand og kíkja svo í Jysk (rúmfatalagerinn) og athuga hvað grindur í fataherbergið kosta og svo í Elgiganten (Elko) og athuga með frystikistu. Kom reyndar öllu fyrir í pínu litla frystihólfinu hérna nema brauðinu en þða er bara vegna þess að við höfum verið að passa okkur að kaupa ekkert sem þarf að vera í frosti!:) Svo er Ikea ferð á planinu en ekki fyrr en dótið er komið frá Íslandi, þá þarf að kaupa hyllur og ljós og alls konar drasl sem við annað hvort eigum ekki til á Íslandi eða þá að það er svo hræðilega gamallt og ljótt (fermingargjafir og álíka) að við viljum ekki borga fyrir að fá það, frekar kaupa nýtt! :D

En ég ætlaði líka að segja ykkur frá því að við Krisín, Rúna og Grétar drifum okkur að Simsjön á fimmtudaginn og lágum þar og sóluðum okkur og busluðum í vatninu, keyptum ís og höfðum það bara æðislegt! :) Svo fórum við saman út að borða á Kryddunni og þá fékk Gummi litli að fljóta með en hann komst ekki á ströndina því hann þurfti að vera að vinna og svo þurfti einhver að vera heima til að ná í lyklana að íbúðinni svo það féll í hans verkahring meðan ég var að slæpast!! Ég væri alveg til í að fara þangað fljótlega aftur með krökkunum og hafa þá Gumma með líka, fara í mini-golf, göngutúr, baða pínu og sóla mig og grilla svo!! Aahhh það er planið að reyna að koma því í framkvæmd á næstunni, er meira að segja búin að kaupa sólarvörn núna svo ég er við öllu búin!!

Heyrði aðeins í Móheiði Helgu í gær, hún hringdi til að biðja mi gum að gera sér greiða. Auðvitað var það alveg sjálfsagt og bjóst ég við að eiga að skella mér í bæinn að leita að einhverju fyrir hana og það hefði bara veirð gaman! En nei nei þá spurði kerlinginn hvort hún fengi ekki gistingu ef hún kæmi til okkar í heimsók og auðvitað var svarið já! Hún er ekki ennþá búin að panta farið þannig að þetta er ekki alveg komið á hreint en planið er að fljúga til Stokkhólms miðvikudaginn 20. ágúst og vera hjá okkur þanngað til á sunnudagskvöldið 24. ágúst. Núna vona ég bara að þetta verði að veruleika og að landinn sé ekki fullur af Stokkhólmsþrá og búinn að panta öll góðu förin áður en hún Móheiður kemst í símann!! Annars verður hún að mæta með bikíní svo við getum farið að svamla í einhverjum af öllum þessum vötunum hérna og nælt okkur í smá lit, þýðir ekkert annað en að fá að upplifa smá sænskt sumar! :)

Ps. Milljón þakkir fyrir hjálpina með flutninginn Grétar, við hefum aldrei getað þetta án þín og Maxi-körfunnar! ;)