föstudagur, apríl 29, 2005

...stórt afmæli á morgun og ég bara á bömmer uppi í rúmi í dag. Er ekkert leið yfir að verða eldri heldur vegna þess að ég ímyndaði mér alltaf að þetta yrði sérstakur dagur og svo virðist bara alls ekki ætla að verða. Ekkert planað, engar kökur, engin veisla eða partý, ekki neitt. Ætti amk að geta gert mér glaðan dag með því að kaupa hinar langþráðu núðlur á Núðluhúsinu sem enginn vill borða með mér. Get kannski fengið spádómsköku með kerti á í eftirrétt. Æj verð að hætta að vera svona leið, hlutirnir verða ekkert betri þó það sé volað yfir þeim. Svo endar 25 ára afmælisdagurinn minn örugglega með að vera einhver besti dagur sem ég hef upplifað! Eða hvað haldið þið...

þriðjudagur, apríl 26, 2005

...kerlan bara heima hjá sér enda kominn tími á að þvo smá þvott. Dökkt varð fyrir valinu enda á ég mjög erfitt með að þvo ljóst á undan dökku, veit ekki afhverju en það lætur mér líða illa. Ok ég er crazy og ekki orð um það meir! :)

Nammikvöld í kvöld sem er *hóst hóst* vægast sagt óvenjulegt. En núna er breyting á því ég er að fara í baðhúsið í fyrramálið í Pilatesleikfimi, gaman að prófa það og örugglega gott til að koma sér af stað. Þess vegna var alveg nauðsynlegt að skella sér í EuroPris og kaupa bestu sterkumola í heimi til að halda upp á þennan merka áfanga. Ég er farin að sjá fram á að geta notað slatta af draslinu í fataskápnum mínum í sumar, pils og sumar bolir!! Úje sakar ekki að vera bjartsýn!!

Svo er bara afmælið mitt á laugardaginn, stórt stórt afmæli. Fékk að vita að ég mundi vakna hrukkótt en ég sé fram á að vera ungleg þar til klukkan slær 18:07 en þá breytist ég í sveskjufés. Gaman að því enda nóg af hrukkukremum á markaðnum til að prófa. Verst að ég ætla ekkert að halda upp á afmælið strax en vonandi í maí eða júní eða kannski bara júlí! ;) Veit bara ekki alveg hvað ég á að gera af mér á afmælisdaginn en ég hlýt að finna mér eitthvað til dundurs...

mánudagur, apríl 25, 2005

...margt skemmtilegt búið að gerast á Neshaganum í dag og við Bogi í hálfgerðri gleðivímu eftir mjög misjafna brandara um hluti sem eru ekkert endilega blogghæfir. Skemmdarfísnin var líka við völd og var amk einni mús stútað!

Öppdeit eftir helgina: Gott en fámennt fyrirpartý og svo dansi dansi á 22 við gömul júróvísíonlög og aðra góða slagara á föstudaginn. Seinna tók svo dramadrottningin sér enn einu sinni bólfestu í líkama mínum og fór hamförum á Laugarveginum, verð að fara að finna góðann særingarlækni því þetta gengur ekki lengur.

Fyndni kvöldisns gerist á dansgólfinu þegar ég er að velta fyrir mér hverjir dj-arnir séu.
Ég við Gyðu: Eru þetta þarna Klink og Bank?
Gyða: Ha? Þetta er bara eitthvað gamalt júróvísíonlag...
Ég: Nei ég meina dj-arnir, hvað heita þeir? Led og Zeppelinn?
Gyða: Ha? Ég veit það ekki!
Ég: Æj ohhh hvað heita þeir aftur?? Bang og Olufsen??
Gyða: Veit ekki meir...
Ég: Jú þeira heita örugglega Pink og Floyd

Sem var að sjálfsögðu rétt!!

Laagardagurinn fór í mikinn lúa, hláturskast og aftur og aftur og aftur og líka á Pizza Hut með Gyðu og Klemensi þar sem við grenjuðum úr hlátri, vonandi við mikla kátínu alls barnafólksins sem var mætt á staðinn. Illt í magann af pizzunni og slæmur svefn.

Sunnudagur: Alltaf að vakna við *bölv og ragn* kirkjuklukknanna, hver fe rí kirkju? Er bara verið að hringja þeim svo þeir sem fara seinnt að sofa og jafnvel hafa fengið sér í glas kvöldið áður geti alls ekki sofið? *Hux hux*. Fullt af hangsi með Gyðu og Klemensi þar sem Rúmfatalagersverslanir borgarinnar voru þræddar. Matur hjá tengdó um kvöldið og svo Sahara í bíó. Steinsofnaði svo við að horfa á World of Warcraft og lét víst öllum illum látum í svefni.

Já skemmtileg skemmtileg helgi svona amk að mestu leyti.

Markmið vikunnar: Að fóðra kirkjuklukkurnar að innan með hljóðdeyfandi efni, kannski svampur virki?? Svampur Sveinsson...

föstudagur, apríl 22, 2005

...konan er hrein og fín og að bíða eftir kaffinu sem Bogi ætlaði að laga fyrir klukkutíma. Hann steingleymdi því og ástæðan var sú að ég var ekki nógu dugleg að nöldra!! Yfir öllu er nú hægt að kvarta hahahaha! :D Ég er samt voðalega svöng enda ekki borðað neitt almennilegt í 2 daga, bara verið eitthvað að narta enda verið fáveik eins og er venjan svona aðrahvora viku. Þetta hlýtur nú að fara að hætta, geta ekki verið til mikið fleiri flensur.

Var að sjá að Baðhúsið (og öll hin húsin) eru að auglýsa sumarkort á 11.900kr sem gildir til 25.ágúst. Ekki slæmur díll og ég ætla að skella mér á eitt svona svo ég geti hætt að væla yfir að hafa fitnað og farið að gera eitthvað í málinu. Úúúú bara farin að hlakka til að máta mig við allskonar tæki og tól.

Langar að brasa eitthvað um helgina en veit ekki hvað. Heyrist á öllu að það sé kominn djammfýlingur í Gunnar enda gerði ég mitt allra besta að smita hann vægt af öllum flensunum og passa að hann yrði veikur um helgar! Íhíhíhíhíhí!!

Gyða og Klemens eru alveg að koma að sækja mig,þau eru að keyra hjá sundhöllinni. Samt eins gott að þau komi ekki áður en kaffið verður tilbúið, væri synd að missa af því.

Madda farðu svo að koma á msn...

miðvikudagur, apríl 20, 2005

...þá er ég komin heim í skítaholuna mína. Hef varla stoppað hérna lengur en 5 mínútur upp á síðkastið svo það er fullt af ryki, þungu lofti og dóti á vitlausum stöðum hér. Þunga loftið er reyndar alveg að fara, opnaði gluggan alveg upp á gátt en þá bíður hitt mín bara! Uss reyni amk að sýna lit og hennti í þvottavél en held að þrif bíði eitthvað aðeins lengur, svona pínu pons! Er með svo mikinn hausverk að ég nenni ekki að hlusta á röflið í ryksugunni í dag.

Sé fram á rólegt kvöld ein heima, Gunnar er að fara að nördast eitthvað með nördafélögum sínum. Ég er að hugsa um að leygja bara stelpuspólur og hafa það nice með kristal, saltstangir og smá ís. En byrja ekki á ósaómanum fyrr en eftir að hafa horft á Americas Next Top Model, nenni ekki að vera að gúffa í mig rjómaís meðan verðandi fyrirsætur spígspora um skjáinn hjá mér. Held samt að einhverjir ætli að spóka sig á djamminu en ég er ekki alveg að meika það í dag, amk þarf eitthvað mjög drastíkt að gerast til þess að mín gelli sig upp og spígspori niður Laugarveginn.

10 dagar í stóra daginn!!! Á ég að reyna að halda upp á hann strax eða geyma það aðeins eða alveg...

mánudagur, apríl 18, 2005

...þetta blogg er tileinkað Klemensi svo honum leiðist ekki í vinnunni í Garabæ! :) Sko elskan mín ég gleymi næstum aldrei því sem ég lofa! :D

Ágætis helgi lokið. Föstudagurinn fór því miður í djamm, ekki það að það hafi verið leiðinlegt heldur vegna þess að ég breyttist í dramadrottninguna frægu þegar heim var komið og er ég ekkert voðalega stolt af því! Eins gott að Gunnar er þolinmóður eða amk kann að þykjast vera þolinmóður þegar sauðdrukkin ung dama kemur heim svöng og þar af leiðandi ekki mjög kát. Nei akkúrat þetta kvöl var ekkert nógu gott fyrir drottninguna sem var ákaflega fýld og leiðinleg. Ég sagði svo við hann daginn eftir að hann væri heppin að ég hefði ekki drukkið neitt af hvítvíninu sem Klemens var alltaf að reyna að bjóða mér og fékk þá að heyra að ég hefði betur gert það því þá hefði ég sennilega drepist og ekki verið að dramast svona. Maðurinn tilkynnti líka að næst þegar ég kæmi heim í svona ásigkomulagi ætlaði hann að þykjast vera mjög skilningsríkur og faðma mig og þegar í faðminn væri komið fengi ég högg á hausinn svo ég mundi rotast og sofa vært fram eftir degi. Alltaf gott að vera með svona á hreinu þó mér litist betur á mína eigin hugmynd, að hann væri með klóróformflösku og tusku á náttborðinu til að svæfa mig! :)

Mmmmm laugardagurinn var góður, svefn, illt í hægri fætinum (ekki eins gott) og Eldsmiðjupizza með sjávarréttum. Svo var bíó með Gyðu þar sem við sáum Vin Diesel beran að ofan *hamana hamana* í The Pacifier sem er bara mjög fyndin og skemmtileg mynd þó hún sé auðvitað asnaleg líka enda Disney "spenna".

Smá leikþáttur:
Viðkomandi kemur fram í eldhús þar sem ég og 2 aðrir erum að spjalla.
Viðkomandi: "Hérna 21. er það 1.maí?"
Við hin: Störum á hann með hissasvipunum okkar og svo Bwahahahahahahahahaha hahahahahahahahahahahahaha
Viðkomandi: "Æ nei, ætlaði að segja er það sumardagurinn fyrsti?"

Þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt á árinu og er ennþá að hlægja af þessu. Snilldin ein þegar fólk missir eitthvað svona út úr sér þó það viti alveg betur. Hef sjálf lent nokkrum sinnum í svona en ætla ekki að fara að tíunda það hérna...

þriðjudagur, apríl 12, 2005

...undur og stórmerki gerast enn, ég er lasin!! Algjör bömmer, finnst ég búin að vera lasin síðan síðan í október. Kannski er staðurinn sem ég bý á með húsasótt og ég hef smitast?? Æ leiðinlegt! Hef eytt þeim tíma af deginum sem ég hef verið vakandi í tölvunni hans Gunna að spjalla við góða vini á msn, það klikkar aldrei. Hef fengið amk tvær gleðifréttir,önnur voru í e-mail formi og svo spjalli við góða vinkonu og hinar eru þær að ég fæ eitthvað feitt og saltað að borða í kvöld sem mig hefur dreymt um síðan í gær. Ætla að stelast út í góðaveðrið dúðuð í ullarpeysu, húfu, vettlinga og úlpu og kjamsa á einhverju góðgæti. Mmmmmm salt, ég elska það!! Madda manstu þegar þú ofþornaðir við að smakka frönskurnar mínar á McDonanalds, talaðir um það helmingin af leiðinni heim úr bænum á milli þess sem við ræddum um Finnlandsdvöl og sumarvinnu þar! :)

Ætti kannski að gera mig aðeins girnilegri áður en ég legg af stað á vit veitingastaðaævintýranna. Vill helst ekki að mér verði hent út af staðnum eða að fólk missi matarlystina. Er í of stórum og slitnum 9 ára gömlum íþróttabuxum, einstaklega klæðilegum gulum pólóbol merktan jókernum sem ég fékk frá Lottó þegar ég vann í Shell og gamalli peysu af Gunnari sem hann er hættur að nota. Má svo auðvitað ekki gleyma andfýlunni, úfna hárinu og glansandi húðinni sem prýðir mig í dag. Haldiði að mér sé viðbjargandi...

laugardagur, apríl 09, 2005

...jeij náði að stela tölvunni meðan Gunnar *ehemmm* skrapp frá! :) Hef verið mjög stillt það sem af er helginni, skrapp aðeins til Klemensar í gær í spjall og smá bjór og var þar fram á rauðan morgun en stóð alla vega í lappirnar þegar ég leigubílaðist heim í hlýja bólið. Dagurinn í dag virðist ætla að komast í minningabókina sem átdagurinn mikli þar sem var étið án þess að vera svangur!! Oj oj oj fæ viðbjóð á sjálfri mér við tilhugsunina! :S En á mánudaginn byrjar nýr lífstíll einu sinni en og sundlaugin fær að njóta samvista við mig. Heppin!!! ;) Stutt skref í átt að betri líkamlegri og andlegri heilsu en skref þó og í rétta átt aldrei þessu vant!!! Þetta mun koma, markmið vikunnar að fara amk 3x í sund. Gott markmið ekki satt?

Hmmmm er að reyna að ákveða yfir hverju ég á að hanga í kvöld. Flestir verða sennilega gapandi hissa þegar ég tilkynni hér með að ég nenni ekki að horfa á Gunna spila World of Warcraft fram á nótt. Oj mig sárvantar áhugamál, uppástungur?? Einhver...

þriðjudagur, apríl 05, 2005

...ég er að deyja úr hungri en því verður kippt í liðinn vonbráðar. Dana og Jóndi eru á leiðinni til mín og við ætlum að borða eitthvað rosalega gott og *hóst hóst* hollt!! Fór í sund í gær eins og ég ætlaði mér en vá hvað það var erfitt að labba af stað. Var komin út með töskuna og var að hugsa um að hoppa bara upp í strætó og heim á leið en fannst þá önnur skálmin á buxunum mínum vera aðeins of þröng og lét mig hafa það að mæta á stefnumótið við sjálfa mig. Hélt svo að ég mundi deyja í sundlauginni en svo varð ekki og ég synti mína 2 km og bara nmjög sátt við það. Næsta sundferð er svo plönuð á morgun og svo reglulega á næstunni. Nenni ekki að vera með rosalegt langtímamarkmið því þá verð ég bara svekkt svo fyrsta smámarkmiðið mitt er að mæta reglulega í sund í apríl. Nokkuð gott ekki satt?? Best að reyna að hemja sig í átinu á eftir svo að sundið virki nú eitthvað á mig.

Ok, er farin að hanga þar til Dana rennur í hlaðið á kagganum sínum. Netið, ó netið mitt kæra, hvar væri ég án þín...

mánudagur, apríl 04, 2005

...rólegheitin eru bestu heitin sagði einhver og hef ég haft þau orð að leiðarljósi upp á síðkastið. Hef bara legið og slappað af og haft það gott á Neshaganum. Skrapp reyndar aðeins út með stelpunum á laugardaginn en var mjög róleg og fór snemma heim. Passaði alveg upp á drykkjuna og var bara rosalega stillta stelpan aldrei þessu vant enda kannski alveg kominn tími á það sko *ehemmm*.

Á morgun byrjar svo framhaldsheilsuátakið, sem sagt að byrja að hreyfa sig aðeins. Er löngu byrjuð að reyna að hugsa um matarræðið þó það gangi mjög mis vel! Hef samt verið óvenju góð í namminu, það er að borða lítið sem ekkert af því en nartaði nú samt í smá kex enda ekki hægt að hætta öllu í einu. En allavega þá er sund á morgun og bara harkan sex, nenni ekki að fitna upp úr öllu valdi svo það er best að taka á þessu slabbi strax. Verð að komast í fínu pilsin mín þegar sólin fer að glenna sig framan í okkur!!!

En er farin að kúra mig hjá Gunna og tölvunni, þau eru víst óaðskiljanleg þessa dagana *hrumpf* þó mér hafi tekist að stela henni í smá stund...