föstudagur, febrúar 28, 2003

...í fréttum er ekkert!! :( Ég labbaði niður á bókasafn áðan og ætlaði að hitta Gumma, þe. trufla hann pínu við lærdóminn og sníkja pening!! ;) En hann var ekki þar!!! Þá fór ég upp í skóla o gleytaði þar út um allt en því miður var enginn Gummi þar heldur!! Hvað gerðu bóndakonur þá?? Nú fóru heim og ákváðu að taka engann kjúkling út úr frystinum því við eigum ekkert til þess að hafa með honum og hékk svo á internetinu til þess að tapa aðeins fleiri heilafrumum en eru þegar horfnar á vit feðra sinna!!!! :) Hehehe ég sé fram á Apu-pizzu í kvöldmatinn ekki amarlegt það, mmmm með kjúkling eða kebab *slurp slurp*

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

...ég ætla bara að taka það fram til þess að fyrirbyggja misskilning að við Gummi erum EKKI að fara að gifta okkur heldur er kortið sem ég tala um í síðasta bloggi heillaóska kort handa Sigríði Árnadóttur frænku minni og Hrafnkeli Eiríkssyni nýbökuðum eiginmanni hennar!! Til lukku og eins og ég sagði í nótt þá er kortið á leiðinni, þarf meira að segja að fara í búð á eftir (pósthúsið er inni í henni) og núna ætla ég að muna eftir kortinu!!! Ákvað að koma með þess tilkynningu strax því ég var að fá e-mail þar sem ég var spurð út í þetta!!!

Best að ég segji frá þessu eins og allir aðrir!! Grétar var að setja inn eitthundrað og helvítishelling af myndum af árshátíðinni. Ef þið viljið skoða þær (mamma og pabbi eru skyldug!!!) ýtið þá hérna . Þarna er fullt af misgóðum myndum af okkur öllum svo endilega kíkið ef ykkur langar til þess að sjá hvað ég er sæt og aðrir herfilegir (eða öfugt!!).
...ég er hérna í smá átaki í því að blogga og er að reyna að blogga á hverjum degi núna, það kemur svo bara í ljós hversu lengi þetta átak endist svo hjá mér!! :) Ég gerði nú bara ekkert sérstakt í dag, ekkert sem er vert að tala um!! Ég fékk reyndar óvenju mikið af e-mailum fá vinum og ættingjum og eins og við vitum er það alltaf mjög gaman!! :) Sérstaklega gaman að fá bréf frá Boggu frænku, systur hans pabba, og ætla ég að skrifa henni bréf á móti fljótlega!! Ef hún eða Sirrý dóttir hennar les þetta þá er brúðkaupskort til Sirrýjar og Hrafnkels á leiðinni, eða sko hérna það liggur hérna á borðinu hjá mér því ég bara gleymi því alltaf þegar ég fer í bæinn!! Ég er svo hrikalega gleymin að ég er örugglega með heilaátu eða eitthvað álíka hræðilegt!!! Sá einu sinni þátt um heilann og þar var maður með heilaátu. Hjá honum lýsti það sér þannig að hann, sem hafði aldrei getað teiknað beint strik, var farin að mála þvílíkt flottar myndir!! Sérfræðingarnir sögðu að þetta myndi svo hverfa aftur þegar meira af heilanum væri horfinn. Allt svona finnst mér stórmerkilegt og þess vegna er ég að hugsa um að læra eitthvað um svona þegar ég verð loksins búin með menntó!!!! Í þessum þætti var líka fjallað um mann sem getur ekki þekkt andlit (það kom eitthvað fyrir hann, man ekki hvað). Hann hitti td. 3 stráka og hann vissi að einn þeirra var sonur hans en vissi ekki hver þurfti bara að hlusta eftir því að einhver þeirra segði eitthvað sem gæfi honum vísbendingu um að hann væris sonur hans. Þarna var líka kona sem sá ekki eins og við heldur eins og þegar við skoðum bíómyndir ramma fyrir ramma!! Þetta er óhugnalegt en samt svo heillandi, það finnst mér að minnsta kosti!!!

Annað að frétta er það að við Gummi höldum áfram að glápa á kvikmyndirnar sem við eigum í tölvunni svo við getum eytt þeim út og náð í fleiri til Ara!! :) Í kvöld kíktum við á 8 mile með Eminem og svo á The Usual Suspects. Þær voru báðar mjög fínar. Ég er mjög oft búin að reyna að horfa á The Usual Suspects en það hefur aldrei tekist fyrr en núna!!! Einu sinni var spólan sem ég leygði biluð, næst þegar ég reyndi bilaði video-ið okkar og einhverntímann hreinlega sofnaði ég bara yfir henni. En núna veit ég loksins hver Kæser Söse (hef bara ekki hugmynd um hvernig það er skrifað!!) er, mig grunaði nú eiginlega bara alla einhverntímann í myndinni - hehehe!!! :)

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

...pabbi gamli yrði nú alls ekki ánægður með litluna sína ef hann vissi hvað klukkan er núna!! ;) Annars er svo sem ekkert að frétta nema það að ég fór ekki í ræktina fimmta daginn í röð þannig að það er eins gott að ég mæti á morgun (það er sko ennþá þriðjudagur í mínum huga þar sem ég hef ekkert sofnað!) svo ég verði ekki eins og belja á svelli!! Ég fann nefnilega svell í kvöld og það var ansi sleipt, ég rann samt ekki á rassinn!! :) Ég ætla líka að prófa að fara í box á fimmtudaginn með Kristínu ef hún vill ennþá hafa mig með!! ;) Ég hlakka mjög mikið til að prófa eitthvað nýtt í ræktinni og hún sagði að maður fengi handska og allt þannig að þetta er rosa spennó!! ;) Hmmm, ég var að lesa yfir síðasta bloggið mitt og ég gleymdi að segja frá myndinni sem Óli teiknaði fyrir forsíðuna á söngbókinni. Hann tók mynd sem hann átti af Kårhuset (skemmtistaður, aðeins fyrir stúdenta og mig svindlarann!!) og breytti henni í Photoshop (held ég) þannig að hún leit út fyrir að vera teiknuð. Svo teiknaði hann alveg sjálfur mynd af manni (ætli þetta sé ekki bara hann sjálfur!! Hann hlýtur að eiga lopapeysu inni í skáp!!) í lopapeysu með víkingahjálm og íslenska fánann í annarri hendi og íslenska-brennivínsflösku liggjandi hjá sér. Þessi maður liggur svo undir tré fyrir utan Kårhuset sennilega dauðadrukkinn eins og íslendings er von og vísa!! :) Mér finnst þatta alveg rosalega flott mynd og tók meira að segja tvö eintök af söngbókinni með mér heim til þess að eiga myndina!! :) Jámms ég veit að sumir eru skrítnari en aðrir!! ;)

Annað í fréttum: ég horfði á myndina The Others áðan með Gumma og svakalega fannst mér hún krípí!!! Á einum stað gelti ég svoleiðis upp í eyrað á Gumma að hann alveg stökk á fætur, ehemm auðvitað var það gert viljandi sko hérna hmmm!!! :) Mér fannst þetta alveg rosalega góð mynd en ég er fegin að hafa ekki séð hana í bíó!! Eftir hana voru Tommi og Jenni (Tómas og Jónas heita þeir víst á Gumma heimili!!) settir í gang!! Ari var svo mikill snillingur að download-a einum og hálfum tíma af þeim. Mikil lifandi ósköp sem þeir eru fyndnir!! Mér funndust þeir fyndnir þegar ég var lítil en þeir eru ennþá fyndnari núna!!! :) Ég vissi samt ekki að þessir þættir hefðu fengið Óskarsverðlaun, en þeir fengu þau amk. '44, '46 og '48 minnir mig - gaman að því!! :) Eftir Tómas og Jónas (ætli frændi hans Gumma heiti Jónas þess vegna???) skellti ég svo bara Þrumuköttunum af stað!! :) Ég er nefnilega einlægur aðdáandi þeirra þátta (ásamt Jem and the Holograms og næstum allra annarra teiknimynda sem eru vel teiknaðar, já ég veit að ég er ömurleg!!) og var svo dugleg að ladda niður nokkrum þáttum af þeim þar á meðal eru upphafsþátturinn sem er jafn langur og 4 venjulegir, ég varð bara aftur 10 ára og þetta var alveg æðislegt!! :) Ég á reyndar nokkra þætti af Þrumuköttunum og Jem á video-spólum og kíkji oft á þetta þegar ég á erfitt með að sofna!! Núna ætla ég að kveðja í bili og kíkja á barnaefnið á treunni!! :)

Það er örugglega gott að vera í sambandi við barnið inni í sér er það ekki?!?!?!?!

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

...þá er eiginlega kominn þriðjudagur og ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað klukkan er orðin mikið!! Ég er nefnileg að þvo og þurrkarinn er að stríða mér og er bara helmingi lengur að þurrka allt en venjulega og mér finnst þetta mjög pirrnadi!! Ég heyri þurrkarann samt hlægja af mér í laumi þegar ég loka þvotthúshurðinni - bölvað kvikindið!!! :( Árshátíðin er afstaðin og allt í gúddí með hana, allir skemmtu sér vel og voru misjafnlega fullir!! Þurfti víst að bera suma heim, meðan aðrir voru ælandi inni á klósetti svo klukkutímum skipti!! Enn aðrir voru svo óforskammaðir að æla fyrir utan "sykurmolann" og þurfu þá einhverjir mjög óheppnir að fara út og þrífa það!! Það var æðislegt að sjá alla í sínu fínasta pússi, stelpur í fínum kjólum eða pilsum og strákarnir allir í jakkafötum, þetta var þvílík breyting frá gatslitnu gallabuxunum og íþróttafötunum sem einkenna okkur dagsdaglega!! Einhver spurði okkur Kristínu hvort við værum glæsilegustu stelpur kvöldsins og auðvitað svöruðum við játandi, annað hefði nú bara verið fíflaskapur - hehehe ;) Skemmtiatriðin tókust líka alveg ágætlega þó eitt lagið hafi orðið alveg einstaklega falskt en það kanski passaði bara vel við það því það var um bytturnar okkar þær Jónu og Lovísu - hehehe - nei í alvöru talað þá var það lag alveg einstaklega illa sungið en hin held ég að hafi tekist nokkuð vel. Sumir voru búnir að vera eitthvað stressaðir að textarnir væru "vondir" en allir voru ánægðir og hlógu dátt af textunum um sig enda var ekkert skítkast á neinn heldur bara svona góðlátlegt grín!! Ég lofaði víst mömmu að setja textann um okkur Gumma hérna inn og það er best að halda það loforð svo hún haldi áfram að senda okkur ullarsokka, Cheerios og lakkrís annað slagið!! :)

Lagið er Rabbabara Rúna, svona fyrir þá sem langar að raula með!! :)

Svakalega Sirrý, gasalegi Gummiiiiiiiiiii

Hún er Seyðisfjarðar skvísa
honum oft hún er að lýsa
Já á Seyðisfirði gerist margt sem engum gæti dottið í hug.
Oftast sést hún masa
þar kennir ýmissa grasa
og enginn getur stoppað hana þegar hún kemst á flug.

Þarna er hún svakalega Sirrý
Já þarna er hún svakalega Sirrý
Úhúhú svakalega Sirrý rosa skvísa er hún.

Gummi á gítarinn oft glamrar
og á raddböndunum hamrar
vaskar upp og hangir síðann tölvunni sinni í.
Gamall finnst honum hann vera
og ábyrgð þurfa að bera
án þess þó hann sé nokkuð að velta sér upp úr því.

Þarna er hann gasalegi Gummi
Já þarna er hann gasalegi Gummi
Úhúhú Gasalegi Gummi svaka gæji er hann.

Daglega í ræktinni þau brenna
og sig út og suður glenna
og stefna að því að vera bikiní fær nú í vor.
Á matarkúr þau eru núna
og reyna að halda fast í trúna
að rækta sig svo þau verð' ekki aumingjar með hor:

Þarna er hún svakalega Sirrý
og þarna er hann gasalegi Gummi
Úhúhú frjálslega fólkið sem fríkar alltaf út.


Mér finnast allir textarnir sem þær frænkur Lovísa og Jóna sömdu vera mjög góðir og þær eru mjög sniðugar að finna eitthvað til þess að semja um!! Held að mig vanti þennan hæfileika alveg þó það hafi svo sem aldrei reynt neitt á það, mamma er rosalega sniðug að semja svona texta og ljóð og ræður og alls konar!! Þetta er skemmtilegur hæfileiki en ég er samt ekkert öfundsjúk enda er ég ekki öfundsjúk manneskja að eðlisfari, ég lít bara þannig á hlutina að ég geti gert eitthvað annað í staðinn!! Jæja verð að fara að athuga hvort handklæðin okkar eru farin að bráðna í þurrkaranum eftir allan þennan tíma þar!!! Við sKjáumst seinna!!!



föstudagur, febrúar 21, 2003

...skrammbans!!! Ég var búin að skrifa alveg heilann helling og ætlaði svo að setja link á aðra síðu en var búin að gleyma hvernig átti að gera það og var að skoða mig um á "öllum" þessum tökkum hérna og ýtti á einhvern vitlausan og allt bara strokaðist út!! :( Góða er að núna er ég búin að finna takkann svo í framtíðinni fer ég kanski að linka á alla út um kvippinn og kvappinn!!! Verð að fara að gera eitthvað svoleiðis eða bjóða upp á eitthvað eins og próf eða kannanir eða uppskriftir eða bara eitthvað allt annað en mjög sniðugt svo ég fái fleiri hitt á siðuna mína. Ætti kanski að fara að rífa mig eins og Jóna gerði á Lágmenningu svo þeir linki á mig!! ;) Hmmm, við nánari athugun er það lang gáfulegast því þá þarf ég ekki að finna upp á neinu sniðugu sjálf!! :) Það leiðinlega við þá hugmynd er að þá fara allir að böggast eitthvað í mér og kalla mig feitan og ljótan alka en tja ætli maður lifi ekki?!?!?! Allt fyrir frægðina!! Smá hugleiðing: hvernig fóru Beta Rokk og Katrín að því að verða svona vinsælar??? Þær eru lélegir pennar og eru ekki að bjóða upp á neitt nema skítkast og eitthvað bull skrifað á gelgjísku!! Jæja þá er ég farin að sofa eða lesa eða horfa á teiknimyndir eða hanga áfram á netinu, vá í hvað lífið mitt er innihaldsríkt og bíður upp á margt!!! Hehehehe :)

P.s. vinkona mín sem er að baggsa við að læra lögfræði svo hún geti varið sjálfa sig í framtíðinni sagði mér að ég gæti ekki byrjað að flytja inn General Mills vörurnar til Svíþjóðar því þeir eru í Evrópusambandinu!! :( Þetta finnast mér hreint út sagt hræðilegar fréttir fyrir íslendinga sem eru búsettir hér og já auðvitað líka hræðilegt fyrir sjálfa svíana en þeir vita amk. ekki af hverju þeir eru að missa en það vitum við!!! Mmmm venjulegt Cheerios, mmmm Honey Nut Cheerios, mmmm frosted Cherrios, mmmm Cocoa Puffs *slurp slurp og slef*. Ætla samt að láta ykkur öll á Fróni vita af því að ég sit ekki á rúmstokknum okkar allan daginn og hugsa um hvaða mat ég er að missa af að borða á Íslandi því hér er alveg ljómandi fínn og ódýr matur!!! Það eina sem er leiðinlegt er að fá ekki skyr en því er hægt að redda og búa sjálfur til skyr úr hreinni jógúrt og það er MJÖG gott á bragðið!!! :)

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

...ok, ég var að koma heim eftir morgun brennslu á fastandi maga í Feel Good!! Það var alveg frábært að rífa sig upp eldsnemma og glorhungraður til þess að hamast á einhverju tæki eins og fífl!!! ;) Málið er að ég hef bara aldrei verið eins svöng á ævi minni, ég bara ætlaði ekki að komast heim og var farin að sjá Cheerios með mjólk í hyllingum áður en ég var byrjuð á magaæfingunum!! Núna er ég að borða þetta hugleikna Cherrios og þá kem ég því varla niður því ég var svo svöng!!! :S Þetta hefur aldrei gerst áður en ástæðan gæti verið sú að eftir æfingu í gær urðum við Gummi að hlaupa heim því það var söngæfing fyrir árshátíðina heima hjá okkur klukkan 21:00 og höfðum engan tíma til þess að borða almennilega fyrr en eftir gólið!! Ahhh mér er farið að líða aðeins betur, Cheerios er greinilega allra meina bót og ég held að maður ætti að fara að reyna að græða einhverja peninga með því að byrja að flytja vörur frá General Mills inn til Svíþjóðar (Cocoa Puffs er nefnilega líka alveg nauðsynlegt svona til hátíðarbrygða á sunnudögum!!!). Annars ganga árshátíðaræfingarnar bara ágætlega og æfingin í gær var sú besta til þessa held ég bara. Þeir sem eru svo heppnir að fá að hlýða á ómþýðan söng okkar verða samt að taka viljan fyrir verkið því við erum engir proffar og hver veit nema allt mistakist þegar á loksins að flytja verkið fyrir 25 manns!! Ég er samt viss um að þetta verður alveg frábært hjá okkur og að allir eigi eftir að skemmta sér vel við að hlusta á mildar níðvísur um nágrannann!! :) Jæja það er best að fara að læra eða gera eitthvað þaðan af merkilegra, horfa á sjónvarpið, áður en ég skrepp aðeins í skólann!! Við pikkumst seinna!!

P.s. Það er líka að læra að horfa á TíVí-ið, amk. ef ég horfi á eitthvað sænskt!! ;D

föstudagur, febrúar 14, 2003

...jæja þá er ég byrjuð að ýta á stafina á lyklaborðinu eftir langa fjarveru!! Er ekki frá því að ég sé bara stirð í puttunum eftir eina viku án þess að blogga!! Var að skoða hvort það séu ekki margir búnir að skoða síðuna mína og teljarinn er rétt skriðinn yfir 1000, er nákvæmlega 1023! Það er nú alls ekki jafn mikið og hjá sumum öðrum en ég held því fram að það sé betra að halda jöfnum hraða eða fara hægt og sígandi upp á við í staðinn fyrir að fara hratt upp og svo bara búmm allir hætti að skoða og ég verði bara leið!!! :( Annar held ég að ef ég gæti virkjað lesendur mínar í Czech Republic og Portúgal til þess að skoða oftar þá mundi mælirinn alveg þjóta upp!!! Kanada hefur staðið sig aðeins betur en hin áður nefndu og er ég mjög stolt af þeim enda eru engar mörgæsir hjá þeim!!! Get nefnilega orðið alveg standandi hissa á hvað sumt fólk getur látið út úr sér!! Það var svona standandi grínisti hjá Jay Leno einhverntímann fyrir löngu og hann var að gera grín að Kanada. Sagði eitthvað um að þeir þyrftu ekki að hafa her því þeir væru með Bandaríkin öðru megin við sig og mörgæsir hinum megin!!! MÖRGÆSIR?!?!?! Læra þau í USA kanski að ísbirnir éti mörgæsir??? Mér er spurn!!! Það er nú aldeilis glatt á hjalla á Fjarðarbakkanum þegar við náum mörgæs í gildrurnar okkar í fjarðarminninu og upp í fjalli, því eins og allir sannir veiðimenn vita verður maður að vera mjög séður til þess að ná hinni mjög svo slóttugu mörgæs!!! Mmm mmm mmm mörgæsarkjöt er svo gott steikt, soðið og jafnvel viðbrennt!!! BULL!!!!!

Annars hef ég svo sem ekkert að segja merkilegt, er bara alltaf eitthvað að gaula með öðrum íslendingum og þykjumst við ætla að skemmta öðrum íslendingum á væntanlegri árshátíð!! Vona bara að það verði hlegið með okkur ekki að okkur því við erum ekkert vanir gólarar!! En við erum amk að reyna og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi!! :) OK. ég varð nú aðeins að kíkja inn á lágmenningu áðan til þess að kíkja hvað þeir hefðu skrifað um fótboltann og Jónu!! Mér fannst þetta eiginlega bæði fyndið og sorglegt!! :S En elsku Jóna mín ég hef aldrei fundið hina miklu gleði sem fells í fótboltanum og á aldrei eftir að finna hana því mér finnst fótbolti bara alveg hund-, grút-, ógeðslega leiðinlegur!!! En ég skil samt alveg að öðrum finnist hann skemmtilegur og finnst fótbolta unnendur hvorki betri né verri en annað fólk, bara svona alveg eins og allar aðrar mannskepnur á þessar plánetu!! Það getur ekki öllum fundist það sama skemmtilegt og ég er alveg handviss um að mér finnst alveg hellingur af hlutum skemmtilegir eða áhugaverðir þótt öðrum finnist það ekki!!! Bara svona smá hugleiðing eða eitthvað, þið ráðið alveg en amk. ekki diss eða neitt þannig á aðra!!! Ég er farin að bursta, við skjáumst!!

föstudagur, febrúar 07, 2003

...þá eru fyrstu skóladögunum lokið. Ég reif mig upp eldsnemma í morgun, þe. fyrir klukkan sjö, til þess að skakklappast í skólann klukkan hálf 8. Það tekur nefnilega svona um 25 mínútur að labba þangað en ég er miklu fljótari að labba heim hvernig svo sem stendur á því!!! ;) Ég var sem sagt mætt galvösk rétt fyrir klukkan átta og beið og beið fyrir utan stofuna. Þá kom einhver kerling aðvífandi og sagði að kennarinn okkar sem heitir Karen Jans- eða Jonsson væri heima með veikt barn. Hvað átti ég að gera þá?? Það var um margt að velja, td. að fara heim en hver nennir að labba í 25 mín heim til þess að stoppa þar í svona 1 klst og labba svo í 25 mín aftur til baka?? Var að gæla við að finna mér þægilegan sófa eða stól eða jafnvel bara bekk til þess að leggja mig á en tók svo þá hetjulegu ákvörðun að læra bara!!! Er núna sem sagt búin að lesa 53 bls í Angela's Ashes og þá eru bara svona 400 bls eftir!!! Nóg að gera hjá mér á næstunni því við alla þessa lesningu bætist önnur bók á ensku, 20 textar og eitthvað meira + það sem þarf að lesa í sænskunni!! Í dag þakka ég Guði fyrir að ég hef gaman af því að lesa og er komin með þann þroska (vonandi) að leyfa kennurum að skipa mér fyrir um hvað ég les!! ;) Það er af sem áður var þegar ég var á mótþróaskeiðinu og bara harðneitaði að lesa einhverjar hundleiðinlegar bækur eftir Halldór Laxnes og Þórberg Þórðarson eða einhverja hundgamla eða löngu dauða enska rithöfunda. Versta við þetta mótþróaskeið er að ensku bækurnar eru allar þrælskemmtilegar, gluggaði nefnilega í þær þegar ég var hætt í skólanum!!! Kanski maður láti þetta sér að kenningu verða og hraði sér í gegnum Angela's Ashes og kíki svo á bíómyndina, hef séð hana og hún er alveg þræl mögnuð!!

sunnudagur, febrúar 02, 2003

...undur og stórmerki gerast enn!!! Það er aldeilis hvað dugnaðurinn hellist allt í einu yfir mann!! Ég, hún Sigríður Jónsdóttir dóttir Grétars Fúsa fékk hreinlætisæði áðan og ákvað að taka frekar baðherbergið í gegn en að horfa á Bravehart í 3 klst og 20 mínútur!!! Skil bara ekki hvað gerðist, ég ákvað að horfa nú á þessa mynd því ég hef aldrei séð hana í heilu lagi bara einn hluta hér og annan þar en ég bara gat það ekki því baðherbergið kallaði á mig "Sirrý, Ssssiiiirrrrrrrrrrrýýýýýýýýýýýýýý, komdu að þrífa mig ég er svo skítugt að það er ógeðslegt!!!! Baðherbergið fékk sínu framgengt, ég gaf skít í bíómyndina og fór að þrífa skít í staðinn!! :) Núna er bara allt hitt eftir og vonandi verð ég í eins miklu þrifa stuði á morgunn og í kvöld! Hmmm, annars er ekkert að segja því ekkert hefur gerst!! Ég var veik á fimmtudag og föstudag og ákvað þess vegna að taka því líka rólega á laugardaginn. Stalst reyndar yfir til Lovísu að spila með krökkunum á föstudagskvöldið en það er svo stutt yfir til hennar að það telst varla til þess að fara út! :) Er orðin eins frísk núna og jafn óheilbrigð manneskja eins og ég getur orðið og ætla þess vegna að vakna snemma í fyrramálið til þess að panta tíma hjá honum Joakim námsráðgjafa svo ég geti farið að byrja að skólast aftur!!

Ef Anna, systir hennar Jónu, les bloggið mitt þá ætla ég að þakka henni fyrir að skrifa í gestabókina hennar Jónu aðhenni finnist nýja hárið mitt flott!! :) Reyndar er þetta ekkert nýtt hár, heldur það gamla sem er búið að klippa -hehehehehehehehe- ó ég er svo fyndin!! Held ég hætti að pikka áður en ég verð ennþá fyndnari, er ekki viss um að lesendur mínir myndu þola slíka og aðra eins fyndni og gæti hugsanlega olltið upp úr mínum óendanlega bull brunni!!! Góða nótt!!!