miðvikudagur, febrúar 22, 2006

...já já já skólinn ennþá fínn eða amk dagarnir sem ég hef getað mætt á sökum veikinda. Búin að vera fárveik síðan á sunnudaginn en var nú líklega byrjað að grassa áður en maður er alltaf að reyna að vera sterkur og láta svona "smotterí" ekki hafa áhrif á sig. Fór í júrópartý til Klemensar á laugardaginn og þar var mikil gleði og gaman þó ég hafi verið róleg í drykkjunni og hafi farið frekar snemma heim. Varð samt alveg blindfull og hroðalega þunn daginn eftir og skildi bara ekkert í þessu því ég drakk ekki mikið nema ykkur finnist 2 rauðvínsglös og tæpir 3 lite bjórar vera mikið? Var sem sagt greinilega bara orðin veik og er ennþá! :( Hiti, beinverkir, uppköst og magaveiki, hausverkur og allur pakkinn kom í heimsókn. Gat samt ekki verið þæga stelpan heima í dag því ég fór á minningarathöfn með Gunnari og svo fjölskyldukaffi á eftir. Athöfnin var ofboðslega falleg en mjög erfið þrátt fyrir að ég hafi í rauninni ekki þekkt konuna svo ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér hvernig þetta hefur verið fyrir ættingjana og aðstandendurna. Er núna bara komin heim og upp í rúm með 10-11 pastasalatið mitt og er að reyna að næra mig á einhverju sem fer vel í magann því kökur og þannig lagað gerðu það ekki. Sé samt ekki eftir að hafa gætt mér á þeim því þær voru ákaflega ljúfengar! :) Jæja kominn tími á að setja afganginn af salatinu inn í ísskáp og koma sér í náttföt, dvd-stund kvöldsins bíður...

Engin ummæli: