miðvikudagur, desember 26, 2007

...þó það séu jól get ég bara ekki sofið út! Þurfti að neyða sjálfa mig til að sofa til 9 í morgun. Þetta er auðvitað ekki hægt og ætti að vera bannað.
Auðvitað var aðfangadagur yndislegur. Bar út kort og pakka, fór í jólagraut, bar út kort með Gyðu, slappaði af, var illt í maganum, sofnaði aðeins, borðai besta jólamatinn, opnaði frábærar gjafir og fékk hele föðurfjölskylduna í heimsókn. Allt eins og það átti að vera fyrir utan magakrampana en það er nú ok fyrst allt hitt var í lagi. Fékk 1 bók í jólagjöf, pasmínusjal, smá glingur, 2x litla care bears, Georg Jensen jólaskraut, tösku, tölvuleik, dvd mynd, bók með myndum af mér og vinum mínum, sokka, inninskó og peninga. Svo á ég 2 pakka í borginni og svo fengum við Gunnar Soda Stream-vél saman frá tengdó. Eins og þið sjáið get ég ekki kvartað yfir þessu, óvenjumargar gjafir og allar voðalega góðar! :) Svo var árlegt jólaboð hjá Lillu og Gunnsa í gær og ég borðaði helling af heitri aspas-rúllu, meina fæ bara svoleiðis einu sinni á ári. Fór svo heim og lagði mig til...11 um kvöldið...ahhhh gott að lúlla. Smá jólarúntur með Gyðu og Klemensi og svo bara að kveðja Gyðuna sem er á leiðinni aftur til Danmerkur að hitta ástina sína einu og fara í skóla. Í dag hefur verið afslöppun en ekkert lúll, skrapp til ömmu og hef svo bara hangsað yfir tölvuspili og sjónvarpi. Er samt hætt að hafa þolinmæði í að glápa mikið á sjónvarpið en hver veit kannski lagast það þegar við fáum loksins útsendingu í kjallarann okkar. En samt, er það eitthvað sem maður vill að lagist? Í kvöld koma svo amma og Óli að borða hjá okkur og svo er bara bjór og gaman í alla nótt. Annar í jólum er löglegur djammdagur, held meira að segja að það standi í nýja dagatalinu mínu frá Glitni...


...þessi fór í dag og verður sárt saknað en næ vonandi að hitta hana þó það verði ekki nema einn dagur næsta sumar...



...þessi á afmæli í dag og hennar og familíunnar er líka sárt saknað og maður finnur mest fyrir því á svona stundum en í sumar fæ ég kannski að hitta þau öll... :)

föstudagur, desember 21, 2007

...komin í fjörðinn fyrir löngu síðan, já vikan bara þotin hjá og ég alltaf að bralla eitthvað með foreldrunum. Reyni að vakna snemma en legg mig líka oft eftir hádegið, er svo kósí svona á meltunni þið skiljið. Allt skraut komið á sinn stað, var að enda við að skreyta jólatréið og hengja upp bjöllur og svona dótarí sem var eftir. Foreldrarnir komu ekki seríunni á tréið þannig að bjútíblundurinn styttist aðeins svo ég veit ekki hvort ég verð nógu sæt í kvöld. Er sko boðið í samsæti hjá Klemensi með gamla hópnum, svo er annað samsæti hjá Hersdísi og ég kíkji þangað ef sá gállinn er á mér. Annars var síðasta helgi alveg ágæt bara eða meira en það ef satt skal segja. Jólahlaðborð á Skaftfelli með mömmu og pabba á föstudagskvöldinu þar sem maður þurfti að passa sig á að taka lítið af öllu og það var samt of mikið!! Svo heim að spjalla við Guðlaugu og svo á Láruna að hitta Ívar og fleira skemmtilegt fólk sem fylgdi með í "partý" hjá Óla Mundu. Á laugardaginn var svo pizza hjá Örnu "litlu", bjór og spil og spjall og hlátur og gaman, glens og grín. Svo heyri ég auðvitað í Gunnarnum mínum á hvernjum degi, þurfti aðeins að skamma hann um daginn en venjulega er ég voðalega blíð og góð eins og mín er von og vísa þarf bara stundum aðeins að hvessa röddina svo það sé hlustað á mig. Ekki alltaf nóg að tala bara hátt! En Gúa Jóna tilnenfdi mig víst til að segja 7 staðreyndir um mig svo hérna koma þær:

1. Ég græt af gleði og sorg, gamani og alvöru, teiknimyndum, Sci-Fi og hryllingsmyndum. Þetta er stundum svolítið vandamál en ég er að reyna að sætta mig við þetta "vandamál".
2. Er lík ketti að því leiti að ég get sofið 16 tíma á sólarhring.
3. Get sitið allan daginn ein heima án þess að kveikja á útvarpi eða hlusta á tónlist, þögn er svo afslappandi fyrir svona ofvirkan hug eins og ég hef.
4. Er eyrnalokka sjúk, helst nógu mikið glingur. Á mjöööög stóra hrúgu.
5. Er alltaf að heyra að ég tali bæði hátt og mikið svo það er víst staðreynd líka.
6. Ég get farið út eins og ég stend ef ég þarf þess, ómáluð í arababuxum með skítugt hár og svitalykt. Ekki fallegt en satt, fer þó yfir leitt ekki langt, bara að kaupa mér eitthvað að éta.
7. Svara oft ekki í símann í marga daga og allir fara að fá áhyggjur og lesa inn á talhólfið og hringja í Gunnar. Erfitt en stundum þarf maður bara pásu!

Sko 7 staðreyndir um mig svo allir ættu að vera ánægðir! :) Ég prófa að tilnefna einhverja og vona að þetta haldi aðeins áfram, er svo forvitin! Tilnefni Gyðu, Skytturnar 3 (þær ráða sjálfar hvort þær gera þetta allar eða bara ein þeirra) og Klemens. Keep up the good work...

fimmtudagur, desember 13, 2007

...þá eru flest allt komið ofan í tösku...rnar sem ég tek með mér austur. Vátsí mikið af drasli en ég má það því það eru jól og ég ætla að stoppa svo lengi. Ég hef lengi reynt að vanda mig við að taka lítið með mér sem hefur sjaldan tekist alveg en núna ákvað ég bara að sleppa mér alveg og bara tróð öllu sem mig lysti niður. Allar gjafir líka komnar í hús, en þær eru svo margar að ég þarf að senda kassa með póstinum! Var reyndar að versla fyrir mömmu og pabba líka svo það er ekki bara að ég sé að fara yfir um í gjafakaupum. Svo var kvöldkaffi hjá tengdó, hún útbjó að sjálfsögðu mat fyrir að minnsta kosti 15 manns en við vorum bara 6 sko og svo var hún alveg standandi hissa á öllum afgangum!! Brunað í bíó eftir það að sjá Beowulf í þrívídd, rosalega flott og mikil upplifun og ekki laust við að manni brigði nokkrum sinnum, sérstaklega þegar spjóti var skyndilega otað alveg upp í andlitið á manni. Ég hafði persónulega aldrei farið í svona 3-D bíó áður svo ég var voðalega glöð og ánægð og ekki sakaði að sagan var ekkert leiðinleg heldur, varla dauður punktur þar á ferðinni. Svo það er búin að vera alveg þétt pökkuð dagskrá í dag og morgundagurinn verður eitthvað svipaður. Klipping í fyrramálið, svo að kaupa límband og heim að pakka inn 2 stk gjöfum, út aftur og senda gjafirnar, láta laga myndaalbúmið í tölvunni minni og kaupa mér krem og svo bara *vússssss í 1 klst* og ég bara komin á héraðið og svo *brummmmm* í 20-30 mín og ég bara komin heim á ættaróðalið í faðm fjölskyldunnar. Þetta er ekkert leiðinlegt plan sko...

mánudagur, desember 10, 2007

...alltaf er ég að skirfa á nóttunum. Svaf í allan dag því ég fór á djammið með Herdísi og félögum á laugardaginn. Svo þegar ég vaknaði loksins var ég alveg frá í maganum og sat leeeengi á klóinu með dagblað og fór svo aftur að kúra mig. Var meira að segja svo slöpp að ég kveikti ekki á dvd í tölvunni svo þetta hefur verið frekar slæmt. Föstudagskvöldinu var varið í rólegheit, verslað smá í Smáralind, lesið hann/hún og Cosmo og svo bara í rúmið. Ætlaði nú heldur ekkert út á laugardaginn en eftir fegurðarblundinn sem ég tók um kvöldið var ég bara í einhverju stuði til að sýna mig og sjá aðra. Ég skellti líka jóladúkum á sjónvapsbekkinn og stofuborðið, setti upp jólatréð, gerði aðventudstjaka og kveikti á aðventuljósinu svo nú er voða jóló hjá okkur. Keypti líka jólahafra/geitur í Söstrene Grene, 3 stærðir og kostaði samtals um 1000 kallinn. Mjög billegt og skemmtilegt! :) Ég er að minnsta kosti sátt við mitt, langar auðvitað að hafa allt undirlagt í jólakskrauti en íbúðin ber það sem komið er alveg ágætlega. Ahhhh gleymdi skreytti líka kaktusinn með rauðu pakkabandi og litlu gullskrauti sem amma gaf mér, hengdi afganginn út í glugga...

fimmtudagur, desember 06, 2007

...jæja var aðeins að taka til á blogginu mínu, setja myndir og svona og er bara nokkuð ánægð? Hvað finnst ykkur um þetta? Lagaði linkana fyrir svolitlu síðan og svo bæti ég myspacinu inn þegar það verður tilbúið, er alls ekki notendavænt forrit!!! Er orðin dauðþreytt enda klukkan orðin rúmlega 3! Þetta er samt búið að vera notalegt kvöld, fyrst hittingur og rúntur með Herdísi, svo langt spjall við mömmu og pabba og svo að lokum tölvudund og spjall við Gunnar og undir hljómuðu jólalög. Er búin að hlusta á 108 jólalög í kvöld!

Svo er það mynd af dísinni minni góðu...


Herdísin mín góða passar upp á lúkkið, er hún ekki sassy?

miðvikudagur, desember 05, 2007

...helgin var í rólegri kantinum, dvd og nammi og snemma að sofa. Það var ákaflega gott og þarft og ég er fegin að enginn hafði fyrir því að ná mér út á lífið enda er ég aldrei þessu vant næstum því viss um að það hefði ekki tekist!

Er aðeins byrjuð að jólast hérna heima. Fór í Ikea og Rúmfó með Klemensi um daginn og keypti aðventuljós, 2 dúka og kerti til að setja á aðventudiskinn. Það verður ekki mikið um skraut í ár en eitthvað smá samt. Ætla að fara að taka stofuna í gegn og setja upp litla tréið mitt og svoleiðis, ætla samt ekki að segja að ég geri það á morgun því þá geri ég það alveg pottþétt ekki á morgun! Jólaði smá til í eldhúsinu í dag, setti dúk á borðið og mandarínur í skál. Eldhúsið er svo lítið að þetta var alveg nóg til að gleðja mig! :) Ætla samt að setja seríu og kannski greni í gluggann líka. Leiðinlegt að það verður allt í drasli inni í svefnherbergi yfir jólin því við höfum ekki efni á kommóðunni fyrr en eftir jól en þá er bara að loka hurðinni og vera fljótur að gleyma! :D Verð reyndar með bókakassa í stofunni líka þangað til eftir áramót en þá á líka að kaupa eina hillu enn. Úff kaupa kaupa kaupa!!!

Fór í yndilsega heimsókn til Dönu og Sverris í gær, Dana tók að s jálfsögðu vel á móti mér og fyllti borðið af góðgæti og ég tróð mig út, var frekar þung á mér þegar ég fór heim. Svo var loksins farið í Bónus í dag og ísskápurinn hálffylltur og geymsluskápurinn troðfylltur. Get nú ekki haft allt tómt þegar ég yfirgef karlinn í næstu viku. Svo hringdi Herdís og við fórum á Vegamót og fengum okkur smá að narta og svo langan jólarúnt alveg út um allt, vesturbæ, Skeljanes, Hafnafjörður og allt þarf á milli. Okkur tókst meira að segja að villast á Völlunum í Hfj, enda auðvelt að ruglast því það er hringtorg á 50 m fresti!! :S

Sit núna bara og hef það gott, hlusta á jólalög og röfla í Gunnarnum mínum, hann er svo þolinmóður þessi elska. Held reyndar að hann heyri e kki helmingin af því sem ég segji, þarf amk oft að segja HA?!?! þegar ég vill fá svar...

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

...mér er illt í mænunni...
í orðsins fyllstu merkingu, hlýtur að vera lægð yfir Íslandi...eða what ever...!!! Er vöknuð snemma að venju *hóst*, hef reyndar verið að vakna snemma undanfarið en verð svo þreytt á þessu annaðslagið að ég sef í svona sólarhring á milli, er það ekki bara sniðugt?? Jújú. Borðaði súkkulaði rúsínur í morgunmat og það var gott, er á svo miklum túr að ég á það alveg skilið, held að pampers sé málið í dag! Er að bíða eftir að geta farið að vekja manninn minn því ég er að vera einmanna, búin að hanga í tölvunni í 2 tíma. En hann má víst sofa út því fyrirlestrinum í morgun var aflýust, heppni og einmitt þegar ég var búin að vera með rosalega ræðu um að vera duglegur í skólanum. Var að reyna að hringja í múttu mína áðan svo við gætum fengið okkur morgunkaffi saman en hún svaraði bara ekki, hefur örugglega þurft að fara á aukavakt, alltaf nóg að gera í HSA - eldhúsi. Fer alveg að ákveða hvenær ég fer austur, fékk fréttir í gær um að læknirinn sem tók við af lækninum mínum tók ekki við öllum sjúklingunum hans. Hefði kannski verið hægt að láta vita aðeins fyrr því ég er búin að reyna að vera að fá tíma síðan í lok ágúst!!! Svo nú get ég leitað eitthvað annað og þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu þegar ég panta flugfarið mitt. Vildi bara óska að Gunnar kæmist með austur en hann ætlar að vera geðveikt duglegur að læra og svo geðveikt duglegur að vinna á jólamarkaðinum hjá Nexus svo hann eigi fyrir fallegum jólapakka handa konunni sinni. Hahahaha skrifaði fyrst fólapakka, ég er líka óttalegt fól...

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

...þreif hvorki baðherbergið né fór í Bónus í gær sökum magakvala, var bara alveg frá og leið eins og ristillinn væri að reyna að komast út. Frekar óskemmtilegt eitthvað! Í sárabætur bauð Gunnar mér á rúntinn um kvöldið og það var bara hressandi. Ég hlakka til þegar verður komið upp meira af svona fallegu dúlleríi. Verst að geta ekkert skreytt sjálf, bý í niðurgröfnum kjallara en ég held að þau hérna fyrir ofan séu nú eitthvað byrjuð á þessu svo þetta er ekki alveg ónýtt. Ætla samt að reyna að koma upp aðventuljósi ef þetta lága sem ég sá í jólabæklingi Ikea er ennþá til, þessi venjulegu "húsa" aðventuljós eru held ég of stór fyrir gluggana hérna...eða hvað? Var að hækka á ofninum í stofunni, fannst vera orðið eitthvað svo kalt hjá okkur, kannski ekki nema von þar sem það voru mínus 7 þegar ég var úti. Ég er farin að hlakka alveg svakalega til að fara heim um jólin, get varla beðið og langar helst að fara bara á morgun en á móti langar mig ekkert að fara frá honum Gunnari alveg strax. Þetta er snúið! Er samt að hugsa um að vera lengi, kannski svona mánuð, þá hlýtur þessi Seyðisfjarðarþrá aðeins að minnka. Gunnar var reyndar að spurja hvort ég yrði ekki heima þegar við eigum 3ja ára afmæli þann 15.janúar svo kannski er hann að bauka eitthvað karlinn *spennt*. Jæja ennþá rúmur mánuður í það svo það borgar sig ekki að vera að hugsa um það alveg strax. En ég er orðin svo spennt að gefa Gunnari jólagjöfina sína að ég var næstum bara búin að gefa honum hana um daginn, meina er búin að vera með hana í felum síðan í ágúst og núna er ég bara alveg að deyja...

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

...hef bara ekki farið í vont skap síðan ég bloggaði síðast, hef greinilega skirfað það frá mér! :) Já já þrif og aftur þrif, þetta hefst, geri bara smá í einu en þetta er svo leiðinlegt!! Geri allt nema vaska upp, ég geri það bara ekki! Finn á mér að eitthvað gerist í dag fyrst ég er vöknuð svona snemma, kannski ég taki baðherbergið í gegn, ætti ekki að taka nema svona 10 mínútur. Ég er reyndar ekki vöknuð snemma af því að ég er í góðu skapi eða afþví að ég sjái fram á að gera eitthvað sem þarf að gera í dag heldur vegna þess að ég fékk í magann! :S Vaknaði við þau óskemmtilegheit, ætti að banna svona!!! Sit hérna í keng við tölvuna og þamba sótavatn og vona að allt verði komið í lag fyrir bónusferðina sem er á planinu í eyðunni hans Gunnars eftir hádegi. Jájá lífið er bara bjart í dag þó það sé ennþá dimmt úti. Ætla a ð hringja í pabba og koma honum á óvart með að ég sé vöknuð svona snemma...

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

...það er hræðilegt ástand á þessu heimili og þá meina ég ekki bara að aðalkarlinn sé lasinn. Það þarf að vaska upp, þvo gólf og baðherbergi, brjóta saman þvott og koma einhverju úr þvottakörfunni í þvottavélina (karfan er meira að segja rifin það er svo mikið í henni, en örvæntið ei, er búin að kaupa nýja). Það þarf líka að skipta á rúminu, henda lakinu (það er rifið ekki svo skítugt að ég haldi að það náist ekki úr), fara í Ikea og kaupa kommóðu svo það sé hægt að ná draslinu upp úr ruslapokum sem það er búið að vera í síðan við fluttum hingað. Fékk hrikalegt geðvonskukast yfir þessu öllu í gær og já það var eftir að ég tók lyfin inn, fór svo bara að grenja og horfði á teiknimyndir eftir að ég hafði sogið upp í nefið og svæft Gunnar. Þessvegna hef ég ekkert gert í dag nema liggja í sófanum með mismikilli meðvitund og hlusta á Ducktales og knúsa Lúlla (ekki pláss fyrir Gunnar í sófanum og svo er hann lasinn). Rétt áðan færði ég stofuborðið og fann hlunka af ló svo að ég verð að fara að gera eitthvað í þessu. En málið er að ég neita að vera sú sem gerir öll heimilisstörfin og allt leit sæmilega út þegar ég fór austur svo Gunnar er skikkaður til að taka þátt en ég hafði það bara ekki í mér að vera að pína hann meðan hann er lasinn, sár og aumur karlgreyið. Og afhverju get ég ekki verið húsleg í mér? Afhverju hef ég ekki gaman að því að sveifla umhverfis mig rökum afþurrkunarklútum og að ríða um á kraftmikilli ryksugunni? Og afhverju geri ég ekki það sem ég hef gaman að eins og dúllast í útsaumi, elda og baka, lesa og spila tölvuspil, hreyfa mig og hitta fólk. Í staðinn sinni ég tveimur áhugamálum alltof mikið og það er að kúra mig undir kærleiksbjarnasænginni minni og horfa á teiknimyndir. Allt er víst gott í hófi!

Svo er það þessi blessaða kommóða sem ég er alltaf að reyna að kaupa, reyndi í byrjun september en þá var liturinn sem ég vildi ekki til í þeirri stærð sem ég vildi. Fékk sms stuttu seinna um að hún væri komin, við brunum frekar löngu seinna í Ikea en engin kommóða og ég varð pirruð yfir að hafa verið svona lengi á leiðinni og misst af henni en nóbbs þá kom upp úr krafsinu að hún hafði aldrei komið, einhver mismerking á gámnum og von á henni eftir 11 vikur. 11 VIKUR!!!! Það er langur tími en ég ákvað að bíða eitthvað lengur en var samt að horfa í krignum mig út um allt eftir annari sem ég mundi falla fyrir. Er semsagt búin að fá sms um að hún sé komin í hús og vitið menn þá á ég ekki pening. Frjáls framlög vegna kommóðukaupa velþegin.

Ég er pirruð við Ikea og pirruð við sjálfa mig og pirruð yfir að svona fáir kommenti á bloggið mitt þó að þónokkrir virðirst skoða það á hverjum degi og pirruð yfir látunum í ísskápnum sem byrjuðu um daginn og bara PIRRUÐ yfir höfuð og það er engum að kenna akkúrat núna, er ekki einu sinni búin að taka inn lyfin í dag! Best að vinda sér í það og vona það besta, sem betur fer fyrir Gunnar er hann sofnaður...

sunnudagur, nóvember 18, 2007

...veit ekki hvernig veður er í Reykjavíkinni því ég hef ekki kíkt út um gluggann síðan ég kom á fimmtudaginn. Gunnar var með allt dregið fyrir og það hefur passað skapvonskunni minni ágætlega. Var hálf lasin þegar ég kom og hélt nú að það yrði komið í lag fyrir laugardag en neibbs var slöpp og öfugsnúin sem aldrei fyrr. Ef ég hefði vitað þetta hefði ég nú stoppað aðeins lengur heima hjá mömmu og látið hana hugsa um mig. Gunnar heldur að skapvonskan sé vegna lyfjanna sem ég var að fá aftur eftir smá hlé, segir að ég hafi verið svona líka þegar ég byrjaði á þeim guð má vita hvenær, rúmlega mánaðar hlé og allt aftur á byrjunarreit. Missti af dilissíus kjúllasúpunni hans Klemensar og Páls Óskars-djammi á Nasa og það gerir mig ekkert betri í skapinu!!! *ARG*

Annars er mig farið að langa til að föndra eftir að hafa skoðað og lesið bloggið hennar Gúu Jónu, hún lætur þetta virka svo auðvelt, bara *vifff* og þá er búið að töfra fram sokka og kramarhús eins og ekkert sé. Mann fer líka að langa til að innrétta allt upp á nýtt en hérna eru hvorki góðir flóamarkaðir né peningar í veskinu til að gera eitthvað þannig. Held reyndar að allsherjar þrif myndi gera helling fyrir útlitið því Gunnar var ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis smotteríi meðan ég var í burtu! Mig langar líka að fara að gera smá jólalegt hjá mér en hugsa að ég bíði með að setja upp litla tréið mitt þar til 1.des. Vildi að ég gæti sett upp stóra tréið mitt og allt fallega skrautið sem ég á á Seyðisfirði. Svo sem ekkert vandamál að setja það upp, vandamálið er hvar það ætti að geyma það þegar jólin eru búin. Kannski svolítið dýrt að vera að senda það fram og til baka fyrir nokkra daga...

þriðjudagur, október 30, 2007

...jæja mín bara sest við skirftir eftir langt hlé. Ástæðan hefur ekki verið leti eða að ég hafi ekki haft neitt að segja heldur netleysi. Já búið að vera heldur betur bras á þessu hjá okkur, línan vitlaus tengd hjá köllunum, síminn og rhí sendu okkur fram og til baka og svo voru ráderarnir eitthvað að stríða okkur en núna er þetta alveg að koma, vonandi meira að segja fyrir helgina bara. Ástæðan fyrir að ég get bloggað núna er sú að ég blikkað ofurfallega til pabba, sem brosti til mömmu sem tók upp visa kortið og þess vegna er ég bara á Seyðsifirði og ætla að stoppa í svona viku. Hef reyndar tilkynnt Gunnar að ég komi ekki heim fyrr en það verði búið að vaska upp. Ég hata að vaska upp, hata það meira en að ryksuga, og núna er vaskurinn yfirfullur og hálf pizza þar í þokkabót. Var að reyna að bjarga kotasælunni frá vísum dauðdaga og pizzan datt í vaskinn og hengdi sig á kranann. Mjög smekklegt.

Smá fréttir af íbúðinni, hún er 45 m2, lágt til lofts, ljós og létt með sjálfskúrandi eldhúsgólfi, ekki allir með svoleiðis sko!! Svo er fallegur rauður póstkassi fyrir utan sem kemur aldrei neinn póstur í. Það er reyndar gólfkuldi því allt er flísalagt en inniskórnir sem ég fékk í jólagjöf frá tengdó í fyrra hafa alveg reddað mér. Ef ég læt laga myndaalbúmið í tölvunni minni get ég kannski tæmt myndavélina og þá tekið myndir og sett inn en ég lofa engu því hjá mér tekur allt sinn tíma....og hvaða tími er núna? Jólagjafatími!!! Ég er alltaf að pæla og spegúlera í jólagjöfum, búin að ákveða sumar og kaupa þrjár. Er reyndar ekki farin að hlusta á jóllög eins og frænka mín á Landamótum, reyni að sleppa því þangað til í desember svona til að æra ekki aðra en ég er voðalega hrifin af jóladótinu sem er komið í búðirnar og jólaljósin, það er farið að hengja upp jólaljós!! :)

En held að ég sé komin með ritræpu, svo ég segji þetta bara gott. Vona að fólk hafi ekki alveg gefist upp á að kíkja hingað inn, þangað til næst...

sunnudagur, september 02, 2007

...komin heim eftir frábæra ferð til Danó. Heimferðin var mjög skemmtileg líka, fyrst lest til Hjöddu með Gyðu, stopp þar í nokkra klukkutíma og fékk pönnsur og öl á eftir. Svo var lesti til Köben þar sem ég sat með sex 18 ára strákum sem voru á leið á fótboltaleik. Þeir buðu upp á 3 öl og fullt af spjalli svo tíminn leið mjög hratt. Á flugstöðinni gaf íslensk stelpa sig á tal við mig og við vorum samferða í gegnum fríhöfnina og spjölluðum þar til við fórum í vélina. Svo fékk ég að sitja ein alla leiðina heim og hafði það mjög gott, borðaði góðu bolluna frá Hjöddu með grænmeti og tómötum beint úr garðinum hennar og las alveg heilan helling, svaf ekkert þótt undarlegt sé.

Og svo vorum við að flytja, tók 2 daga að flytja allt og þrífa. Núna eigum við fulla sotfu af dóti og hálf fullt eldhús líka. Verður mikil vinna að koma þessu öllu á sinn stað en það er samt skemmtilegra að koma sér fyrir en að flytja allt! :) Ég svaf mjög vel fyrstu nóttina, amk eftir að mígrenið hætti, fékk rosa kast þegar við vorum í bíó og varð svo ómótt og kastaði upp þegar við komum heim og ég veit ekki hvað og hvað.

Fórum á Astrópíu, að sjálfsögðu áttum við boðsmiða enda merkilegt fólk! ;) Þetta er vægast sagt alveg stór glæsileg og skemmtileg mynd og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún var bara skemmtileg og ég held að ég geti horft á hana aftur og aftur og aftur, svona svipað og Sódóma Reykjavík. Ætla að eignast hana þegar hún kemur út á dvd (die video die, hahahahahaha). Jæja er niðri í Nexus því við erum að sjálfsögðu ekki komin með netið á nýja staðinn, best að hætta og fara að gera það sem ég ætlaði að gera á netinu...

mánudagur, ágúst 27, 2007

...ta er bara bloggad fra Denmark. Buin ad gera slatta, slaka a, drekka øl , borda english breakfast, versla helling, fara i brudkaup og veislu og skreppa i heimsokn. A morgun er planad ad fara i den gamle byn (Arbæjarsafn) svo eg sjai eitthvad annad en bara innvolsid i verslunum bæjarins. Eg er buin ad hafa tad alveg otrulega gott herna hja Gydu, sofinn tæginlegur, kokkurinn vinalegur og auvitad rosalega kokkamatur a næstum hverju kvøldi. Verst er ad eg hef ekki sofid neitt serstaklega vel, hef reyndar ekki sofid almennilega sidan adur en eg for til Dano en tetta hlytur ad fara ad koma, held eg se a godri leid med ad verda utkeyrd af svefnleysi. En eg get ekki kennt mottøkunum sem eg hef fengid um tad. Hlakka samt alveg til ad koma heim aftur tott mig dreymi um ad flytja aftur til utlanda, ja tetta er flokid. En audvitad hlakka eg til af fa nyju ibudina og hefja alveg nytt lif med Gunnari minum og fa ad rada (mest) øllu sjalf um innrettingar og tannig. Ekki svo ad skilja ad mer hafi mislikad ibudin i Stigahlid og mer finnst dotid hans Klemensar falleg en tad er ekki mitt dot. Tid skiljid tetta alveg er tad ekki? Veit samt ad tetta verdur skritid til ad byrja med, minni felagskapur og tannig en veijhu vid verdum bara 2 i fyrsta skiptid sidan vid byrjudum saman fyrir 2 og halfu ari. Samgledjist tid okkur ekki...

mánudagur, ágúst 20, 2007

...ok mjög langt síðan síðasta bloggfærsla var en vott ðe hekk ég var í sumarfríi! Var á Seyðó í 6 vikur að hafa það rosalega gott, var einmitt þar um versló og það var mjög gaman, fullt af fólki úti og dj-ar og allur pakkinn. Svo kom ég suður aftur og fór á gay-pride, gönguna, út að borða og ballið. Má engu slepp sko! Svo slappaði ég af í nokkra daga og svo var afmælispartý og annað partý daginn eftir svo það var nóg að gera. En þetta er í góðu lagi því þ að er ennþá sumar og alvaran tekur ekki alveg strax við aftur.

Vorum að skoða íbúð áðan og festum okkur hana, skrifum undir á morgun. Hún er á Miklubraut og bara nokkur skref frá Móu þegar hún er á klakanum. :) Er í kjallara og lágt til lofts en allt annað alveg dásamlegt og flott og nýtt og súper bara.

Svo er ég að fara til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn. Ætla í bryllup og sól og bjór og búðir. Ég hlakka mjög til en alltaf þarf að vera eitthvað annað sem mann langar að gera líka. Núna er Hlíf Ösp á Íslandi og ég missi af henni því ég verð í Danmörku, svo ég þarf bara að halda áfram að safna og reyna að fara sem fyrst í Svíþjóðarferð. Reyndar getur verið að við náum að hittast í nokkrar mínútur kvöldið sem ég kem heim en hún fer einmitt fyrir hádegi næsta dag.

En já bara gleði gleði hérna megin, eina sem ég kvíði fyrir að borga svona miklu meiri leigu en ég er vön. Það er vont en það venst...

föstudagur, júní 22, 2007

...sumarbústaðurinn var æði, mættum þarna á milli 20 og 21 og byrjuðum að hakka í okkur snakk og nammi og belgja okkur út af veigum. Það stóð til að verða 6 með tilheyrandi sögum og sykurpúðasteikingum. Eftir stuttan svefn fór kvenkyns liðið á Akranes að kaupa eina sítrónu, bættust reyndar við sykurpúðar og eitthvað að drekka í leiðinni en ferðin var farin fyrir sítrónuna. Svo kom ég heim og lagði mig í 2 tíma, var vakandi í smá stund en ákvað að kúra aðeins lengur. Svo grilluðum við handa 14 manns og svo lagði ég mig, svo hrofði ég á næstum 1 bíómynd og drakk 1 lítinn bjór og svo fór ég að sofa. Þvílík var afslöppunin og sælan í sveitinni og ég fann að ég bý við umferðagötu því þögnin var svo afslappandi. Var reyndar miss leiðinleg á sunnudeginum og kúrði leeeeengi, svo var grillað, tekið til og burrað heim aftur. Var alveg endurnærð en næst er ég að hugsa um að koma gönguferð og spilum inni í myndina líka.

Fór í heimsókn áðan til vinkonu sem ég hef ekki séð svo lengi að það mætti halda að hún byggi ekki í sama bæjarfélagi og ég. Já eftir Ikea og stutt stopp í Smáralind með Klemensi lét ég hann skutla mér til Möddu. Hún bauð upp á sterkt kaffi og skemmtilegt spjall og ekki var verra að Elís kíkti við líka. Gaman að slúðra smá og fá veður af lífi annars fólks og hætta að hugsa um þokuna í sínu eigin lífi.

Var að panta far austur áðan, fer 30.júní og lengdin á stoppinu er óákveðin en að minnsta kosti til 22.júlí því ég er búin að lofa Röggu frænku að hjálpa henni að elda á Lunga. Gunnar kíkjir svo við þegar hann getur og stoppar vonandi í ca 2 vikur og verður þá yfir Lunga líka. Smá sumarfrí handa greyinu.

Svo býð ég bara með tær og fingur, hendur og fætur krossaðar yfir að við fáum inni á stúdentagörðunum. Ef ekki veit ég ekki hvað við gerum því leigumarkaðurinn er svo svakalegur og alls ekki fyrir fólk með lítil fjárráð. Allir að krossa allt sem þeir geta til að færa okkur smá lukku...

föstudagur, júní 15, 2007

...jæja þá er mín búin að fjárfesta í einu stykki sundbol og fara einu sinni í sund. Var mega duglega og synti í hálftíma og það var erfitt því laugin var 50 metrar og alltof fáir bakkar til að hvíla sig á. En þetta tókst og fékk ekki einu sinni harðsperrur. Er aftur á móti með harðsperrur í dag eftir að Klemens viðraði mig í gær. Tókum þennan svaka sprett upp í Öskjuhlíð, niður að Nauthólsvík og langleiðina vestur í bæ. Mjög hressandi og gaman og ég er bara mjó í dag, ég er að segja ykkur það!

Er annars að drepa tímann áður en við förum í bústað með Mikka og Herdísi. Ætlum að eyða helginni í Hvalfirðinum og vona að veðrið verði gott svo ég geti tekið smá sólbað á þetta. Það vantar að vísu því miður heitan pott þarna en við bætum það upp með bjór...

fimmtudagur, júní 07, 2007

...það er búið að vera að rukka mig um blogg svo hérna kemur eitt sjóðheitt! Mamma og pabbi aðvitað löngu farin austur aftur eftir yndislega daga í borginni. Perlan var frábær og meira en það, þvílík þjónusta, þvílíkur matur, þvílíkur snúningur.
Fyrst fengum við reykta hörpuskel með spínati og styrjuhrognum.
Svo var forrtétturinn, ég fékk mér hvala carpaccio. *slurp*
Svo kom milliréttur, það var bakaður rjómi með sultu ofan á sem hreinsaði vel bragðið úr munninum.
Í aðalrétt fengum við okkur öll gómsætar krónhjartarlundir
og í eftirrétt fékk ég mér créme brulé.

Omg hvað þetta var allt saman gott, eftir matinn fórum við svo á barinn og fengum okkur tvo drykki hvert áður en við fórum heim til okkar í rauðvín og viskí og svo á bæjarrölt til 5 um morguninn. Gamla settið kann þetta sko alveg ennþá!!

Hef lítið gert undanfarið nema hanga inni í herbergi, er með eitthvað sumarþunglyndi sem er að sleppa af mér takinu í þessu töluðu orðum. Hef ekki haft lyst eða getu til að hitta nokkra sál og hvað þá að fara út úr húsi, jesús minn nei nei nei.

Klemens er kominn heim úr sveitinni og enginn friður fyrir honum, *djók* Ívar kom brunandi með honum suður því mamma hans varð 60. Alltaf gaman þegar hann lætur sjá sig í borginni. Við Klemens fórum á '90 djamm á Nasa en stoppuðum stutt, tókum samt nokkur vel valin dansspor áður en við röltum annað. Eða ég ætlaði annað en varð svo full að ég fór bara heim og kynnti mig fyrir frú fötu. Bölvað að gleyma sér svona yfir rauðvínssullinu, við kláruðum næstum því kútinn á einu kvöldi! Var hálf tussulega fram eftir degi, fór í Kringluna í mínu fínasta pússi aka rifnar íþróttabuxur girtar ofan í sokkana og gömul spútnik peysa. Var að borða Seranos þegar ég þurfti að hlaupa inn á klósett og æla. Það var mikið glápt á mig þegar ég kom fram til að skola munninn. En eftir þetta var ég bara hress, kláraði matinn minn og fékk mér sjeik og keypti bjór og allt hvað eina. Fór samt ekkert út um kvöldið, Ívar og Kle fóru í heimsókn og svo í aðra heimsókn og ég var bara ein heima með Gunnari, leið og fór að sofa. Gaman að því er það ekki?

Ég er alltaf á leiðinni í bæinn að kaupa mér sundbol. Á þetta fína íþróttabikiní sem ég treysti mér ekki út í eins og magamálin standa akkúrat núna. Því er nú verr og miður! Hef samt mikla löngun til að flaksa kroppnum mínum frama í alla í sundlaugum borgarinnar og hver veit nema ég taki smá sprett líka (ætli sprettur sé orðið sem ég var að leita af?) Kannski ég komist í bæinn í dag svona fyrst ég er vöknuð fyrir allar aldir en fyrst er það Beverly Hills og morgunmatur og svos sturtu og svo hugsa ég málið hvort ég vilji sjást úti í dag. Þetta fer allt eftir veðri og vindum...

fimmtudagur, maí 17, 2007

...þá er gamla settið mitt í bænum og við búin að stússast ýmislegt. Laugarvegurinn var tekinn á þriðjudaginn í blíðskaparveðri og stoppað á 2 kaffihúsum þar ásamt nokkrum búðum en fyrst borðuðum við dýrindis smörrebröd á Jómfrúnni og drukkum hvítvín með. Um kvöldið fórum við Gunnar svo með þau á NanaThai að borða gómsætan asískan mat úr fyrstsa flokks hráefni og Tælenskt rauðvín með, það var mjög bragðmikið en gott og passaði vel við sterka réttinn. Í gær skruppum við svo í Smáralindina og mamma bætti aðeins í fataskápinn sinn. Ég keypti mér kjól á 3000 kr og er mjög sátt við það verð, Vila klikkar bara ekki á þessu. Borðuðum svo súpu og sjávarrétti á Madonna og höfðum það gott til klukkan 22 þegar ég skrapp í bíó með Gunnari, Herdísi og Mikka. Spiderman 3 varð fyrir valinu og ég er bara mjög sátt við hana, hló og grét og allur pakkinn bara. Í dag var svo frí frá búðum, smá kaffihús og svo matur hjá tengdó. Tengdafólkið okkar beggja að hittast í fyrsta skiptið. Gerða eldaði geðveikt góðan mat og Ásgeir klikkaði ekki á grillinu. Þetta gekk alveg rosalega vel og allir spjölluðu heil ósköp um alla heima og geima, gæti bara verið að við leyfum þeim að hittast aftur við tækifæri! Á morgun er svo stefnan sett á Kringluna og svo að borða í Perlunni. Mömmu og pabba langaði svo að bjóða okkur Gunnari fínt út að borða útaf afmælunum okkar og Gunnar þrítugur og allt það. Ég hlakka mjög til, hef aldrei borðað þarna, bara rétt skroppið á kaffiteríuna einu sinni fyrir mörgum árum og minnir að ég hafi borðað amerískan kleinuhring, örugglega með karamellu...

miðvikudagur, maí 09, 2007

...þá er Gunnar líka búinn að eiga afmæli, karlinn varð þrítugur á mánudaginn. Var einmitt að kaupa afmælisgjöfina handa honum í dag, ég, mamma og pabbi og kannski einhverjir fleiri gáfum honum video-flakkara. Hann sagði að það væri góð tilfinning að halda á honum. Nú þarf bara að fara að finna eitthvað til að setja á hann, held að það verði ekkert voðalega erfitt.

Við héldum sameiginlegt afmæli í spilasal Nexus á laugardaginn. Þar var boðið upp á bjór og rauðvín, stuð, glens og gaman og held ég að allir hafi farið sáttir út aftur. Við fengum nokkrar góðar gjafir, ég fékk td. loðkraga og við fengum bjórglös, bjór, vín, leikhúsmiða og pening til að fara út að borða. Gunnar fékk bækur og viskí og ýmislegt fleira skemmtilegt. Eina sem ég varð sár yfir var að mjög fáir af þeim sem ég bauð mættu. Að vísu var slatti búin að afsaka sig með veikindum og því fólki er fyrirgefið en allir hinir?? Hefði verið allt í lagi að láta vita! Þegar ekki er látið vita er búist við fólki og gert ráð fyrir því í innkaupum. Dónaskapur og aftur dónaskapur segji ég. Mamma mín ól mig amk betur upp en þetta...

miðvikudagur, maí 02, 2007

...afmælisdagurinn kominn og farinn og gekk bara vel fyrir sig. Fékk gjöfina frá Gunnari kl 2 á aðfaranótt mánudagsins og það var hvorki meira né minna en nintendo ds tölva. Ég vissi varla hvernig ég átti að haga mér þegar ég hafði opnað pakkann, þetta var svo mikið og ég var svo glöð því mig er búið að langa í hana svo lengi. Á afmælisdaginn fórum við Gunnar aðeins í Kringluna fyrir hádegi til að fara í Bónus og ríkið og fá okkur að borða. Svo fó ég aðeins aftur í Kringluna með Klemensi eftir hádegi og svo bara heim að slappa af og leggja mig aðeins fyrir kvöldið. Fór svo í fylgd nokkurra kærra vina á Eldsmiðjuna og fékk dýrindis pizzu sem passaði svona flott í magann minn. Þegar heim var komið var korkurinn dreginn úr stórri rauðvínsflösku og þessir fáu en góðu gestir sem ég bauð fóru að tínast inn um dyrnar. Ég fékk góðar gjafir eins og glös, eyrnalokka, pening, rauðvín og málverk, fékk fullt af knúsi og kossum og svo afmælissönginn á ensku. Einhverntímann eftir miðnætti fóru svo nokkur af okkur út á lífið þar sem var tekinn fordrykkur á Celtic Cross og svo dansað gat á gólfið á 11-unni. Ég var alveg búin í fótunum og labbaði heim á tánum eftir alla þessa snúninga á dansgólfinu. Vá hvað það var gaman!!! Var samt eitthvað fúl á leiðinni heim en það lagaðist leið og þreyttu fæturnir mínir komust yfir þröskuldinn. Takk allir sem gerðu daginn minn skemmtilegan með kveðjum, gjöfum og fyrir að vera með mér. Best af öllu er að finna að fólk muni eftir manni, það er ómetanlegt...

föstudagur, apríl 27, 2007

...eftir kvöldið í kvöld verð ég fræg og kannski Gunnar bara líka! Vorum að módelast fyrir Herdísi, hún er í einhverjum stíliseringar myndakúrs í Listháskólanum. Ég var ekki að nenna að fara og farið að dreyma afsakanir en þegar ég var komin á staðinn var þetta svo bara þrælgaman allt saman og tíminn bara flaug frá okkur. Nú er bara að vona að ég hafi staðið mig vel og þurfi ekki að skammast mín fyrir útkomu myndanna. Hver veit nema ég pósti einni í framtíðinni ef ég fæ leyfi, Herdís lofaði amk að senda okkur nokkrar myndir við tækifæri en ég pressa ekkert á það strax enda nóg að gera hjá henni núna.

Hef lítið annað gert undanfarið en að bjútíblunda og fara á kaffihús fyrir utan að vera veik. Ætlaði aldrei að ná þessu almennilega úr mér og er búin að vera hálf drusluleg í fleiri daga en held að þetta sé að verða gott núna *7-9-13* eftir mikla baráttu og mörg töp! Svo er ég búin að skrópa í vinnuna mína *roðn* lofaði að þrífa hjá Nedda frænda áður en hann kæmi frá Spáni en var svo drusluleg að ég nennti ekki. Ætli ég fari ekki á morgun og geri eitthvað extra mikið svona til að minnka samviskubitið. Sendi reyndar yfirleitt sms daginn áður svo það sé búið að taka saman í eldhúsinu og blaðarusl og þannig en ég á það svo sem alveg skilið að gera það sjálf núna. Sé til hvort ég nenni því, annars fer ég eftir helgi...samt ekki á mánudaginn því þá ætla ég næstum bara að gera skemmtilega hluti. Vitiði afhverju??? Þetta er getraun...

mánudagur, apríl 16, 2007

...þar kom að því, ég er lasin og það frekar illa! Ég sem var að tala um það á laugardaginn hvað það væri langt síðan ég hefði orðið almennilega lasin og gerði meira að segja 7-9-13 í tréborðplötu. En allt kom fyrir ekki og ég ligg heima með allan pakkann og er alveg raddlaus þar að auki. Kemur bara eitthvað hvæs þegar ég reyni að tala, Klemensi til mikillar skemmtunar. Hef það samt ótrúlega gott, bý mér til gott bæli Gunnar megin í rúminu með fullt af koddum undir mér og svo tölvuna, vatn, varasalva, gemsa, Lúlla, dvd í haugum, verkjalyf og nammi allt í kringum mig svo ég þurfi helst ekki að standa upp. Dreymdi í dag að ég væri að reyna að tala við pabba í símann og hann heyrði ekkert í mér og skellti á. Ég varð mjög sár. Þetta væri lífið ef væri ekki fyrir beinverkina, svitann og leiðinlega drauma...

laugardagur, apríl 14, 2007

...páskarnir teknir í faðmi fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Var á einhverjum bömmer svona viku fyrir páska og hringdi í mömmu þá sagðist hún hafa verið að hugsa um að bjóða mér heim kvöldið áður svo ég var fljót að segja já með tilheyrandi gleði ekkasogum. Flaug á miðvikudeginum fyrir páska og byrjaði á því að fylgja pabba á bryggjuna því karlinn þurfti á sjóinn, svo var heimsókn til ömmu og Lillu, það voru 2 flugur í einu höggi því amma var hjá Lillu. Svo byrjaði ballið...á skírdag var byrjað á fermingarveislu hjá Daða þar sem ég þurfti að hemja mig í átinu á gúmmelaðinu því ég var á leiðinni í brúðkaup á eftir. Eygló frænka mín og Dánjal voru að hnýta hnútinn og gerðu það sko með stæl. Flottur matur, ræður, söngur (bæði hóp og ein), skemmtiatriði og svo ball og spjall. Kom heim klukkan hálf 6 og var ekki einu sinni næstum því síðust heim! Á föstudaginn langa var svo 2. í fermingu hjá Daða því við gleymdum að setja peninginn í umslagið!!! Svo matur heima með einn gest, smá partý og svo djammið í Herðubreið. Allt saman alveg rosalega gaman. Eftir þetta var ég svo þreytt að ég svaf í sólarhring og vaknaði fyrir 7 á páskadagsmorgun og var örugglega sú fyrsta á Seyðisfirði til að opna páskaeggið eða klukkan 7:15. Svo vorum við með Gúu og Steina í mat og sátum svo að sumbli til klukkan 6 með tilheyrandi spjalli og hlátrasköllum. Mánudagurinn var tekin frekar rólega og snædd kengúra, alveg hrikalega góð og farið svo í 3ja í fermingu hjá Daða. Smá svona fjölskyldu kaffi fyrir pabba og auðvitað okkur hin til að hjálpa þeim að klára allar kökurnar. Þriðjudagurinn var svo heimsóknardagur, Steini og Gúa aftur í mat og svo kertaljósaspjall þar til var ákveðið að fara í eitt glas niður á Láruna. Það endaði með roknar djammi því þar var fullt af fólki og allir svo glaðir og kátir, skemmtilegir og spennandi og góðir vinir. Endaði í partýi og var samferða Steina frænda heim klukkan 7 um morguninn!!! Mættum slatta af fólki sem var á leiðinni í vinnuna!!! En þrátt fyrir mikla djamm páska voru þetta örugglega bestu páskar sem ég hef átt lengi, er amk mjög sátt við minn hlut.

Kom svo heim á miðvikudagskvöld og fór næstum strax að sofa, var svo þreytt eftir þriðjudaginn. Gunnar fór líka að lúlla því hann var hálf slappur með hálsbólgu og einhvern skít. Í gær var okkur svo boðið í mat til Mikka og Herdísar og fengum kjúlla-nachos. Alveg svakalega gott hjá þeim og bjór og hvítvín með. Við spiluðum og spjölluðum til rúmlega miðnættis en þá var allt gamla fólkið orðið svo þreytt að við kvöddum og ég heim að sofa, snemma einu sinni en! Í dag var svo Kolaport, Laugarvegur og Smáralind með Siggu og Klemensi í góða veðrinu. Núna er ég bara ein heima, Gunnar að spila, Sigga að borða með bróður sínum og Klemens í afmæli. Á mini rauðvín sem ég ætla að sötra ein en svo ætlum vi ð Sigga út og hitta Klemens í trylltum dansi.

Kannski ekki skemmtilegasta bloggið en þið sem eruð ekki hérna hjá mér vitið amk hvað ég hef verið að bralla undanfarið. Verð að fara að vera duglegri, hlýt að fá hugljómanir með hækkandi sól og blómum í högum...

föstudagur, mars 23, 2007

...jæja hvað er ég búin að bralla síðan síðast? Alveg heilan helling það er alveg á hreinu en svo er að reyna að muna eftir einhverju!

Ég horfði allaveganna á Pans Labyrinth og Óskarinn í bíóinu hans Gísla, plataði Gunnar til að horfa á allt með mér nema rauða dregilinn, strákarnir neituðu og gláptu á einhvern hasar á meðan tískuvísara kynið velti kjólum, skarti og hárgreiðslum fyrir sér.

Ég hef amk einu sinni farið í bíó og það var á Nexus forsýninguna á 300. Það var mikið geim og gaman og ég mæli með þessari mynd fyrir alla, ef áhugi á sögunni er ekki fyrir hendi þá er allaveganna hægt að horfa á hasarkroppa.

Gyða, Móa og Bertram heiðruðu landann með nærveru sinni og ég naut góðs af. Budda og yndisleg samveru stund með mæðginunum og fullt af knúsí búsí með Gyðu.

Ég fór á Seyðisfjörð í 90 ára afmæli ömmu minnar. Það var heljarinnar veisla sem kerlan bauð til og enginn fór svikinn heim, best er að ég held að hún sjálf hafi verið ánægðust af öllum.

Á Seyðisfirði var slappað af og labbað um, eldað og borðað, spjallað og brallað ýmislegt. Það var æðislegt og leið alltof hratt. Er strax farin að hlakka til að fara aftur austur eða amk að fá einhverja vel valda ættingja suður í heimsókn við fyrsta tækifæri.

Að sjálfsögðu hef ég slett eitthvað úr klaufunum enda mánuður síðana síðasta bloggfærsla var. Það voru að sjálfsögðu bæði komu og kveðju matarboð og partý fyrir Gyðu, smá samsæti á Seyðisfirði sem endaði ekki fyrr en að verða 8 um morguninn og rauðvínsspjall með Klemensi yfir x-factor sem endaði í örstuttu og rólegu Rosenberg stoppi.

Auðvitað hef ég líka kíkt aðeins á kaffihús borgarinnar, bæði ein og í ákaflega góðum félagsskap, minnir að ég hafi borðað á American Style einhverntímann, kíkt til læknanna minna, snúið sólarhringnum fram og aftur og aftur og fram og ætli ég hafi ekki kíkt eitthvað í skólann líka? Ég þreif hjá Nedda frænda, keyrði til Keflavíkur að ná í Gyðu, ég talaði í símann og horfði á dvd og tv.

Er þetta ekki bara orðin ágætis yfirferð...

mánudagur, febrúar 19, 2007

...alveg hellingur búinn að gerast síðan síðast. Lilla og Gunnsi voru í bænum og ég hékk utan í þeim í heilan dag og hafði það gott, daginn eftir var svo pizzaveisla fyrir alla því það var hin marg fræga mega-vika á Dominos. Svo var auðvitað Valentínusardagurinn og Gunnar var svo elskulegur að gefa mér Valentínusargjöf. Fékk rosalega sæta fiðrildanælu, hann getur þetta strákurinn. Mér finnst samt skemmtilegri hefð að halda upp á konudaginn og bóndadaginn og í tilefni af konudeginum eldaði Gunnar handa mér í gær, verst að það var ekkert svo rómó þar sem heilsan var ekki sem best hjá íbúum Stigahlíðar. Ívar er í heimsókn hjá okkur og hefur spillt okkur eins og honum einum er lagið. Það var ball með Pöpunum á föstudagskvöld og partý hjá Þóru á laugardagskvöld. Við fórum fyrst út að borða á Madonna þar sem Ívar vildi endilega bjóða upp á rauðvínið, er svo mikill herramaður þessi elska. Svo var bara partý, partý, partý, ég ætlaði á Pál Óskar með Klemensi og Ívari en var svo aum í maganum að ég var ekki í miklu stuði. Labbaði niður á 11 með Nedda og fleirum en við Neddi snérum strax við og við komum inn og héldum heim á leið. Held að það hafi líka bara verið sterkur leikur því ég finn að ég er orðin of gömul fyrir svona 2ja daga djömm. Svo er það bara skólinn sem á nánast allan minn hug þessa dagana. Var að læra fyrir félagsfræði prófið sem er á morgun en stein rotaðist yfir þessu "skemmtilega" ljósriti, hrökk upp klukkan 15 og hoppaði fram úr rúminu, svo brugðið var mér. Þá veit ég amk hvað er gott að lesa í kvöld ef það verður erfitt að sofna...

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

...já langt síðan síðast, hef verið haldin miklum janúar doða sem er rétt svo að byrja að sleppa af mér hendinni og það komið langt fram í febrúar. Hef bara verið alveg ótrúlega leið og niðurdregin en samt ekki beint þunglynd. Takmark mánaðarins er að lifa á eins litlum peningum og mögulegt er og ég held að það eigi alveg eftir að takast, hef verið mjög prúð og samkvæm nýju stefnunni hingað til. *Krossa putta* að það haldi áfram svo að mars verði ekki blankur líka!

Mér hefur nú samt tekist að fara aðeins út á lífið, leyft mjöðnum að lyfta mér aðeins upp annað veifið. Fór á fimmtudagstónleika á Dillon einhverntímann og hlustaði á hið undurgóða rokkabillí blús band Grasrætur. Mæli með þeim við alla sem ég þekki og hina bara líka. Svo var fjáröflunarpartý hjá fatahönnunardeild sem ég skellti mér á, þar vildi svo skemmtilega til að Grasrætur voru líka að spila svo ekki spillti það fyrir. Eftir frían bjór og skemmtiatriði var farið á eitthvað skrall út um víðann völl með matarstoppi og alles. Almennilegt djamm það. Fyrir partýið hafði ég eldað þetta fína nautakjöt og með því og Herdís og Mikki borðuðu með okkur svo ekki klikkaði þetta kvöld. Síðustu helgi eldaði Klemens góða súpu og svo var lítið samsæti með smá singstar, svona smá til að Klemens fengi tilfinningu fyrir afmælinu sínu sem var á mánudaginn. Skruppum svo í bæinn en ég var ekki lengi þar, var kannski aðeins og full aldrei þessu vant, fór að gráta, keypti kebab og tók taxa heim. Vona bara að ég hafi ekki skemmt djammið fyrir hinum. Lofa að drekka 2 færri bjóra næst þegar ég fer út. Það var bara svo gaman hjá okkur að ég gleymdi mér aðeins og viðurkenni það líka.

Svo er Seyðisfjörður á dagskránni í næsta mánuði, hlakka ekkert lítið til. Amma verður 90 ára og fjölskyldan ætlar öll að safnast saman og fagna þessum merka áfanga. Hvað gefur maður 90 ára ömmu sem á alla skapaða hluti í afmælisgjöf? Ráð þegin með þökkum! Ekki skemmir það fyrir þessari gleði að Gyðan ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í að ég held 2 heilar vikur. Er á sama máli og hún og get ekki beðið eftir að fara út að dansa með henni. Vonast svo til að komast í smá verslunarfrí til hennar í apríl, safna, safna, safna og spara þangað til.

Er að pæla í að fara bara að kúra mig yfir dvd, ekkert merkilegt í sjónvarpinu, Gunnar í tölvunni, Klemens að vinna og Sigga og kærastinn eitthvað að knúsast inni í herbergi. Óska þessu að morgundagurinn verði frábær í alla staði, ekki það að þessi hafi verið eitthvað hræðilegur...

fimmtudagur, janúar 11, 2007


...ligg hérna í aladdin-buxunum og frú Jensínu og borða súkkulaði rúsínur. Eini félagskapurinn minn er Lúlli Love-a-Lot sem ég fékk í jólagjöf frá mr.G. Klemens á útstáelsi með einhverjum og Sigga farin að sofa, maðurinn minn að spila. Er að vonast til að karlinn fari að koma sér heim því mig langar í knús. Svo langar mig að halda áfram að hanga í rúminu og horfa á dvd. Held ég byrji á því eftir þetta blogg. Hef ekkert gert síðustu daga nema hanga í leti en það fer alveg að breytast. Býst við að rífa mig upp eldsnemma eða um hádegisbil á morgun og reyna að koma í þvottavél og láta sjá mig úti meðan dagsbirtan er ennþá við völd. Langt síðan ég hef gert það! Áramótin voru fín, matur hjá tengdó, skaupið heima, búbbluvín og horft á flugelda, gestir og svo farið í nexus-partý. Ég talaði og talaði og drakk frekar lítið. Talaði svo mikið að ég steig ekki eitt dansspor! Löbbuðum heim um 7 með einn rauðan og einn hvítan kút og rauða flösku. Miklar byttur þar á ferð, heppin að vera ekki rænd á leiðinni. Síðan þá hefur farið mest fyrir rólegheitunum eins og áður var sagt, nema síðustu helgi fórum við óvart út. Byrjaði með rauðvíni og ostum heima og þróaðist í rólegt pöbbarölt og gott spjall sem endaði ekki fyrr en undir morgun. Gaman að því!

Það er farin að síga á seinni hluta súkkulaði rúsínanna svo ég nenni ekki meira, er að hugsa um að fara að hringja í mr.G og reka hann heim. Finnst betra að hann og litli bíllinn séu heima þegar það snjóar mikið. Er ég frek? Æ já ég veit svo ekkert endilega vera að svara...