mánudagur, október 31, 2005

...ég er eiginlega ennþá lasin og orðin frekar leið á þessu. Kvefið er mikið og er byrjuð að hósta, Gunnar er farin að kalla mig Snörlu sem ég er ekki alveg sátt við! Var auðvitað bara heima um helgina og hafði það eins gott og hægt var, spjallaði við mömmu í símann því kerlan átti afmæli á laugardaginn og horfði svo á Veronica Mars á dvd. Gunnar og Bjössi fóru í Halloween-partý en voru báðir stilltir strákar og komu snemma heim og elduðu sér pasta! :)

Gerist auðvitað ekki mikið þegar maður fer ekki út úr húsi, fór samt í mat til tengdó í gærkvöldi og fyllti mallann af kjúlla og meðlæti *slurp*, kom svo heim og fór að sofa klukkan 22.´

Vá hvað þetta er óáhugavert blogg...

þriðjudagur, október 25, 2005

...ligg hérna heima og hef það skítt, er auðvitað orðin lasin einu sinni enn og allt Bjössa að kenna sem smitaði mig. Var allt í fína í gær og svo í dag bara sárlasin með vont bragð í munninum. Svaf líka alveg hörmulega, alltaf að vakna og það við hluti sem ég er vön að sofa eins og steinn yfir eins og ruslabílnum. Var alveg að klikkast í morgun á hávaðanum í honum!! Skrapp samt í elskuðu Melabúðina mína áðan dúðuð í ullarbuxur og ullarpeysu og allan pakkann og keypti mér að drekka, borða og sterkan brjóstsykur. Hitti Binnu gömlu bekkjarsystur mína þar og spjallaði auðvitað við hana sem var bara gaman, hef ekki séð hana geðveikt lengi. Hef svo bara legið í rúminu og horft á dvd, var að enda við að klára Escaflowne - the movie sem var ekki nærri því eins góð og þættirnir en ágæt samt. Held ég hefði samt ekki lagt í hana ef ég væri ekki búin að glápa á alla þættina, vantaði mikið útskýringar og persónusköpunin ekki alveg nógu góð.

Skrapp í partý til Everts á laugardaginn með Gyðu og Klemensi og svo komu Madda, Dana og Sverrir þangað. Ég skemmti mér ofboðslega vel og dansaði eins og brjáluð manneskja á 22, var eitthvað svo akkúrat eftir partýið að það var ekki einu sinni splæst í bjór á barnum heldur bara fengið sér vatnsglas. Er að verða svo þroskuð hahahahaha!! ;) Strunsaði svo alveg á milljón heim og er ekki frá því að smá beinhinmubólga hafi látið á sér kræla eftir það. Gunnar hefur ekki roð í mig þegar ég tek strunsið, rassinn inn, brjósin út, hakan upp, af stað og svo sést bara reykur!

Svo er bara að fara að finna búning fyrir hrekkjavökupartýið sem ég held að verði 5. nóvember. Ég hlakka voðalega mikið til en ég er alveg voðalega slæm að finna búning, er svo hugmyndasnauð. Reyndar hefur Gyða verið dugleg að koma með hugmyndir en ef þið sem lesið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir sem er ekkert svo erfitt eða dýrt að framkvæma látið mig þá endilega vita! :)

Ætla að fara að fá mér blóðmör, það hlýtur að vera rosalega hollt þegar maður er lasinn, allt þetta járn og svona...

mánudagur, október 17, 2005

...fór á Flightplan á laugardaginn í Háskólabíó. Myndin var nokkuð góð en öðruvísi en ég hafði búist við. Salurinn var hrein hörmung, ekki tjaldið sjálft eða hljóðið kannski en sætin - jesús minn almáttugur!! Þau eru lítil og þröng, ég var að kremjast á milli Hildar Jónu og Örnu og ekki eru þær nú stærstu konur í heimi og ég sem næ ekki alveg að slefa í 165 cm ( er 163,7) var með hnén alveg í sætinu fyrir framan mig og svo eru engin statíf fyrir glös eða flöskur sem er undarlegt því það mundi nú aldeilis vera gott fyrir nemendur á fyrirlestrum að geta geymt vatnsflöskuna eða kókið þar. Hneyksl og meira hneyksl og mig langar aldrei aftur að fara í stóra salinn í Háskólabíói! Aldrei!! ALDREIIII!!!!

Átakið byrjar vel með harðsperrum og fylgikvillum og hádegisferð á KFC í dag *roðn*! Var búin að vera að deyja úr löngun í KFC síðan um helgina og Gunnar bauð mér í hádeginu. Þvílíkt hvað hugurinn gabbar mann aftur og aftur í að kaupa svona skyndibitaruslcrap, í minningunni er þetta alltaf svo gott en þegar maður byrjar að gæða sér á þessu er þetta ekkert eins gott. Maður verður of saddur en ekki "gott" saddur eins og af hollum mat, heldur þungur og asnalegur. Svo fær maður klígju og velgju og vonda samvisku yfir hvað þetta er dýrt. Æji þið þekkið þetta sennilega flest öll!

Ætla í ræktina á morgun en ekki á skyndibitastað svo mikið er víst. Stefnan sett á hlaup og svo BodyBalance og hinn daginn ætla ég í BodyPump. Svo er bara að setjast niður og plana hina dagana en næsti laugardagur er sko upptekinn því þá ætla ég aftur í afró og verða sterk og stollt kona sem er ánægð með það sem hún hefur...

laugardagur, október 15, 2005

...ég hlýt að vera orðin gömul því ég vaknaði 2x í nótt til að pissa og glaðvaknaði svo klukkan 6:30. Ég sem píndi mig til að vaka til miðnættis í gær svo ég gæti sofið vel í nótt (vaknaði sko líka snemma í gær en ekki fyrr en að verða 9 samt!). Eftir að hafa ráðið krossgátur og spilað mini-golf í gemsanum var kominn tími á að ná í Fréttablaðið, fá sér seríós og senda Gyðu sms um að ég kæmi með henni í ræktina. Hún var að fara í afró-dans svo ég, sem þoli ekki eribik og þannig, skellti mér með en var samt með kvíðahnút í maganum yfir þessu og var næstum farin á brettið í staðinn. En sem betur fer píndi ég mig í tímann og váví hvað þetta var gaman, miklu grófari spor en í ógeðis eróbikinu og mikill hraði og sviti og trommur og allt bara. Ætla aftur næsta laugardag, skemmtilegt að brjóta brennsluna aðeins upp! :)

Vonir mínar rættust og ég er að fara í bíó og kaffihús með Hildi Jónu og Örnu í kvöld. Verð að viðurkenna að ég hlakka voðalega mikið til að hitta þær og komast að hvað er að gerast hjá þeim og drekka sweet sweet coffee!! :D

Er orðin voðalega þreytt og langar svo að leggja mig, bara svona pínu smá en held að það sé eiginlega alveg bannað. Nenni ekki að lenda í eins og á fimmtudaginn þegar ég rotaðist svo að hvorki ótal símtöl né Gunnar gátu vakið mig. Ég, sem aldrei þessu vant gat valið um tvennt til að eyða tímanum í gerði hvorugt en get huggað mig við að mig dreymdi amk skemmtilega! Hmmm var ég búin að skrifa þetta?? Æi man það ekki *hux*, sko ég sagði ykkur að ég væri orðin gömul...

föstudagur, október 14, 2005

...í dag var ég hetja og reif mig á lappir fyrir klukkan 9 og skellti mér í ræktina með frænku gömlu og púlaði í jógalates. Skellti mér svo á árskort og stefni á að mæta aftur á morgun en slappa af á sunnudag. Já ég finn að þetta er allt að koma!! :) Það varð reyndar svolítil auka líkamsrækt í labbformi hjá mér því við Gyða fórum í Kringluna eftir að hafa hesthúsað seríósi og léttmjólk, fylgdi svo Gyðu í vinnuna og ætlaði að labba niður á Hlemm. Var svo að tala í símann við Hildi Jónu og ákvað að labba aðeins lengra, skellti mér svo inn í bókabúð og aðra bókabúð og búbbs skiptimiðinn var útrunninn (hann gilti í ekki litla tæpa 2 tíma) svo ég var að labba alla leið á Neshagann. Það var reyndar voðalega hressandi svona í haustveðrinu og velklædd!! :)

Á morgun er stefnan sett á að hitta Hildi Jónu og kannski Örnu og gera eitthvað skemmtilegt eins og bíó og kaffihús. Vona bara að það verði eitthvað úr þessu því það er langt síðan ég hef hitt þær almennilega. Hmmm ætti kannski að ath hvað er í bíó bara svona til öryggis...

fimmtudagur, október 13, 2005

...heij Spider-man 2 var svo bara mjög skemmtileg, ég þurfti greinilega bara að koma mér í "horfa á eitthvað" stuðið! :) Það er allt leiðinlegt ef maður nennir ekki að gera það og það vitum við öll.

Á aðfaranótt sunnudags þann 11. október eignuðust besti vinur hans Gunnars og Stebba konan hans strák. Við brunuðum í gær að kíkja á gripinn og ji minn eini hvað hann er lítill og sætur, ekkert krumpaður eða rauður bara ofboðslega fallegur. Undarlegt að sjá þetta kríli sem er 14 merkur og vita að ég var miklu minni eða aðeins 11 merkur. Við eigum reyndar eftir að kaupa sængurgjöf handa honum og það er á dagskránni á næstunni og hef ég ákveðið að ég fái að ráða en Gunnar að borga!! ;) Góð skipti ekki satt??

Ég hef verið að spila mikið í GameBoy Advance tölvunni minni upp á síðkastið Gunnari til mikillar ánægju því þá getur hann sökt sér í World of Warcraft á meðan og ekkert tuð í kerlunni. Er orðin alveg húkt á leik sem heitir Super Mario World, svo húkt að ég bara verð að gera öll aukaborðin og finna auka útganga og allt þetta dótarí. Verst að ég er frekar léleg og virðist ekkert verða betri með æfingunni en jæja ég hef amk gaman að þessu þó mig langi stundum að grýta tölvunni í gólfið og það berist djöfulleg óhljóð frá mér.

Spurning hvort ég komist í ræktina í dag, hef verið allt of lengi á leiðinni að kaupa mér kort og þða virðist allt eitthvað "koma uppá" þegar ég ætla að skella mér af stað! ;) Held að þetta heiti leti á hreinni á íslensku en ég hugsa þó amk um að gera eitthvað ólíkt mörgum...

þriðjudagur, október 11, 2005

...er búin að horfa á hálfa Spider-man 2 og er ekki að nenna að klára hana en æla að pína mig til þess eftir þetta blogg. Hún er örugglega fín en byrjar mjög hægt og ég er eitthvað svo eirðarlaus að ég hef enga þolinmæði til að festa mig yfir henni. Var annars í mat úti á Nesi áðan eins og svo oft áður, vorum að hjálpa til við að borða afgangana frá því á sunnudaginn en þá var okkur boðið í hangikjöt og alles bara eins og á jólunum *slurp*. Í dag vorum við samt svo heppin að fá smá slátur með líka og váví hvað mér finnst blóðmör góð *nammi namm*, verð að kaupa mér blóðmör við tækifæri.

Annars svo sem ekkert að frétta frekar en venjulega nema jú ég mæli með myndinni Crash sem skartar fjölda þekktra leikara í aðalhlutverkum. Skellið ykkur á leiguna og takið þessa ef ykkur langar að sjá alvöru mynd, þið verðið ekki svikin!!!

En well, aftur í Spider-man...