föstudagur, nóvember 05, 2004

...ef það er til sjónvarpsguð er hann að reyna að koma skilaboðum til mín í gegnum fjarstýringuna. Reyni td að setja á stöð 1 og það fer sjálfkrafa á stöð 6, þetta endurtekið nokkrum sinnum, reyni þá að setja á einhverja aðra stöð þó að það sé meira að segja engin stöð þar og aftur fer ég sjálfkrafa á stöð 6. Svona gengur þetta í alltof langan tíma, ég prófa allar stöðvar fer alltaf á stöð 6. Þegar ég hef loksins unnið bardagann og er farin að horfa á undurskemmtilega dagskrá Ríkissjónvarpsins ákveð ég að fara á textavarpið og tékk hvort það sé ekki örugglega eitthvað skemmtilegra að fara að byrja en Túnískur framhaldsmyndaflokkur í tugþúsund hlutum!! Þá byrjar ballið aftur og sama hvað ég reyni að fara á síðu 202 þá fer ég alltaf á síðu 620, þó að ég ýti fyrst á 2 kemur bara 6. Þetta er voðalega pirrandi og frústerandi en konan vinnur baráttuna á endanum en hvað er guðinn að meina?? Of mikið 6, of líðið 6, ekkert 6, bara 6??

Gefðu mér fleiri vísbendingar ó þú mikili sjónvarpsguð...

1 ummæli:

Jóna sagði...

hahaha....ég myndi sko ekki vera í vandræðum með að vita hvað sjónvarpsguðinn væi að meina...!! það kemur bara eitt til greina og það er pottþétt ekki of mikið sex;)