föstudagur, janúar 31, 2003

...það er nótt núna og ég er ekki sofandi! Ég er nefnilega lasin og svaf í allan heila dag og dreymdi hræðilega illa!! :( Ég átti að fara upp í KomVux og fá skýringar á hvernig námið á að vera hjá mér en þessi námsráðgjafi sem man ekki neitt var búinn að segja mér það. Ég hringdi auðvitað þangað og lét vita að ég kæmist ekki sökum flensu, lagðist aftur upp í rúm o gsofnaði svefni hinna réttlátu og veiku. Gummi var svo duglegur að "elda" Norrmalm (matvörubúð) kjúkling og kartöflustrá og svo keypti hann ponku, smá, pínu nammi handa veiku stelpunni með skeifuna!! ;) Undarlegt hvað ég get hugsað mikið um nammi stundum, það hefur sem betur fer farið mjög mikið minkandi, og svo loksins þegar það er búið að kaupa nammið þá borða ég smá og langar svo ekkert í meira en get samt ekki hætt!! Í þau skipti sem við Gummi ákveðum að fara og kaupa nammi þá finnst mér við aldrei vera búin að kaupa nóg er sa,t farin að treysta Gumma fyrir því hve mikið þarf að kaupa því hann kaupir aldrei alltof mikið eins og ég heldur bara svona akkúrat!! Ég er aftur á móti kanski búin að setja eitthvað í poka en finnst það aldrei vera nóg, ég moka og moka allskonar góðgæti ofan í þessa alltof stóru bréfpoka en vil svo helst kaupa líka súkkulaði og nammi sem er fyrirfram búið að setja í poka (hópnammi). Ætla að fara að láta Gumma alfarið sjá um þessi kaup á laugardögum því ég er ekki hæf til að ákveða hvað er mikið, hvað er lítið og hvað er ákkúrat!! Ætla að taka það fram við Ara og aðra sem þekkja til mín að ég er eiginlega komin með ógeð á krítum og tja öðru nammi eiginlega líka!! Það er samt eins og það sé búið að heilaþvo mann í því að á laugardögum á mann að langa í nammi og líka þegar maður ert slappur!! Það skrítna er að maður kaupir nammi því maður heldur að mann langi í það en svo þegar heim er komið kemur bara akkúrat hið gagnstæða í ljós!! Ég er viss um að það er samsæri í gangi hjá sælgætisframleiðendum og heilbrigðisyfirvöldum! Það er örugglega eitthvað efni í öllum þessu flensusprautum og barnaveikissprautum sem er búið að dæla í okkur í gegnum árin, efni sem lætur okkur verða alveg galin í sælgæti!! Hmmm hljómar ekkert ósennilega!!! ;)

þriðjudagur, janúar 28, 2003

...bloggedí bloggedí blogg blogg blogg!!!! :) Er hérna að reyna að bæta mig í blogginu! Ég er að fara í próf á morgun og ég nenni því ekki, á að athuga hversu góð ég er í ensku og hversu léleg ég er í stærðfræði. Var nú alltaf alveg ágæt í stærðfræði en þetta er samt eitthvað sem maður gleymir um leið og prófinu er náð til þess að búa til pláss fyrir allt hitt ruglið sem menntamálaráðuneytið segir að sé alveg nauðsynlegt að kunna til þess að verða stúdent!! Ég er samt alveg hundfúl við þetta KomVux-pakk og er að hugsa um að taka ekki stærðfræðiprófið fyrr en ég er búin að rífa mig niður í rassgat því ég er búin með alla stærðfræðina sem ég á að taka á Íslandi! Nú hugsa sjálfsagt einhverjir "en þú ert ekki á Íslandi" og því svara ég bara með "mér er alveg sama!" Ekki eru Svíar sem hafa tekið nokkur ár í frí frá skóla vinsamlegast beðnir um að taka próf til þess að athuga hvort þeir muni ekki örugglega hvað þeir eru búnir að læra og þess vegna ætla ég ekki að gera það heldur!!! Það er líka vitað mál að yfirleitt læra Íslendingar mun meiri stærðfræði heldur en Svíar og samt er verið að minnka stærðfræði í skólum hérna því þeim fannst þetta svo mikið og erfitt! Það er ok með þetta ensku próf því enska er ekki stærðfræði, maður gleymir ekki ensku því það er nánast allt á ensku í sjónvarpinu og maður notar hana miklu meira!! Það eru engir þættir á stærðfræðísku í sjónvarpinu og ég tala ekki í jöfnum og vektorum og hvað þetta heitir nú allt saman þannig að auðvitað er þetta allt löngu týnt og tröllum gefið plús það að ég er ekkert búin með ensku í menntaskóla en er búin með stærðfræðina eins og áður er ritað!! Jæja er farin að æfa mig í að rífa kjaft á sænsku og biðja um að fá að tala við skólastjórann eða hærri menntamálayfirvöld ef það gengur ekki að rífast við námsráðgjafann eða hvaða starfsheiti hann Joakim Wetteneitthvað hefur!! Ætla sko ekki að láta toga mig niður í barnaskólastærðfræði baráttulaust (þyrfti örugglega að fara þangað því ég er svo hræðilega mikið búin að gleyma - hvað er aftur deiling???). ;)

mánudagur, janúar 27, 2003

...ég veit ekki hvað ég á af mér að gera meðan ég er að bíða eftir að þurrkarinn klári svo það er best að nota þennan tíma í blogga eitthvað djöfulsins bull!! Eins og allir eru búnir að blogga um þá var Íslendingapartý um helgina og það var bara geðveikt gaman og óþarfi að tala meira um það, ég reyndar missti af þessum eftir- og eftireftirpartýum því ég fór niður til okkar að pissa (búum á hæðinni fyrir neðan Gísla) og bara kom ekkert upp aftur!! Það eru tvær mögulegar ástæður fyrir því, nr.1, ég pissaði næstum því á mig og var svo drullu full að ég var ekki viðræðu hæf og var bara með kjaft eða nr.2, Gummi er svo æðislegur (og ég líka) að við gátum bara ekki slitið okkur frá hvort öðru þegar við hittumst loksins aftur!!! Hmmm, ég hallast að hinu síðarnefnda því eins undarlega og það kann að hljóma töluðum við Gummi næstum því ekkert saman allt kvöldið því við vorum alltaf að tala við einhverja aðra!! Hvaða mistök voru það eiginlega?? Það eru engir skemmtilegri en við!!! ;)

Ok, best að fara að tékka á þurrkaranum, fyrsti í hreingerningu er búinn (skipta á rúminu) og verður áframhald á morgunn eftir skóla og rækt og Willy's (verð að kaupa all in one hreingerningu frá Ajax). Virkar þetta Ajax drasl ekki þanni gað maður tekur tappan af og stillir flöskunni í mitt herbergið og fer í út í 30 mín. og þegar maður kemur aftur heim er allt orðið skínandi hreint og komið svona X á eldhússkápshurðirnar?!?!?! Þetta sýna þeir amk. í auglýsingunum og ef þetta gerist ekki eiga þeir von á kæru frá mér fyrir villandi auglýsingar!!!!

föstudagur, janúar 24, 2003

Ammæli ammæli ammæli!!! :)
...ok, ég veit að það er langt síðan ég hef bloggað og ástæðan fyrir því er andleysi!! Algjört andleysi er að ganga hjá Íslendingum í Skövde, amk. bera allir bloggarar sem bloggeftirlitskonan hefur heimsótt því við og hvað getur hún svo sem gert við því?!?!?!

Ég er hetja, já það er alveg satt!! Ég fór í bæinn í dag með honum Ara og bar heim, alveg alein, 10 bjóra, 2 stóra cider, 2 xider, fullt af mat og 1/2 kg af snakki!! Ari var svo góður að halda á 2 bjórum og gítarstrengjum fyrir mig og þess vegna er hann karlmenni!!! ;) Það er nefnilega partý á morgun og ég ætla að vera haugadrukkin, æla og drepast einhversstaðar og verða svo hræðilega þunn og svöng í allt sem er óhollt!! Hmmm, þegar ég les yfir þetta hljómar þetta ekkert voðalega rokkað svo ég sleppi því að æla, drepast og verða þunn en hitt má alveg standa!! :) Ég hlakka amk. mjög mikið til og ég veit að Gumma pínulítið flensuslappa hlakkar líka til og þess vegna er hann að reyna að láta sér batna og skipta um gítarstrengi á sama tíma! Kanski tilnefni ég hann hetju dagsins því hann er búinn að vera svo svakalega duglegur! Ég nefnilega fór út á flakk með öðrum manni og setti hann bara í þvottinn á meðan!! Ok, ekki í orðsins fyllstu merkingu en litla hetjan mín þvoði 3 vélar af þvotti á meðan ég var að kaupa áfengi og grænmeti!!

Fréttaskot til Íslands: Ég er búin að klippa af mér allt hárið, er með alveg stutt, stutt, stutt hár og ég gerði það sjálf með örlítilli hjálp frá Gumma hetju!! Fékk bara algjört ógeð á þessu síða hári og *klipp* *klipp* *klipp* allt í vaskinn, á gólfið og í ruslið!! Því miður er ennþá fullt af hárum út um allt baðherbergi því þeim tekst alltaf að fela sig þegar ég birtist blaðskellandi með fína rauða kústinn og fægiskófluna sem er í stíl!!!

laugardagur, janúar 18, 2003

...mmmm ég elska nammidaga, þeir eru algjörlega nauðsynlegir og alltof langt að hafa þá svona einu sinni í mánuði eins og ég geri!!! :Þ Hehehehehehe Fór nú samt og ræktaði mig áðan og núna er ég orðin miklu stærri og farið að sjást í brum á puttum og tám, kanski aðeins of snemmt því það er ennþá langt til vors en auðvitað er gróðurinn orðinn alveg kolruglaður í þessum hita- og kuldaköstum sem dynja á okkur alveg hægri vinstri! En þar sem það er nammi/óhollustu dagur þá fórum við á McDonalds og fengum okkur hammara, pommes og McFlurry. Ég var nú ekkert hrifin af því hvað gæinn hrærði minn illa svo ég fór og kvartaði en þeir misskildu mig eitthvað og gáfu mér meira nammi í hann og smá snúning í McFlurry-hrærivélinni! Ég var ekki óánægð með að fá meira nammi enda finnst mér oft vera farið alltof nískulega með sælgætið þegar maður er að kaupa sér bragðaref eða eitthvað afbrygði af honum!!

Í kvöld virðast sumir ætla á djammið en aðrir ekki, td. ætlum við Gummi að vera stillt heima eða heiman (við erum alltaf stillt, amk ég en Gummi er oft svolítið vanstilltur finnst mér) ;) Ef það verður eitthvað partý er ég að hugsa um að kíkja en áfengi NEI TAKK, ég er orðinn templari og ojbara og ullapæ - eða já já er það ekki?!?!?! Það er best að taka allt svona alveg út í ystu æsar og núna fyrirlít ég fólk sem bragðar áfengi, fer í ljós eða borðar eitthvað með augu eða sem á eftir að fá augu (td. egg)!! Já þetta er manneskjan sem ég ætla að vera þessa viku og Guði sé lof að hún er búin um miðnætti!! :)

þriðjudagur, janúar 14, 2003

...hérna sit ég í kulda og trekki!! Ég er ekki að kvarta um kulda í herberginu mínu núna enda getur varla verið kalt hérna inni því það er hiti úti, snjórrinn farinn að bráðna og komin hálka!! En ég er með galopinn glugga og opið fram því ég var að elda og það er svo mikil sveppasteikingarfýla hérna inni!! Fór áðan inn í þvottahús að þvottahúsast, þegar ég var að labba inn í herbergi aftur (það var opið fram hjá mér á meðan) fann ég þessa skrýtnu fýlu og hugsaði "hvað voru þessi strákfífl að elda sé núna?" En lyktin varð sterkari þegar ég var komin fram hjá eldhúsinu og viti menn hún kom frá mér!! Þannig að ekki veitir af að lofta út úr þessu annars yfirleitt svo vellyktandi herbergi (eða er það ekki Ari?)!!! ;)

Annars er lítið að frétta af mér, nei nú lýg ég!!! Var í KomVux í dag að tala við Joakim flö námsráðgjafa (held ég) og ég er að fara í sænskupróf á fimmtudaginn klukkan 13:00!! Nú er ég allt í einu orðin kvíðin og get ekki komið mér að því að kíkja í bók! :( Málið er að ef mér gengur vel get ég byrjað að menntaskólast en ef mér gengur illa verð ég að vera í þessu fu***ng SFI kjaftæði lengur og ég bara meika það ekki!! Ég þarf ekki að læra stafina aftur ég gerði það þegar ég var 6 ára og hef haldið í þá þekkingu síðan þá! Ég spurði nú einmitt bara hreint út hvaða fíflaskapur það væri að hafa norræna nemendur meðöllum hinum innflytjendunum (ég er ekki kynþáttahatrari). Ég fékk ekkert svar en hann yppti þess í stað mjög fagmannlega öxlum!! Virtist vera mjög vanur þeirri hreyfingu!!!!! Reyndar finnst mér að það eigi að vera 2-3 bekkir í sænsku fyrir innflytjendur, 1 fyrir fólk sem talar nánast sama málið (við, Norðmenn, Danir, sumir Finnar, jafnvel Þjóðverjar). Annar fyrir fólk sem talar allt öðruvísi og algjörlega óskylt mál en notar samt sömu stafi og við og númer 3 fyrir fólk sem þarf að byrja alveg frá grunni þ.e. læra stafrófið og hvernig stafirnir eiga að vera í línunum eins og lítið p er með angan niður fyrir línuna en stórt P stendur á línunni!! Ég átti mjög erfitt með mig í tímanum þegar farið var í stafrófið og langaði mest að labba út og halda heim á leið! Ekki það að ég líti niður á fólk sem þarf á þessari kennslu að halda, auðvitað þurfa þeir sem alltaf hafa skrifað með táknum eða myndum á þessu að halda en við hin vorum bara alveg að klepra á meðan!!! Samt geðveikt flott að sjá hvernig þau gera þessi tákn eða myndir eða hvað þetta nú heitir! Ég sat hliðina á fullorðinni konu sem var einhverstaðar frá (auðvitað einhverstaðar, ekki var hún frá einskinsmannslandi!!!), hún átti mjög erfitt með að skrifa stafina okkar en þegar hún var að skrifa á sínu eigin móðurmáli - vá í - hvað það var flott, þetta var eins og lystaverk en ekki glósur! Það var líka kona frá Tælandi með mér í bekk og hún skrifaði með því að teikna nokkurnskonar myndir, ekki svona eins og múslímar gera heldur meira eins og margar litlar myndir (ekki kínverskt eða japanskt). Ekki eins flott og hitt og mynti mig óneitanlega á leynimál sem ég og frænka mín gerðum okkur þegar við vorum litlar!! :) Vá hvað ég er búin að skrifa mikið um þetta mál og svo er þetta örugglega ekkert skemmtileg lesning!! :( Hmmm, greyið þið sem lásuð þetta!! Hehehehe Ég er farin að gera eitthvað, kanski lesa sænsku, kanski vaska upp, lífið býður upp á svo ótal marga möguleika!!!

mánudagur, janúar 13, 2003

...undur og stórmerki gerast enn!!! Já,því ég vaskaði upp á laugardagskvöldið, tja eða var kvöld? Klukkan var rétt rúmlega 17 en við vorum amk að fara að borða kvöldmat!! :) Við ákváðum að Apúast og fengum okkur Sandras special sem er feikilega góð pizza með kjúkling, dósasveppum, 2 ananashringjum, hvítlaukskryddi og karrý! Þetta er þvílík og önnur eins snilld og ég er farin að hlakka til þegar mamma og pabbi koma í heimsókn (hvernær verður það eiginlega?) því þá ætla ég að kaupa svona pizzu, kebabpizzu og einhverja eina en rosalega góða pizzu! *slurp* Hmmm, hvað er búið að gersast upp á síðkastið?!?!?! Jú hún Jóna litla átti afmæli og í tilefni þess mættum við Lovísa í herbergið hennar og sötruðum smá áfengi (ég drakk bara 2 cider og 1 bjór alveg satt) . Við ætluðum að kíkja á kaffihús í bænum en svo var orðið svo áliðið að við fórum á Kåren, held þetta hafi nú bara verið í fyrsta skipti sem íslendingar eru seinir á því eða hvað??? Ok, ég var með 100 sek með mér, borgaði mig inn og keypti 4 bjóra og á 10 sek í afgang og þykir mér þetta bara mjög vel sloppið! :) Hmmm, annað markvert sem hefur gerst?!?! Aha ég er loksins búin að skipta um spurningu í gestabókinni minni og allir verða að skrifa upp á nýtt - hehehehe!!

Ok, nú er klukkan loksins orðin 06:02 og þá er bara einn og hálfur þangað til klukkan hjá Gumma fer að pípa, ji hvað ég hlakka til!! Það er svo einmannalegt að sitja svona ein um nótt eða morgun eða hvað það á nú að kalla þetta!! En í dag sofna ég ekkert svo sólarhringurinn komist á réttuna hjá mér!! Ég sem var svo dugleg á laugardaginn að sofna ekkert (ok, sofnaði í smástund með Gumma eftir kvöldmatinn) en svo var ég bara dregin á djammið með öllum illum látum og þá snérist sólarhringurinn aftur við og er alveg ramm öfugur - HOMMI !!!

Er farin að kíkja á barnaefnið, það byrjar nefnilega svo snemma á virkumdögum eða klukkan 06:00!! Ekki amarlegt að kíkja á nokkrar teiknimyndir og æfa sig í að hlusta á sænsku með miklum látum í bakgrunninum!! Hef nefnilega komist að því að það er bara erfiðara að skilja sumt barnaefni heldur en "fullorðinsefni" útaf því að það er oft svo mikið af öskrum og látum í bakgrunninum eða þá karakterar sem tala alveg óskiljanlega fáránlega! Kanski ekkert skrítið að það sé oft á tíðum (hei, ég hef oft á tíðum!!) erfitt að skilja barnaefni hérna þegar maður á oft í stökustu vandræðum með að skilja hvað þeir eru að reyna að böggla út úr sér í íslenskabarnatímanum!!! Röflið búið, ég er farin að stara (maður skilur oft betur ef maður starir á TíVí-ið eins og hálfviti) á krakkaefnið!!

laugardagur, janúar 11, 2003

...til hamingju með að vera orðin svona gömul Jóna mín!! :* Ég fylgi bráðum í fótspor þín (30. apríl - það er ekkert svo langt þangað til!!!) en þangað til ætla ég að njóta þess að vera ung og falleg!! ;) Ertu búin að finna einhverjar hrukkur? Fannst ég sjá nokkrar í myndun þegar við vorum að spjalla til klukkan 06:00!! Hehehehe Sjitt (svona á að skrifa þetta orð á íslensku) hvað hún á eftir að skjóta á mig þegar ég verð 23ja en tja ég lifi!! :)

Annars ekkert að frétta, ég er ennþá að vinna í að snúa sólarhringnum við og ég tek það fram að ég vaknaði um klukkan 07:00 í morgun!! Ætti kanski að sleppa því að taka það fram að ég svaf í allan gærdag og fram á kvöld og sofnaði svo rétt á undan Gumma í nótt!!! Það er eitthvað athugavert við þennan svefn og ég held að það heita hreinlega bara leti og það al-íslensk afbrygði af þessum hvimleiða sjúkdóm!! Nú er bara að tölvunördast í allan dag og taka kanski pínu til (ef ég nenni :þ) og þá ætti mér að takast að halda mér vakandi fram yfir kvöldmat!! Hei, það er nammidagur í dag þannig að ég get notað sætindi í kílóavís til að halda mér gangandi!! Hljómar ekki amarlega eða hvað finnst ykkur?

fimmtudagur, janúar 09, 2003

...ég er vöknuð, vaknaði klukkan 6:00! Kanski ekkert skrítið þar sem ég svaf meirihlutann af gærdeginum og sofnaði svo í öllum fötunum um klukkan hálf tvö í nótt!! Mér var eitthvað svo kalt að ég var að kúra mig undir sæng og hlusta á Spaugstofuna og horfa á Gumma sofa og svo bara búmm sofnaði ég líka!! Spaugstofan er ekkert smá fyndin, held þeir séu bara betri en þeir voru áður. Ástæðan fyrir því gæti líka verið að ég er eldri og skil meira en ég segji bara TAKK elsku tengdó fyrir að senda okkur þetta, við eigum svo eftir að kíkja á þáttinn með Jóni Gnarr og ég þarf að horfa aftur á síðustu þættina af Spaugstofunni því mínir elskulegu foreldrar hringdu í gærkveldi! :) TAKK pabbi fyrir að skrifa í gestabókina mína og með þessu áframhaldi verðurðu komin með eigin bloggsíðu eftir svona 70 ár - hehehehe - en ég var ekkert smá ánægð þegar ég sá að þú hafðir loksins kvittað fyrir komu þína!! :* Í dag byrjar svo heilsuátakið hjá mér aftur eftir 3ja vikna jólafrí og ég held upp á það með því að fá mér fjólubláann tröllatópas í morgunmat!! :) Málið er að við Gummi erum búin að úða í okkur nammi síðustu tvo daga til þess að klára nammið sem við eigum, viljum nefnilega ekki eiga það til því þá freistast maður alltaf til þess að vera að narta í það og það er vont fyrir tönslurnar og mallann og hana nú!! Þetta hefur gengið eitthvað hálf illa hjá okkur því við borðuðum svo lítið nammi um jólin, held meira að segja að ég hafi af-sykrast yfir jólin í staðinn fyrir að of-sykrast eins og venjan er!! Var eyndar rosalega veik um jólin og hafði ekki mikla lyst en eftir að mér batnaði var ég ekkert að sleppa mér í nammið eða matinn, hef nefnilega komist að því að maður nýtur þess betur að borða ef maður borðar ekki yfir sig! Hvað er líka gaman við að borða svo mikið af geðveikt góðum mat að maður sé með samviskubit í 8 klukkutíma eða meira eftir það, ég bara spyr?!?!?!?!

miðvikudagur, janúar 08, 2003

...þá er maður loksins komin heim og loksins erum við sameinuð honum Ara okkar aftur, eftir yndislegt jólafrí í Gislaved. Það var rosalega gott og gaman að vera þar en líka æðislega gott að koma heim aftur og ég er viss um að fjölskyldan mín við Granatgatan er alveg sammála þessu, gott að hafa okkur en líka gott að losna við okkur afæturnar aftur!!! :) Annars var bara æðislegt hjá okkur, mikið talað, hlegið, sullað soldið og slappað alltof mikið af, svo mikið að ég átti orðið erfitt með að koma mér fram úr rúminu fyrir klukkan 17:00 á daginn (hmmm, hljómar nú alls ekki líkt mér!!) ;) En ok, við erum amk komin heim og ég er meira að segja búin að taka upp úr töskunum og koma flest öllu fyrir og fara að spila hjá Lovísu og Jónu, við Gummi og Ari gátum ekki látið það heimboðið fram hjá okkur fara þannig að við lulluðum yfir þegar við vorum búin að borða Apu-pizzurnar okkar og erum tiltölulega ný komin heim aftur! Jóna var svo æðislega hugulsöm að hún færði okkur Gumma smá íslenskt sælgæti (Prins Póló, Pipp, karamellur og fleira góðgæti) og harðfisk. Mmmm harðfiskur er svo góður og ég hlakka svo til að fara að narta í þennan, annar pokinn er keyptur en pabbi hennar gerði hinn sjálfur, amk. held ég það!! Það er varla að maður tími að borða þetta góðgæti!! Skrýtið að þegar maður er á fróni borðar maður nánast aldrei harðfisk eða rauðan ópal en um leið og maður er komin út fyrir landsteinanna uppgötvar maður hversu mikið sælgæti þetta er og slefar við tilhugsunina!!! Þegar ég var í Finnlandi var mér einu sinni gefinn einn pakki af rauðum risa ópal og ég smjattaði og kjamsaði á því og var marga daga með pakkann, borðaði svona 2 ópal á dag!! Ég hakkavélin í mannslíki get virkilega treynað mér það sem mér þykir gott og það er ágætt að vita að þetta er mögulegt þó það reyni ekki oft á það!! Ok. nóg af blaðri í bili, ætla að fara að leggja mig því það er nóg að gera á morgun við að endurskipuleggja herbergið okkar og endurbyggja matarforðann í ísskápnum!! En ég lofa ykkur mínir dyggu lesendur (hversu fáir sem þið eruð eruði samt mikilsmetnir) að núna verður aftur reglulegt blogg á þessari síðu eftir næstum 3ja vikna jólafrí! Ég hefði svo sem alveg getað bloggað í fríinu en nennti bara alls ekki að skrifa með sænsku lyklaborði og svoleiðis er það nú bara!!! Við skjáumst seinna!! :)