miðvikudagur, júní 04, 2003

...veðrið leikur við okkur hérna í Skövde, í dag var 27°c hiti og það bærðist varla hár á höfði! Ég labbaði út með Gumma rétt eftir hádegi því hann var að fara í atvinnuviðtal og ég þurti að vera í síðbuxum, jakka og með derhúfu og ég var að fá slag mér var svo heitt að alltaf þegar við komumst í skugga fór ég hálfpartinn úr jakkanum. Sem betur fer dró fyrir sólu seinnipartinn og vindurinn jókst því annars væri ég ekki hérna til að pikka heldur lægji einhversstaðar meðvitundarlaus. Kom meira að segja smá rigning þegar við vorum að labba í Willy's og það var bara hressandi! :)

Konan frá Skövdebostäder kom í dag, hún dagði mér að einhver maður hefði átt að koma en hann fékk hitaslag!!! :S Þessi kona sagði alveg heilmikið og eitt af því var að ég er betri í sænsku heldur en íslenska tengdamamma hennar sem hefur búið hérna í 30 ár!! Vá í hvað hún hlýtur að eiga erfitt með að læra ef hún getur ekki bögglað sænsku út úr sér rétt og vel eftir 30 ár!!! Þessi kona var líka að óska þess að það kæmu þrumur og eldingar í kvöld, veit ekki afhverju ætli það verði þá örlítið minni molla á morgun? veit reyndar að daginn fyrir þrumuveður er oft mjög heitt og mikil molla og maður veðrur allur svona klístraður finnst samt ekki búið að vera alveg þannig í dag. Þá er yfirliti yfir veður dagsins í Skövde lokið, veriði sæl! :)

Ps. Gummi er komin með vinnu, fólk hefði átt að tala aðeins meira um það að við ættum ekki eftir að finna neina vinnu hérna. Hann verður að vinna á sama stað og ég en ekki á sömu deild, hann veðrur frá 7 - 13:30 alla virka daga og er líka afleysingarmaður í veikindum! Hljómar vel ekki satt???

Engin ummæli: