laugardagur, apríl 29, 2006

...er veik ennþá einu sinni og alltaf á besta tíma. Það er prófavika eftir helgi og ég verð sennilega ekki orðin hress þá, verð örugglega að fá að taka sjúkrapróf! Hef bara legið og sofið og svitnað, þegar ég rumskaði tróð Gunnar í mig verkjapillu og skipaði mér að drekka heilt glas af vatni. Svona var þetta í 4 daga, á 5.degi og ég ekkert byrjuð að lagast fór ég til læknis og er núna komin með pensilín og slímslosandi mixtúru. *jeij* Er orðin miklu hressari en alveg ofboðslega þreytt, Gunnar þurfti td að koma með mér í þvottahúsið í gær til að bera blauta þvottinn upp því ég réð varla við að koma sjálfri mér upp stigann.

Svoldið svekk að missa af júróvísjón umræðuþættinum í kvöld en ég verð bara að reyna að troða mér í heimsóknir næstu laugadaga til að sjá restina! :) Svo ætla ég að skella mér á 6 vikna afró-námskeið, verður gaman að ná betri tökum á sporunum og fá meiri innsýn í dansinn heldur en maður fær á þessri klukkustund sem opni tíminn á laugardögum gefur manni.

En best að fara að kúra undir sæng og bíða eftir að eldabuskan mín komi heim. Þessi elska er búin að hugsa svo vel um mig í veikindunum og passa að ég borði og drekki og elda á hverju kvöldi handa mér. Þvílíkur lúxus sem ég man ekki eftir að hafa orðið aðnjótandi áður, best að halda fast í hann...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á sko líka svona hjúkku sem að hjúkraði mér eftir alla spítalavistina. Heldurðu að hjúkkugenið fylgi kannski nafninu? ;) Vona samt að þér líði betur elskan.

Nafnlaus sagði...

Mér datt nú ekki annað í hug en að Gunni myndi sjá um sína, þetta er fyrirmyndar maður, blessaður drengurinn. Láttu þér batna skvís:)
*knús*

Sirrý Jóns sagði...

...já kannski er það nafnið, kæmi mér ekkert á óvart en ef ekki þá höfum við bara verið heppnar að finna svona fyrirmyndamenn!! :D