miðvikudagur, desember 26, 2007

...þó það séu jól get ég bara ekki sofið út! Þurfti að neyða sjálfa mig til að sofa til 9 í morgun. Þetta er auðvitað ekki hægt og ætti að vera bannað.
Auðvitað var aðfangadagur yndislegur. Bar út kort og pakka, fór í jólagraut, bar út kort með Gyðu, slappaði af, var illt í maganum, sofnaði aðeins, borðai besta jólamatinn, opnaði frábærar gjafir og fékk hele föðurfjölskylduna í heimsókn. Allt eins og það átti að vera fyrir utan magakrampana en það er nú ok fyrst allt hitt var í lagi. Fékk 1 bók í jólagjöf, pasmínusjal, smá glingur, 2x litla care bears, Georg Jensen jólaskraut, tösku, tölvuleik, dvd mynd, bók með myndum af mér og vinum mínum, sokka, inninskó og peninga. Svo á ég 2 pakka í borginni og svo fengum við Gunnar Soda Stream-vél saman frá tengdó. Eins og þið sjáið get ég ekki kvartað yfir þessu, óvenjumargar gjafir og allar voðalega góðar! :) Svo var árlegt jólaboð hjá Lillu og Gunnsa í gær og ég borðaði helling af heitri aspas-rúllu, meina fæ bara svoleiðis einu sinni á ári. Fór svo heim og lagði mig til...11 um kvöldið...ahhhh gott að lúlla. Smá jólarúntur með Gyðu og Klemensi og svo bara að kveðja Gyðuna sem er á leiðinni aftur til Danmerkur að hitta ástina sína einu og fara í skóla. Í dag hefur verið afslöppun en ekkert lúll, skrapp til ömmu og hef svo bara hangsað yfir tölvuspili og sjónvarpi. Er samt hætt að hafa þolinmæði í að glápa mikið á sjónvarpið en hver veit kannski lagast það þegar við fáum loksins útsendingu í kjallarann okkar. En samt, er það eitthvað sem maður vill að lagist? Í kvöld koma svo amma og Óli að borða hjá okkur og svo er bara bjór og gaman í alla nótt. Annar í jólum er löglegur djammdagur, held meira að segja að það standi í nýja dagatalinu mínu frá Glitni...


...þessi fór í dag og verður sárt saknað en næ vonandi að hitta hana þó það verði ekki nema einn dagur næsta sumar...



...þessi á afmæli í dag og hennar og familíunnar er líka sárt saknað og maður finnur mest fyrir því á svona stundum en í sumar fæ ég kannski að hitta þau öll... :)

föstudagur, desember 21, 2007

...komin í fjörðinn fyrir löngu síðan, já vikan bara þotin hjá og ég alltaf að bralla eitthvað með foreldrunum. Reyni að vakna snemma en legg mig líka oft eftir hádegið, er svo kósí svona á meltunni þið skiljið. Allt skraut komið á sinn stað, var að enda við að skreyta jólatréið og hengja upp bjöllur og svona dótarí sem var eftir. Foreldrarnir komu ekki seríunni á tréið þannig að bjútíblundurinn styttist aðeins svo ég veit ekki hvort ég verð nógu sæt í kvöld. Er sko boðið í samsæti hjá Klemensi með gamla hópnum, svo er annað samsæti hjá Hersdísi og ég kíkji þangað ef sá gállinn er á mér. Annars var síðasta helgi alveg ágæt bara eða meira en það ef satt skal segja. Jólahlaðborð á Skaftfelli með mömmu og pabba á föstudagskvöldinu þar sem maður þurfti að passa sig á að taka lítið af öllu og það var samt of mikið!! Svo heim að spjalla við Guðlaugu og svo á Láruna að hitta Ívar og fleira skemmtilegt fólk sem fylgdi með í "partý" hjá Óla Mundu. Á laugardaginn var svo pizza hjá Örnu "litlu", bjór og spil og spjall og hlátur og gaman, glens og grín. Svo heyri ég auðvitað í Gunnarnum mínum á hvernjum degi, þurfti aðeins að skamma hann um daginn en venjulega er ég voðalega blíð og góð eins og mín er von og vísa þarf bara stundum aðeins að hvessa röddina svo það sé hlustað á mig. Ekki alltaf nóg að tala bara hátt! En Gúa Jóna tilnenfdi mig víst til að segja 7 staðreyndir um mig svo hérna koma þær:

1. Ég græt af gleði og sorg, gamani og alvöru, teiknimyndum, Sci-Fi og hryllingsmyndum. Þetta er stundum svolítið vandamál en ég er að reyna að sætta mig við þetta "vandamál".
2. Er lík ketti að því leiti að ég get sofið 16 tíma á sólarhring.
3. Get sitið allan daginn ein heima án þess að kveikja á útvarpi eða hlusta á tónlist, þögn er svo afslappandi fyrir svona ofvirkan hug eins og ég hef.
4. Er eyrnalokka sjúk, helst nógu mikið glingur. Á mjöööög stóra hrúgu.
5. Er alltaf að heyra að ég tali bæði hátt og mikið svo það er víst staðreynd líka.
6. Ég get farið út eins og ég stend ef ég þarf þess, ómáluð í arababuxum með skítugt hár og svitalykt. Ekki fallegt en satt, fer þó yfir leitt ekki langt, bara að kaupa mér eitthvað að éta.
7. Svara oft ekki í símann í marga daga og allir fara að fá áhyggjur og lesa inn á talhólfið og hringja í Gunnar. Erfitt en stundum þarf maður bara pásu!

Sko 7 staðreyndir um mig svo allir ættu að vera ánægðir! :) Ég prófa að tilnefna einhverja og vona að þetta haldi aðeins áfram, er svo forvitin! Tilnefni Gyðu, Skytturnar 3 (þær ráða sjálfar hvort þær gera þetta allar eða bara ein þeirra) og Klemens. Keep up the good work...

fimmtudagur, desember 13, 2007

...þá eru flest allt komið ofan í tösku...rnar sem ég tek með mér austur. Vátsí mikið af drasli en ég má það því það eru jól og ég ætla að stoppa svo lengi. Ég hef lengi reynt að vanda mig við að taka lítið með mér sem hefur sjaldan tekist alveg en núna ákvað ég bara að sleppa mér alveg og bara tróð öllu sem mig lysti niður. Allar gjafir líka komnar í hús, en þær eru svo margar að ég þarf að senda kassa með póstinum! Var reyndar að versla fyrir mömmu og pabba líka svo það er ekki bara að ég sé að fara yfir um í gjafakaupum. Svo var kvöldkaffi hjá tengdó, hún útbjó að sjálfsögðu mat fyrir að minnsta kosti 15 manns en við vorum bara 6 sko og svo var hún alveg standandi hissa á öllum afgangum!! Brunað í bíó eftir það að sjá Beowulf í þrívídd, rosalega flott og mikil upplifun og ekki laust við að manni brigði nokkrum sinnum, sérstaklega þegar spjóti var skyndilega otað alveg upp í andlitið á manni. Ég hafði persónulega aldrei farið í svona 3-D bíó áður svo ég var voðalega glöð og ánægð og ekki sakaði að sagan var ekkert leiðinleg heldur, varla dauður punktur þar á ferðinni. Svo það er búin að vera alveg þétt pökkuð dagskrá í dag og morgundagurinn verður eitthvað svipaður. Klipping í fyrramálið, svo að kaupa límband og heim að pakka inn 2 stk gjöfum, út aftur og senda gjafirnar, láta laga myndaalbúmið í tölvunni minni og kaupa mér krem og svo bara *vússssss í 1 klst* og ég bara komin á héraðið og svo *brummmmm* í 20-30 mín og ég bara komin heim á ættaróðalið í faðm fjölskyldunnar. Þetta er ekkert leiðinlegt plan sko...

mánudagur, desember 10, 2007

...alltaf er ég að skirfa á nóttunum. Svaf í allan dag því ég fór á djammið með Herdísi og félögum á laugardaginn. Svo þegar ég vaknaði loksins var ég alveg frá í maganum og sat leeeengi á klóinu með dagblað og fór svo aftur að kúra mig. Var meira að segja svo slöpp að ég kveikti ekki á dvd í tölvunni svo þetta hefur verið frekar slæmt. Föstudagskvöldinu var varið í rólegheit, verslað smá í Smáralind, lesið hann/hún og Cosmo og svo bara í rúmið. Ætlaði nú heldur ekkert út á laugardaginn en eftir fegurðarblundinn sem ég tók um kvöldið var ég bara í einhverju stuði til að sýna mig og sjá aðra. Ég skellti líka jóladúkum á sjónvapsbekkinn og stofuborðið, setti upp jólatréð, gerði aðventudstjaka og kveikti á aðventuljósinu svo nú er voða jóló hjá okkur. Keypti líka jólahafra/geitur í Söstrene Grene, 3 stærðir og kostaði samtals um 1000 kallinn. Mjög billegt og skemmtilegt! :) Ég er að minnsta kosti sátt við mitt, langar auðvitað að hafa allt undirlagt í jólakskrauti en íbúðin ber það sem komið er alveg ágætlega. Ahhhh gleymdi skreytti líka kaktusinn með rauðu pakkabandi og litlu gullskrauti sem amma gaf mér, hengdi afganginn út í glugga...

fimmtudagur, desember 06, 2007

...jæja var aðeins að taka til á blogginu mínu, setja myndir og svona og er bara nokkuð ánægð? Hvað finnst ykkur um þetta? Lagaði linkana fyrir svolitlu síðan og svo bæti ég myspacinu inn þegar það verður tilbúið, er alls ekki notendavænt forrit!!! Er orðin dauðþreytt enda klukkan orðin rúmlega 3! Þetta er samt búið að vera notalegt kvöld, fyrst hittingur og rúntur með Herdísi, svo langt spjall við mömmu og pabba og svo að lokum tölvudund og spjall við Gunnar og undir hljómuðu jólalög. Er búin að hlusta á 108 jólalög í kvöld!

Svo er það mynd af dísinni minni góðu...


Herdísin mín góða passar upp á lúkkið, er hún ekki sassy?

miðvikudagur, desember 05, 2007

...helgin var í rólegri kantinum, dvd og nammi og snemma að sofa. Það var ákaflega gott og þarft og ég er fegin að enginn hafði fyrir því að ná mér út á lífið enda er ég aldrei þessu vant næstum því viss um að það hefði ekki tekist!

Er aðeins byrjuð að jólast hérna heima. Fór í Ikea og Rúmfó með Klemensi um daginn og keypti aðventuljós, 2 dúka og kerti til að setja á aðventudiskinn. Það verður ekki mikið um skraut í ár en eitthvað smá samt. Ætla að fara að taka stofuna í gegn og setja upp litla tréið mitt og svoleiðis, ætla samt ekki að segja að ég geri það á morgun því þá geri ég það alveg pottþétt ekki á morgun! Jólaði smá til í eldhúsinu í dag, setti dúk á borðið og mandarínur í skál. Eldhúsið er svo lítið að þetta var alveg nóg til að gleðja mig! :) Ætla samt að setja seríu og kannski greni í gluggann líka. Leiðinlegt að það verður allt í drasli inni í svefnherbergi yfir jólin því við höfum ekki efni á kommóðunni fyrr en eftir jól en þá er bara að loka hurðinni og vera fljótur að gleyma! :D Verð reyndar með bókakassa í stofunni líka þangað til eftir áramót en þá á líka að kaupa eina hillu enn. Úff kaupa kaupa kaupa!!!

Fór í yndilsega heimsókn til Dönu og Sverris í gær, Dana tók að s jálfsögðu vel á móti mér og fyllti borðið af góðgæti og ég tróð mig út, var frekar þung á mér þegar ég fór heim. Svo var loksins farið í Bónus í dag og ísskápurinn hálffylltur og geymsluskápurinn troðfylltur. Get nú ekki haft allt tómt þegar ég yfirgef karlinn í næstu viku. Svo hringdi Herdís og við fórum á Vegamót og fengum okkur smá að narta og svo langan jólarúnt alveg út um allt, vesturbæ, Skeljanes, Hafnafjörður og allt þarf á milli. Okkur tókst meira að segja að villast á Völlunum í Hfj, enda auðvelt að ruglast því það er hringtorg á 50 m fresti!! :S

Sit núna bara og hef það gott, hlusta á jólalög og röfla í Gunnarnum mínum, hann er svo þolinmóður þessi elska. Held reyndar að hann heyri e kki helmingin af því sem ég segji, þarf amk oft að segja HA?!?! þegar ég vill fá svar...