mánudagur, júlí 21, 2008
Í dag var svo aftur farið til Egilsstaða að kaupa sólarvörn fyrir Grikkland. Rosasterka og hrukkubana vörn fyrir andlitið, sterka fyrir líkamann og after-sun. Hefði kannski alveg getað keypt þetta í fríhöfninni en ég nenni ekki að vera með eitthvað prógramm þar, langar bara að dandalast um og kaupa óþarfa!! :D Svo skillst mér að það muni ekkert svo miklu orðið á verði í landi og í dutyfree.
Svo er bara Danmark eftir nokka daga. Veit ekki alveg hvort við förum norður á fimmtudeginum eða föstudagsmorgun en ég vona að það verði ekki fyrr en á föstudeginum því vika án elskunnar hljómar ekkert voðalega spennandi þó ég lifi það alveg af...
fimmtudagur, júlí 10, 2008
Er ekki ennþá komin í myndaham, algjör lúði ég veit! En fyrir þá sem vilja sjá myndir frá liðinni helgi setti Auður Ösp inn myndir á picasasíðuna sína. Fullt af fólki á öllum aldri þar sem þau systkinin voru öll með einhverja gesti. Ætli ég hafi verið aldursforsetinn...
fimmtudagur, júlí 03, 2008
Síðasta þriðjudag skruppum við Arna til Akureyrar yfir daginn. Það var mjög skemmtileg ferð og fljót að líða þar sem mikið af einkahúmor varð til. Ég er líka ánægð með nýja Glerártorgið, núna er amk eitthvað varið í að fara þangað og ef ég væri ekki að fara til Dk eftir 3 vikur hefði ég keypt mér alveg helling af ónauðsynlegu drasleríi.
Svo kom Gullan loksins aftur heim úr fjölskylduferðinn til Uk. Held hún hafi skemmt sér mjög vel og keypti sér fullt af fallegum fötum og dótaríi. Svo fékk ég fínan pakka frá henni sem var ekkert slor, armband, hálsmen, vaselín með sólarvörn (óskaði sérstaklega eftir því) og símaskraut með elskunni minni henni Tinkerbell úr Pétri Pan. Alveg í stíl við inniskóna frá Klemensi og sokkana frá Gyðu...
laugardagur, júní 28, 2008
Núna er ég aðeins farin að finna fyrir því að það styttist í utanlandsferðirnar mínar. Byrjuð að telja niður í huganum en lofa að byrja ekki hérna fyrr en það verður ennþá styttra í þetta allt saman. En jeij hvað ég hlakka til. Er samt ekki eins og sumir, sem ég nefni ekki á nafn, sem verða þunglyndari eftir því sem styttist í ferðalagið til Póllands þó hann hlakka óskaplega mikið til!! Öfugsnúið...ég veit!! Getur einhver getið hver þetta er?? Held að skytturnar ættu að vera mjög heitar í þessari getraun!
Ahhh fór í leikhús áðan, það var heimsfrumsýning á "Kinkí, skemmtikraftur að sunnan" eftir Benóný Ægisson og í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Þetta var mjög skemmtilegur einleikur í mjög afslöppuðum dúr en ég er sorgmædd hvað það mættu fáir. Ekki nema 25-30 hræður létu sjá sig. Mörgum fannst víst mikilvægara að styrkja fótboltaliðið með nærveru sinni á þeirra fyrsta heimaleik og þau um það. Þeim finnst ég örugglega líka hafa misst af miklu að hafa ekki húkt úti í rigningu og roki, gólandi og gargandi þegar ég gat sitið róleg inni í hitanum með bjórglasið mitt! Ég dæmi engann en ég veit hvoru mér finnst meira vit í...
mánudagur, júní 23, 2008
Var í borginni í síðustu viku frá mánudegi til föstudagsmorguns. Hitti nokkra góða vini en náði ekki að hitta suma því miður, Madda Stína mandarína var ein af þeim og mér fannst það mjög leiðinleg en tíminn bara flaug. Þetta var heldur engin skemmtiferð þar sem ég fór sérstaklega til að pakka dótinu mínu niður. Gunnar var svo góður að taka sér frí í vinnunni einn dag til að hjálpa mér og í staðinn gaf ég honum morgunmat, ís og kvöldverð á Taco Bell. Held að honum hafi ekkert fundist það leiðinlegt. Svo er bara að bíða eftir að dótaríið komi og finna stað fyrir það. Ég bý auðvitað hjá mömmu og pabba en þar er ekkert pláss fyrir aðrar búslóð. Svo er ég alltaf hjá Dawid en ég kann ekki við að troða öllu á hann fyrr en hann bíður mér opinberlega að búa hjá sér. Ætla samt að láta hann nota þvottavélina mína þar sem sú sem fylgir með íbúðinni er frekar þreytt og það þarf alltaf að hjálpa henni á næsta kerfi!!
Mér er reyndar boðið að taka road-trip með Örnu í borgina í næstu viku en ég held að ég láti ekki verða að því. Þarf að spara peningana mína fyrir utanlandsferðirnar mínar og svo hef ég í rauninni ekkert að gera í Reykjavík akkútat núna, er samt byrjuð að plana ferð suður í haust eða í síðastalagi í desember og þá ætlar Dawid að koma með og kynnast borginni aðeins.
En sýnist gólfið vera orðið þurrt svo þá er kominn tími á sturtu...
mánudagur, júní 16, 2008
Náði mér í smá lit á laugardaginn. Sofnaði reyndar í sólbaði um 18-leytið og vaknaði stuttu síðar þegar sólin var farin, alveg skítkalt. Ef ég ákveð að láta sjá mig á pallinum einn dag kemur þoka og rigning næstu daga, alveg ótrúlegt!!! Vona að verðið verði gott næstu helgi svo ég geti sólað mig aðeins. Ekki það að ég sé svo mikill sólbrunku aðdáandi heldur er ég að reyna aðeins að venja húðina við áður en ég fer til Grikklands. Langar ekki að verða öll rauð og þrútin þar! Er samt ábyrgur sólsleikjandi og nota sólvörn númer 20 á tveggja tíma fresti og geri það að sjálfsögðu líka í sumarfríinu.
Vona að einhverjir hafi skoðað myndirnar sem ég setti inn. Myndavélin er komin í töskuna svo það verða vonandi einhverjar myndir frá borginni og þá ætti nýja flotta klippingin mín að sjást...
fimmtudagur, júní 12, 2008

...nokkrar myndir frá ferðinni okkar Dawids til Akureyrar um páskana. Ákváðum að taka nokkrar túristalega myndir, risa snjókarlinn á torginu...

...Dawid á Bautanum í hádegismat, fór með hann þangað því það er svo ekta Akureyrskt...
...aðeins að unglingast við Goðafoss á leiðinni heim...
...með sólina í augunum...
...já kannski loksins komin með myndadellu. Einhverjir örugglega glaðir yfir þessu, það er alltaf verið að skamma mig fyrir að hafa engar myndir og engin albúm en ég er að reyna að bæta þetta. Þessvegna er ég með myndavélina í töskunni öllum stundum núna. Gleymi að vísu oft að nota hana en heij batnandi fólki er best að lifa!! :) Ætla þessvegna að drífa mig að gera albúm á morgun þegar ég kemst í tölvu sem er ekki með allt merkilegt á pólsku eins og td picasaweb osfrv. Frekar pirrandi, tókst samt einhvernveginn að láta Dawid samþyggja að leyfa mér að setja svona takka svo það sé auðvelt að skipta um tungumál á lyklaborðinu og mér tókst það þó allt sé á pólsku. Já er svakalega klár! ;) Ok myndir á morgun en halda áfram að sofa núna...
mánudagur, júní 09, 2008

Ahhh ágætt í bili er það ekki...
laugardagur, júní 07, 2008
Svoo er auðvita Köben með mömmu, Siggu frænku og Jónu Valdísi 25.júlí til 1.ágúst, dríf mig bara heim, ríf upp úr töskunum, þvæ, þurrka og brýt saman og svo fjúffff aftur til útlanda. En nóg um þetta. Er farin að drekka ennþá meira kaffi, við Gúllas erum búnar að vera á þambinu síðan klukkan 13...
laugardagur, maí 31, 2008
Um daginn fór ég í sólbað, hef ekki gert það í mörg ár og í alvörunni náði ég smá lit. Kannski finnst ykkur það ekkert merkilegt en fyrir hina skjannahvítu mig sem hefur ekki verið sólbrún síðan 1995 er þetta nokkuð mikið afrek. En sólin fékk ofbirtu í augun af mér og hefur ekki látið sjá sig síðan. Vona að hún jafni sig því ég verð að venja húðina aðeins við áður en ég fer til Grikklands.
Undanfarnir dagar hafa verið góðir með tíðum Egilstaðaferðum, nýr kjóll prýðir safnið mitt og rauður varalitur hefur það gott í veskinu mínu. Ég sá líka gamla vinkonu í gær sem leit svo vel út að ég bara gapti og ég samgleðst henni svo innilega. Hún hefur veitt mér innblástur í að losna við þessi fáu aukakíló sem "fegra" líkamann minn, þetta er greinilega hægt og kannski ekkert svo erfitt ef maður er bara ákveðinn og duglegur.
Það var partý í gær og við Dawid fórum en vorum gamla stillta fólkið sem fór heim fyrir miðnætti. Notalegt svona stundum þó ég sé mikið partýljón eins og allir sem mig þekkja vita. Enda þýðir ekkert að vera þreyttur í dag þegar sjómannadagshófið er. Matur, skemmtiatriði, spjall, drykkja og dans fram á rauðan morgunn.
Er að hlaða myndavélina svo ég geti losað hana fyrir kvöldið og ef það eru einhverja fínar myndir af fína og flotta kærastanum mínum getur bara vel verið að ég skelli einni inn, þið verðið nú að fá að sjá gripinn er það ekki?
Já lífið er yndislegt, var ég búin að segja ykkur það...
miðvikudagur, maí 21, 2008
miðvikudagur, maí 07, 2008
Frumsýning sjálf gekk alveg frábærlega, góð mæting, ekkert klúður sem talandi er um, salurinn frábær og krafturinn með ólíkindum. Eftir sýninguna þegar við fengum að tala við fólkið okkar byrjaði ég að skjálfa og fór næstum því að grenja, smá svona eftir taugakast eða hvað maður á að kalla þetta. Auðvitað var skálað í kampavíni á eftir og svo elduðu Maggi og Lilja lasagna og kjúklingakássu handa okkur öllum, að lokum var sungið og trallað og drukkið og hlegið og svo farið á Láruna þar sem gleðin hélt áfram fram á morgun. Það skemmdi ekkert fyrir gleðinni hvað fólk var duglegt að koma og þakka okkur fyrir og hrósa okkur og handritinu, þetta var bara eilíf sæluvíma. Ég ákvað svo að vera ekkert að fara í eftirpartý þó mig langaði því ég sá ekki fram á að nenna að labba heim og svo mátti ekki gleyma að önnur sýning var strax næsta kvöld. Hún gekk nú bara vonum framar, fólk ekkert mjög sjúskað og salurinn góður þó það væru fáir. Það vill nenfilega oft vera þannig að önnur sýning er léleg og mjög fáir mæta svo við vorum bara nokkuð sátt.
Það var mjög skrítið að fá svo tveggja daga frí, bara hvergi sem maður þurfti að vera allt kvöldið. Hvað átti maður að gera? Horfa á sjónvarpið vera með ástvinum? Eða fá flensu? Jú það síðasta varð fyrir valinu. Ekkert alvarlegt samt, er bara hrikalega tussuleg og hósta heilan helling. Tek bara hósatasaft og panodil fyrir sýninguna í kvöld því ég verð að standa mig alveg extra vel í kvöld því foreldrar mínir koma að berja mig augum. Svo á föstudaginn er lokasýning og þá ætlar Dawid að mæta aftur og taka myndir, gaman að eiga myndir af þessari lífsreynslu. Svo er þessari törn bara lokið en hver veit hvort maður verði með á næsta ári...
fimmtudagur, apríl 10, 2008
Skellti mér til Akureyra á laugardaginn fyrir páska með Dawid og fjölskyldunni hans. Skrapp í búðir og fékk mér að borða, sendum svo fjölskylduna heim því við áttum bókað herbergi. Byrjuðum á því að leggja okkur og gera okkur svo fín fyrir kvöldmatinn. Ég borðaði himneska nautasteik sem bráðnaði í munninum og drakk alveg hrikalega gott rauðvín með. Svo fórum við í göngutúr og á kaffihús og svo í bíó á 10.000BC. Mjög skemmtileg mynd en fólkinu í kringum okkur hefur örugglega ekkert haft gaman að því þegar ég var að þýða fyrir Dawid þegar fólkið var að tala einhverja fornísku og auðvitað bara íslenskur texti. Svo röltum við aðeins meira um bæinn, ætluðum á kaffihús aftur en nenntum því ekki og fórum heim að sofa. Sváfum eins lengi og við gátum morguninn eftir og fórum svo á Bautann og borðuðum alveg hrikalega góðan mexíkó hamborgara, svo var rúntað um og Akureyri skoðuð áður en var tími til að halda aftur heim. Hefði verið gaman að vera aðra nótt en það er líka gott að fara þegar er gaman svo ferðin verði eftirminnileg.
Þegar heim var komið var hamast við að byrja á páskaeggjum og svo drukkinn smá bjór og farið á Láruna. Gat nú ekki látið heila helgi líða án þess að koma við þar. Það endaði með mega fyllerí hjá öllum og smá misskilningi hjá sumum en allt fór sem betur fer á besta veg að lokum. Sumt fólk tekur bara eðlilegum samskiptum aðeins of alvarlega!!
Eftir páska varð ég svo veik...í 10 daga held ég. Lá bara alveg flöt, bruddi verkjapillur, drakk eplasafa of svaf. Allt sem ég gerði meiddi mig, meira að segja að ganga í joggingbuxum. Þetta voru ekki skemmtilegustu dagar lífs míns og langt síðan ég hef orðið svona hrikalega lasin. Vonanst til að endurtaka það ekki á næstunni. Tóks að smita mömmu ræfilinn og Gullu mína og þær urðu báðar alveg fárveikar í marga, marga daga.
Svo hafa öll virk kvöld og eftir hádegi um helgar farið í leikæfingar, þetta er allt saman að koma hjá okkur og bráðum verðum við stórstjörnur. Ég sýni að sjálfsögðu mikla hæfileika og stjarna mín á eftir að skína skært á fjölum Herðubreiðar. Ég lofa þeim sem mæta að þeir fá að sjá svolítið sem ekki hefur oft sést!!
Hvað er svo planið næstu daga? Jújú það er að baka pizzu með stelpunum og syngja í singstar, veit ekki hvort það er bæði föst og laug eða bara annað kvöldið. Svo er líka á döfinni að vera ekki drukkin á laugardagskvöld svo við Dawid getum gert eitthvað uppbyggilegt á sunnudaginn eins og að fá okkur brunch á hótel héraði eða farið í sund áður en leikæfingin byrjar. Ef við verðum extra snemma í því ætlum við meira að segja að skreppa í sviðsvinnu hjá leikfélaginu líka. Maðurinn segist vera vanur að mála og setja upp svið svo afhverju ekki að nota hann? Svo þurfum við líka að fara í Bónus ef Dawid fær íbúðina sem hann er að fara að skoða í kvöld, *krossa putta* sem er nú einmitt bara hérna í götunni svo ég get bara skoppað yfir á náttfötunum. Það væri nú gaman, vona að allt gangi vel, hann fái íbúðina og geti flutt sem allra fyrst inn því það er það sem hann dreymir um. Kannski ekki gaman að búa í marga mánuði hjá stóru systur og hennar familí.
En jæja þá er komið að mér að fara í bað og borða kvöldmat, alltaf gaman að þessu. Læt ykkur Reykvíkingana svo vita þegar leið mín liggur næst á suð-vestur hornið. Það verður samt kannski ekki fyrr en í júní því það er svo hrikalega mikið að gera hérna í firðinum, leikfélagsæfingar og svo sýningar, sumarbústaður og sjómannadagshelgi svo eitthvað sé nefnt fyrir utan þetta venjulega útstáelsi...
þriðjudagur, mars 18, 2008
Ég hef verið dugleg að stunda yoga hérna á Seyðisfirði og svo höfum við pabbi byrjað að fá okkur einstaka morgunagöngur þegar hann er í landi. Ég ákvað líka að vera með í leikfélaginu og fékk hlutverk svo nú taka við þrotlausar æfingar sem taka upp flest völd þar til í byrjun maí. Mjög spennandi ef ég segji sjálf frá, vona bara að það verði mætt vel á sýningarnar. Svo er ég kannski að fara í 1 til 2 daga til Akureyrar um páskana. Bara svona að sýna mig og sjá aðra, skreppa kannski í bíó og keilu og eitthvað svoleiðis ef tíminn leyfir. Og svo þarf ég sennilega að koma til borgarinnar eina helgi í apríl en það fer allt eftir hvernig gengur að æfa leikritið þó ég sé búin að fá leyfi frá leikstjóranum ef ég lofa að fara bara ekki síðustu vikuna fyrir frumsýningu.
Fleira hefur gerst sem hefur breytt lífi mínu á stóran hátt því við Gunnar ákváðum að hætta saman eftir rétt rúmlega 3ja ára samband. Það var gert í mesta vinskap og höfum við oftsinnis rætt saman í símann frá því að þetta gerðist og planað að fara saman í leikhús þegar ég get stoppað aðeins lengur í borginni en 2 daga. Auðvitað er þetta skrítið en ég hef það sterkelega á tilfinningunni að við eigum eftir að vera góðir vinir um aldur og ævi.
Planið eftir páska er svo að byrja í ræktinni, verð nú að fara að vinna í að losna við þessi kíló sem eru eftir og virðast öll sitja á mallakútnum mínum. en fyrst er það eitt stykki páskaegg og með því...
mánudagur, febrúar 11, 2008
Næstu helgi verður svo daman í borginni. Jájá ekkert orðin svo mikil landsbyggðarbomsa að ég geti ekki skellt mér í borgina. Legg af stað keyrandi með Gunnsa, Lillu og Óla frænda eldsnemma á föstudagsmorgun og ætla að stoppa í svona viku. Ekki ennþá ákveðið hvort ég keyri með þeim austur aftur eða tek svona fljúgivél. Það hljómar reyndar betur því það er ekki svo gaman að sitja í bíl lengi en ég læt flugfelag.is ráða þessu, þe. hvernig verð þeir bjóða mér þegar ég þarf á því að halda.
Sem sagt allt í gúddí hérna bara, við heyrumst...
þriðjudagur, febrúar 05, 2008
Annars líða dagarnir á Seyðisfirði bara áfram í einni rólegri heild, ég er dugleg að heimsækja ættmenni og er byrjuð í yoga og finn mér vonandi eitthvað meira að gera. Svo er ég búin að eignast aðdáanda og það er auðvitað kitlandi skemmtilegt svona í hversdagsleikanum. Láran var svo heimsótt á laugardagskvöldið í skemmtilega veðrinu sem var þá, þar var slatti af góðu fólki og það var voðalega gaman. Ég plöggaði svo partý, labbaði þangað, klæddi mig úr yfirhöfninni, labbaði upp, settist í sófann, stóð strax upp aftur, labbaði niður, klæddi mig í og labbaði heim. Ekki að það hafi verið leiðinlegt þar heldur fannst mér allt í einu bara vera kominn tími á að koma sér heim á leið. Já get einstaka sinnum haft vit fyrir sjálfri mér...
fimmtudagur, janúar 24, 2008
miðvikudagur, desember 26, 2007
Auðvitað var aðfangadagur yndislegur. Bar út kort og pakka, fór í jólagraut, bar út kort með Gyðu, slappaði af, var illt í maganum, sofnaði aðeins, borðai besta jólamatinn, opnaði frábærar gjafir og fékk hele föðurfjölskylduna í heimsókn. Allt eins og það átti að vera fyrir utan magakrampana en það er nú ok fyrst allt hitt var í lagi. Fékk 1 bók í jólagjöf, pasmínusjal, smá glingur, 2x litla care bears, Georg Jensen jólaskraut, tösku, tölvuleik, dvd mynd, bók með myndum af mér og vinum mínum, sokka, inninskó og peninga. Svo á ég 2 pakka í borginni og svo fengum við Gunnar Soda Stream-vél saman frá tengdó. Eins og þið sjáið get ég ekki kvartað yfir þessu, óvenjumargar gjafir og allar voðalega góðar! :) Svo var árlegt jólaboð hjá Lillu og Gunnsa í gær og ég borðaði helling af heitri aspas-rúllu, meina fæ bara svoleiðis einu sinni á ári. Fór svo heim og lagði mig til...11 um kvöldið...ahhhh gott að lúlla. Smá jólarúntur með Gyðu og Klemensi og svo bara að kveðja Gyðuna sem er á leiðinni aftur til Danmerkur að hitta ástina sína einu og fara í skóla. Í dag hefur verið afslöppun en ekkert lúll, skrapp til ömmu og hef svo bara hangsað yfir tölvuspili og sjónvarpi. Er samt hætt að hafa þolinmæði í að glápa mikið á sjónvarpið en hver veit kannski lagast það þegar við fáum loksins útsendingu í kjallarann okkar. En samt, er það eitthvað sem maður vill að lagist? Í kvöld koma svo amma og Óli að borða hjá okkur og svo er bara bjór og gaman í alla nótt. Annar í jólum er löglegur djammdagur, held meira að segja að það standi í nýja dagatalinu mínu frá Glitni...

...þessi fór í dag og verður sárt saknað en næ vonandi að hitta hana þó það verði ekki nema einn dagur næsta sumar...

...þessi á afmæli í dag og hennar og familíunnar er líka sárt saknað og maður finnur mest fyrir því á svona stundum en í sumar fæ ég kannski að hitta þau öll... :)
föstudagur, desember 21, 2007
1. Ég græt af gleði og sorg, gamani og alvöru, teiknimyndum, Sci-Fi og hryllingsmyndum. Þetta er stundum svolítið vandamál en ég er að reyna að sætta mig við þetta "vandamál".
2. Er lík ketti að því leiti að ég get sofið 16 tíma á sólarhring.
3. Get sitið allan daginn ein heima án þess að kveikja á útvarpi eða hlusta á tónlist, þögn er svo afslappandi fyrir svona ofvirkan hug eins og ég hef.
4. Er eyrnalokka sjúk, helst nógu mikið glingur. Á mjöööög stóra hrúgu.
5. Er alltaf að heyra að ég tali bæði hátt og mikið svo það er víst staðreynd líka.
6. Ég get farið út eins og ég stend ef ég þarf þess, ómáluð í arababuxum með skítugt hár og svitalykt. Ekki fallegt en satt, fer þó yfir leitt ekki langt, bara að kaupa mér eitthvað að éta.
7. Svara oft ekki í símann í marga daga og allir fara að fá áhyggjur og lesa inn á talhólfið og hringja í Gunnar. Erfitt en stundum þarf maður bara pásu!
Sko 7 staðreyndir um mig svo allir ættu að vera ánægðir! :) Ég prófa að tilnefna einhverja og vona að þetta haldi aðeins áfram, er svo forvitin! Tilnefni Gyðu, Skytturnar 3 (þær ráða sjálfar hvort þær gera þetta allar eða bara ein þeirra) og Klemens. Keep up the good work...