fimmtudagur, júní 29, 2006

...þá er Gyðan loksins komin heim frá Danmörku og voru miklir fagnaðarfundir þegar við Klemens fórum að ná í hana á völlinn í gærkvöldi. Mikið rosalega var gott að sjá hana aftur og ég er strax farin að hlakka til að vitleysast eitthvað með henni við fyrsta tækifæri. Það er undarlegt að eldast því eins mikið og mig langar að fara út eftir menntó og mennta mig meira þá verður tilhugsunin um það alltaf erfiðari og erfiðari því vinirnir og fjölskyldan skipta alltaf meira og meira máli. Samt langar mig ekkert endilega að fara út og koma aldrei aftur heim, held bara að það sé þæginlegra að læra úti, peningalega séð og svona. Jæja nóg um þetta í bili amk.

Núna fer alveg að koma að hinu vikulega Desperat Housewife labbi okkar Klemensar. Það er aðvitað mikil kraftganga um vesturbæinn og svo glápt á þáttinn áður en ég held heim á leið. Reynum nú að fara aðeins oftar en einu sinni í viku út að labba en á fimmtudögum í sumar hefur þetta verið alveg pikkfastur dagur. Best að fara að hafa samband við karlinn og koma sér í gallann...

miðvikudagur, júní 21, 2006

...jæja mín komin aftur til landsins eftir frábæra daga í kóngins Köbenhavn. Auðvitað var rigning þegar við lentum en það virðist vera standardinn þegar komið er heim úr fríi frá heitari stöðum. En hérna kemur smá ferðasaga:

Miðvikudagur: komið til Köben kl.22, lest í bæinn og svo taxi til Mæju. Lentum í Bollywoodtaxa sem fór með okkur vitlausa leið eða á Englandsvej í staðinn fyrir Jyllandsvej. Helvískur var pottþétt að leika sér af þessu og endaði verðið í 300 dkr!!

Fimmtudagur: Strikið að versla, drukkinn bjór og kaffi og verslað meira. Borðaður yndislegur kjúllaréttur á einhverjum litlum veitingastað. Pöb um kvöldið og drukkið fullt af bjór! :)

Föstudagur: Fredriksbergscenter (verslunarmiðstöð). Rólegt og gott þar inn því það var svo heitt úti. Verslað og drukkið bjór eins og daginn áður. Tívolí um kvöldið, farið í fullt af tækjum, keypt mynd úr rússíbananum, borðað, meira af tækjum og svo bjór og candyfloss (bara handa mér) áður en var haldið heim um miðnætti.

Laugardagur: *púfff* verslað meira, aftur í Strikið en bara til að kaupa það sem gleymdist, drukkinn bjór og spókað sig og komin heim um kl 17. Byrjaði að pakka niður og lagði mig síðan smá. Mæja eldaði ofboðslega góðan kjúlla handa okkur og svo sátum við að sumbli í eldhúsinu hjá henni til að verða kl 2. Þá tókum við Klemens næstustrætó í bæinn og kíktum á 3 staði áður en við héldum aftur heim.

Sunnudagur: Tókum lest yfir á Fjón til að hitta familíuna mína sem er með sumarhús þar. Keyrðum aðeins um, keyptum risa ís og svo var náð í Röggu frænku og haldið í húsið. Þar var manni réttur bjór um leið og fæti var stigið inn. Svo var meiri bjór, kvöldmatur, hvítvínsgöngurtúr með Gyðu og Klemensi, meiri bjór og spilað boddsja (kann ekki að skrifa), ennþá meiri bjór og spilað Kubb, spjallað, kaffi með dooley's, spilað yatzy, horft á Dirty Dancing og farið að sofa.

Mánudagur: Lest aftur til Köben um hádegi eftir veglegan morgunmat. Löbbuðum heim frá lestarstöðinni með viðkomu í Fredriksbergcenter til að kaupa það sem hafði gleymst eða sem við höfðum ekki verið viss með. Labbað alveg heim með ferðatösku í eftirdragi (ath ég keypti hana ekki!). Slappað af og pakkað niður, borðuðum pasta, fórum í göngutúr og svo bus og lest út á Kastrup rétt fyrir kl.20. Lentum í Keflavík um miðnætti og komin alveg heim rétt rúmlega 1:30.

Frábær ferð, góður félagskapur, yndislegt veður, gaman að sjá eitthvað smá annað en miðborg Köben þó að hún sé alveg ofboðslega fallegt. Finn hvað ég hafði gott af þessu, er öll einhverveginn léttari...

miðvikudagur, júní 14, 2006

...er alveg að leggja í'ann til Keflavíkur og svo *fjússss* til Köben. Var að skoða veðurspána og hún lítur mjög vel út, þarf amk ekki að hafa áhyggjur af að ég hafi ekki pakkað niður neinni hlýrri peysu. Ef veðurguðirnir fara að stríða okkur kaupi ég bara eina!! :D

Vona að ég eigi góða ferð og skemmti mér vel, sjáumst eftir helgi! ;)

Hej hej...

þriðjudagur, júní 13, 2006

...tja best að blogga um djamm eins og venjulega! Ætlaði að eiga þessa fínu og rólegu helgi en Þóra var ekki alveg á þeim buxunum og hélt eitt stykki innfluttningspartý. Þar var mikið stuð og fullt af nýju fólki til að kynnast. :) Skemmti mér amk vel allstaðar nema á leiðinni í bæjinn en þá var ég að þrasa við Björn sem ég leigji með, það gerist oft en núna er ég búin að fá nóg!!! Skellti mér á Kaffi Vín til að heilsa upp á Gunnar og Helga sem er að fara að gifta sig og hringdi svo í Klemens sem var farinn heim og lét hann snúa við og við hittumst á Hressó og dönsuðum fram á rauðan morgun. Gaman gaman gaman :D

Núna er ég þvottateroristi, búin að þvo í alla nótt því ég ætla að hafa allt hreint þegar ég fer til Danmerkur. Nenni ekki að koma heim í yfirfulla þvottakörfu og plús það að ef ég þvæ ekki langar mig pottþétt að hafa eitthvað með mér sem er skítugt og það er bara ávísun á bömmer! Ekki það að ég ætli að taka mikið með mér en ég ætla að hafa stóra tösku með svona ef ég skildi finna eitthvað fallegt í búðunum!! :D

Jájájá sólarhringurinn öfugur því ég tók dvd-flipp og kúrði allan sunnudaginn (sökum *hóst hóst* augnverkja) og allan gærdaginn upp í sófa og dottaði. En ætla að fara að lúlla núna svo ég geti vaknað eldhress um tvö-leitið. Þvottavélin snýst á fullum hraða og ég hef ekkert annað að gera en að ZZZzzzzZZZzzzzzzZZZZZZ...

föstudagur, júní 09, 2006

...pantaði miða til Köben í gær, ákvað að nota orlofið sem er einhverstðar í Landsbankanum til þess að geta eitthvað skemmtilegt! :) Skelli mér út með Klemensi og Elfu þann miðvikudaginn 14. og kem aftur til landsins rétt fyrir miðnætti þann 19. Er voðalega glöð og spennt að fara aðeins út fyrir landsteinana, hef ekkert farið síðan ég flutti aftur til landsins sumarið 2004 *sussumbía*. Engar áhyggjur gott fólk, verð komin aftur í tækatíð til að taka einhver leiðinda próf og til að skella mér til tannsa að láta laga brottnu tönnina.

Ætli það sé ekki skilda að skrifa eitthvað smá um liðna helgi. Gyða og co. voru með afmælishelgi þar sem var haldið skuggalegt singstar sukkpartý á föstudagskvöldinu, laugardagurinn fór í þreytu og leti og sunnudagurinn fór í ennþá meira partý, spil, singstar, kúr, spjall, köll, dans og ég veit ekki hvað og hvað! Bæði kvöldin endaði ég á 11-unni en seinna kvöldið rann ég til í drullusvaði og var heppin að stórslasa mig ekki. Var voðalega spök og róleg að reyna að komast út til að fara heim á leið þegar mín bara rann í áfengispolli og datt á eyrað og var öll undarleg og skítug eftir fallið. Skilst að marið á hendinni sé eftir að dyravörðurinn greip í mig. Ég lít alltaf út á handleggjunum eins og Gunnar sé vanur að grípa í mig, sver fyrir það hér og nú að sú er ekki raunin! :)

Gunnari tókst að afleiða mig áðan og ekki nóg með það að við keyptum ís heldur keypti ég súkkulaði líka og ég sem var í heilsunbótargöngutúr með Klemensi í kvöld. Sukkilaðið var reyndar lítið en oj er búin að fá alveg nóg af sykri eftir það. Held ég geymi ísinn þangað til mig langar næst í eitthvað óhollt. Ætla sko alls ekki að fara með "feituna" með mér út til Danmerkur...

föstudagur, júní 02, 2006

...núna eru vinir mínir byrjaðir að hverfa af landi brott einn af öðrum. Sem betur fer er það bara til skamms tíma amk núna en sumir plana brottfluttning í haust. Ekki gaman fyrir þá sem eftir verða en mjög skiljanlegt. Vonast reyndar til að komast sjálf úr landi í nokkra daga en það er allt í skoðun. Er orðin svo nísk í ellinni!

Leyfði Klemensi að draga mig á göngu um daginn, það var svo hressandi að ég tróð mér með honum aftur í gær. Markmiðið er að hvítu pilsin sem ég hef svo oft rætt um fái að sjá sólina áður en það fer að hausta. Get reyndar troðið mér í þau en það er ekki falleg sjón enn sem komið er. Sé fram á að geta farið að skella mér í sund fljótlega, slímið sem ég hélt að væri sest að til frambúðar er byrjað að minnka og hóstinn næstum horfinn. Ætla bara ekki að byrja á fullu fyrr en ég hef verið frísk í einhvern smá tíma svo ég falli ekki aftur til baka á fyrsta reit. Miðað við þessar skjótu framfarir verð ég að viðurkenna að ógurlegi læknirinn hafði rétt fyrir sér. Hefði samt verið gott að vita hvað hann var að hugsa, mæli með túlk...