fimmtudagur, október 28, 2004

...kerlan mætt á borgarbókasafniðí Kringlunni til að þvælast aðeins um á netinu og ná sér í eitthvað spennandi að lesa í nótt svo það verði alveg örugglega ekki sofið neitt. Sólarhringurinn er frekar skakkur þessa dagana en þetta er allt að koma. Það er reyndar allt frekar skakkt hjá mér þessa dagana en allt er að komast á rétt ról. Var næstum búin að klúðra skólanum einu sinni enn en tókst að redda því sem betur fer. Er ekki viss um að ég hefði meikað eitt klúður í viðbót!!

Smá sjokk í morgun, var að pæla í hvort það væri alveg hellings rigning úti ekki spurja mig afhverju samt. Leit út um gluggann og allt var hvítt og friðsælt en ég fékk hroll í beinmerginn og kúrði mig svo langt undir sæng að ég ætlaði aldrei að geta vakanð aftur. En snjórinn var amk farinn þegar ég vaknaði sem vekur upp spurningar eins og "ætli konan geti laggst í dvala í vetur??"

Sjitt hvað ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég hlakka til að fá netið, er komin meðþað mikil fráhvarfseinkenni að ég beið og beið í nótt eftir að komast í almenningstölvuna þar sem ég bý. Var einhver í henni sem ætlaði aldrei að hætta, en sú ósvífni!!

Annars ætla ég að auglýsa eftir upplýsingum, hvar finna konur menn sem eru myndarlegir, skemmtilegir, góðir og barnlausir??? Gústi segir að það gerist bara í skáldsögum og kvikmyndum og hjá Krossinum vona að það sé ekki satt...

...leitin hefur formlega byrjað...
...þá er konan flutt á Grensásveg og hefur það bara helvíti fínt í lítilli stúdíóíbúð á hálfgerðum nemendagörðum. Sit frami á gangi og nota almenningstölvuna en fæ internetið inn til mín um mánaðarmótin og sjitt hvað ég hlakka mikið til. Svo sem alveg hellingur að frétta en veit ekki hvort ég nenni að vera að segja frá því öllu. En eitt get ég sagt ykkur og þa er að það er alveg hellings vesen að flytja á milli landa og vera ekki einu sinni staddur í landinu sem flutt er frá þegar flutt er!! Meikar þetta einhvern sens hjá mér?? Þetta er búið að vera alveg helvítis bras og leiðindi og ekki alveg búið ennþá sko en það gerist samt vonandi fljótlega. Annars er jafn kalt í Reykjavík og það var í minningunni enda neyddist konan til að fara og kaupa sér úlpu sökum þess að hennar úlpur höfðu það bara næs í Sverige. Þetta var besta afsökun sem ég hef haft til að kaupa mér föt og þar af leiðandi er ég að hugsa um að senda reglulega helminginn af fötunum mínum í ferðalög og þá meina ég fötin sem eru nothæf!! ;)

Ætti kannski að koma mér í bólið svo ég snúi sólarhringnum ekki alveg við. Hef reyndar afsökun fyrir þessum viðsnúningi núna því ég er búin að vera með einhverja helvítis flensu en reyndar ekki hugsað neitt voðalega vel um mig á meðan. Þurfti að flytja og mæta í kökuboð og mæta í slátur, versla nauðsynjar og ég veit ekki hvað og hvað.

Hefði aldrei trúað því hvað msn leysi hefur mikil áhrif á mig. Ég sakna þess alveg hrikalega og varð fyrir miklu áfalli þegar ég uppgötvaði að msn-ið í þessari tölvu er svo úrelt að það e rónothæft og ekki hægt að uppfæra það nema vera sá sem öllu ræður hérna. Að sjálfsögðu ætti það að vera ég en því miður fær konan næstum ekkert þessa dagana af því sem hún vill!! :( En þið öll verðið að fara að liðka puttana því daman kemst á msn fljótlega og þá vill hún fá að frétta allan skítinn og sorann og tja kannski smá af ykkar persónulegu málum! ;)

Þangað til seinna...