...ennþá einn föstudagurinn kominn í hús, engin þrif þessa vikuna ef frá er talið létt skúring yfir eldhúsgólfið sökum bjórsprengingar sem varð þegar falleg lítil lite flaska gat ekki meira og framdi sjálfsmorð með að steipa sér úr ísskápnum. Dró upp tuskuna því ekki viljum við hafa musteri matarsins angandi eins og Nelly´s á slæmu kvöldi!!
Afmæli á fullu þessa dagana og fluttningar líka, annað er gleðilegra en hitt ekki það að ég samgleðjist ekki öllum þeim sem eru að leggja land undir föt en söknuðurinn á eftir að verða mikill. Þið vitið öll hver þið eruð og ég óska ykkur öllum til hamingju með allt og allt en ætla sérstaklega að nefna að pabbinn minn átti afmæli í gær, ekkert stórt en samt gaman. Hann fær litlu gjöfina frá mér bara þegar hann mætir í borgina í næstu viku til að fljúga til Barcelona með frúgunni.
Annars er minn annar eiginmaður að flýja hús í stutta stund svo þá er spurning hvað kerlan á að bardúsa á meðan. Slappa af og láta kvissa í einum bjór er ákaflega freistandi svona þessa síðustu og verstu...
föstudagur, september 22, 2006
laugardagur, september 16, 2006
...gleðifréttir, tja amk fyrir mig, tveir á heimilinu búin að vera fárveik en ekki ég!! Varð svoldið slöpp og aum og var þessvegna heima en varð ekkert veik. *jeijhúúú* Þannig að það hefur ekkert gerst nema hóst og gubb og kvart og kvein á þessu heimili síðustu vikuna. Síðustu helgi fékk ég reyndar boðsmiða á hausttónleika Harðar Torfa. Við Klemens sátum bara með rauðvínsglös yfir Stuart litla og höfðum það voðalega næs þegar kallið kom, glitur var sett á augun og varalitur á munn og svo bara spænt af stað. Hef reyndar aldrei hlustað neitt á Hörð Torfa en varð mjög ánægð með þessa tónleika og skemmti mér mjög vel.
Dagurinn í dag bíður upp á ótalmargt, td verslunarferð í Ikea og Bónus og svo einhverja snúninga, matarboð, sing-star, 90' tjútt og ég veit ekki hvað og hvað. Ætla að fara rólega í hvítvínið, hef komist að því að það fer ekki vel í magann á mér í miklu mæli. Ekki gaman að kasta upp á miðju djammi...
Dagurinn í dag bíður upp á ótalmargt, td verslunarferð í Ikea og Bónus og svo einhverja snúninga, matarboð, sing-star, 90' tjútt og ég veit ekki hvað og hvað. Ætla að fara rólega í hvítvínið, hef komist að því að það fer ekki vel í magann á mér í miklu mæli. Ekki gaman að kasta upp á miðju djammi...
föstudagur, september 08, 2006
þriðjudagur, september 05, 2006
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
...langt um liðið frá síðasta bloggi og ýmislegt búið að gerast. Má þar nefna að það kveiknaði í íbúðinni á móti okkur, það var mikið stress og ekki gaman. Var byrjað á að dingla harkalega hjá okkur, mín til dyra en enginn svarar, dinglað aftur, Bogi fer til dyra en enginn vill koma upp. Þá er byrjað að berja á allar dyr í stigaganginum og þá höldum við að þetta sé fólk á sunnudagsfyllerí, hefur svo sem gerst áður að það séu læti hérna á Neshaganum. En nei nei þetta bara löggan og allir út. Þetta var mikið sjokk og mín búin að hugsa mikið um eldvarnir síðan. Reyndar grunaði þá íkveikju en ég veit ekki meir, eina sem ég veit er að fólkið sem býr þarna er erlendis svo þetta er allt saman voðalega dúbíus.
Meira sem hefur gerst er að mín er formlega orðin gömul þó ég sé ekki ennþá orðin fullorðin. Er byrjuð í öldungadeild við MH og líka bara vel. Ef allir áfangarnir hafa komist inn og þeir verða með skemmtilega (rétta) áfanga í vor þá ætti ég að geta náð stúdentsprófinu þá. *Krossa putta*
Hef líka djammað eins og brjáluð manneskja, yrði ekkert hissa á ef Hr.Þórarinn Tyrfingsson færi að hafa samband og bjóða mér pláss. Það var L.ung.A, svo pylsupartý hjá Fúsa, svo versló, svo Gay-Pride og svo loksins menningarnótt. Gamla konan er bara að verða þreytt á öllu djamminu enda ekki tvítug lengur og á erfitt með að þola 2 kvöld margar vikur í röð! *Fjúff* Var búin að lofa mér rólegri helgi og stend við það nema ég fái Sing-Star partý, þá dreg ég fram eitthvað gott hvítvín og syng þar til hjartað getur ekki meir, gleðin mun verða svo mikil. Annars ekkert planað.
Get ekki sofið núna sem útskýrir færslu á þessu ókristilega tíma. Ætla samt að rífa mig á lappir snemma því sólarhringurinn er búinn að vera út um allt hjá mér síðan ég kom að austan og núna ætla ég að koma mér í rútínu. Reyndar er eitthvað af svefnleysinu stress því ég er hálf stressuð yfir þessum flutningum sem eru framundan hjá okkur. Veit bara ekki hvað ég á að gera við sumt af dótinu mínu. Það er ekki mikið sem vantar geymslupláss bara svona ef ykkur langar að lána mér eitt horn af geymslunni ykkar í eitt ár. *Vink vink til allra sem eiga stór hús og/eða hálf tómar geymslur* Best að hætta þessu og halda áfram að gera slökunaræfingar *anda inn, aaaaanda úúúút* svo ég fái smá svefn áður en ég ætla að fara út að leika á morgun. Líka bannað að gleyma að kaupa kamillute *skrifa bak við eyrað*, það á víst að vera svo róandi fyrir svefninn...
Meira sem hefur gerst er að mín er formlega orðin gömul þó ég sé ekki ennþá orðin fullorðin. Er byrjuð í öldungadeild við MH og líka bara vel. Ef allir áfangarnir hafa komist inn og þeir verða með skemmtilega (rétta) áfanga í vor þá ætti ég að geta náð stúdentsprófinu þá. *Krossa putta*
Hef líka djammað eins og brjáluð manneskja, yrði ekkert hissa á ef Hr.Þórarinn Tyrfingsson færi að hafa samband og bjóða mér pláss. Það var L.ung.A, svo pylsupartý hjá Fúsa, svo versló, svo Gay-Pride og svo loksins menningarnótt. Gamla konan er bara að verða þreytt á öllu djamminu enda ekki tvítug lengur og á erfitt með að þola 2 kvöld margar vikur í röð! *Fjúff* Var búin að lofa mér rólegri helgi og stend við það nema ég fái Sing-Star partý, þá dreg ég fram eitthvað gott hvítvín og syng þar til hjartað getur ekki meir, gleðin mun verða svo mikil. Annars ekkert planað.
Get ekki sofið núna sem útskýrir færslu á þessu ókristilega tíma. Ætla samt að rífa mig á lappir snemma því sólarhringurinn er búinn að vera út um allt hjá mér síðan ég kom að austan og núna ætla ég að koma mér í rútínu. Reyndar er eitthvað af svefnleysinu stress því ég er hálf stressuð yfir þessum flutningum sem eru framundan hjá okkur. Veit bara ekki hvað ég á að gera við sumt af dótinu mínu. Það er ekki mikið sem vantar geymslupláss bara svona ef ykkur langar að lána mér eitt horn af geymslunni ykkar í eitt ár. *Vink vink til allra sem eiga stór hús og/eða hálf tómar geymslur* Best að hætta þessu og halda áfram að gera slökunaræfingar *anda inn, aaaaanda úúúút* svo ég fái smá svefn áður en ég ætla að fara út að leika á morgun. Líka bannað að gleyma að kaupa kamillute *skrifa bak við eyrað*, það á víst að vera svo róandi fyrir svefninn...
laugardagur, ágúst 05, 2006
...jæja þá er konan komin heim eftir margra daga dvöl úti á landi. Það var svo yndislegt í firðinum fagra og þó að sólim léti ekki sjá sig og þokan hengi yfir okkur var samt það heitt að Gunnar fór bara þrisvar sinnum í jakkann sinn. Fyrsta skiptið var þegar ég lét hann sýna foreldrum mínum hve fallegur jakkinn væri, annað skiptið þegar hann var töffari og fór í honum út og þriðja skiptið var í kvöld þegar við flugum aftur suður og það var ekki pláss fyrir jakkann í töskunni!
Það voru tónleikar með Sigur Rós í fallega firðinum í gærkvöldi. Við Gunnar hlustuðum hugfangin inn um stofugluggann á ættaróðalinu en um leið og við ákváðum að stíga fæti út fyrir hússins dyr ákvað hljómsveitin að hætta að spila. Ég er samt glöð að hafa heyrt í Sigur Rós live því ég hef aldrei fílað hana í útvarpinu. Það er alltaf fréttir, íþróttir, veður, dánaféttir og svo Sigur Rós og ég hef aldrei fílað vælið og volið. En að hafa þá svona live í stofunni var alveg yndislegt og ég mun reyna að heyra aftur í þeim live í framtíðinni.
Eftir að kerlan mætti aftur í borgina vonast hún til að sjá sem flest af ykkur á djamminu næstu kvöld. Hef heyrt af einhverju grillpartýi annað kvöld en hef ekki fengið neitt staðfest, vonast samt til að sem flestir úr hópnum góða ætli að hittast um helgina. Við sjáust!!! Vonandi...
Það voru tónleikar með Sigur Rós í fallega firðinum í gærkvöldi. Við Gunnar hlustuðum hugfangin inn um stofugluggann á ættaróðalinu en um leið og við ákváðum að stíga fæti út fyrir hússins dyr ákvað hljómsveitin að hætta að spila. Ég er samt glöð að hafa heyrt í Sigur Rós live því ég hef aldrei fílað hana í útvarpinu. Það er alltaf fréttir, íþróttir, veður, dánaféttir og svo Sigur Rós og ég hef aldrei fílað vælið og volið. En að hafa þá svona live í stofunni var alveg yndislegt og ég mun reyna að heyra aftur í þeim live í framtíðinni.
Eftir að kerlan mætti aftur í borgina vonast hún til að sjá sem flest af ykkur á djamminu næstu kvöld. Hef heyrt af einhverju grillpartýi annað kvöld en hef ekki fengið neitt staðfest, vonast samt til að sem flestir úr hópnum góða ætli að hittast um helgina. Við sjáust!!! Vonandi...
laugardagur, júlí 29, 2006
...þá er konan búin að vera í firðinum fagra hátt í tvær vikur og lífið leikur við hana. Fyrst var hrært, skorið og borinn fram matur á L.ung.a, svo var djamm og djúserí og svo þessi yndislega afslöppun sem næst ekki í borginni þó fríið sé staðreynd. Fuglarnir syngja og sólin skín á milli þokuslæðanna, það er þurrt og heitt og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Tja kannski því að við séum ofalin en það er gott að safna forða fyrir veturinn er það ekki? ;) Sit núna og pikka á milli þess sem ég slafra í mig sunlolly sem ég læddi í körfuna þegar við pabbi vorum að versla og hlusta með öðru eyranu á pabba og mr.G tala um virkjanamál og stóriðju. Væri alveg til í að taka þátt í umræðunum en þeir tala hvor í kapp við annan og enginn fær að komast að. Þeir eru svo þreytandi að mamma er hálf dottandi hérna við hliðina á mér. Hvítvínið, baylisið og bjórinn eru farin að segja til sín svo það er best að fara að þrífa stríðsmálninguna framan úr sér og koma sér í rúmið. Ábyrgist samt að maskarinn góði frá Lancome hreyfist ekki, hann er súper vatnsheldur...
mánudagur, júlí 17, 2006
...núna er farið að styttast ískyggilega í að *fjúffffi* austur á land í sumarfrí. Hjálpa aðeins til að Lunga og svo bara sól og sumarylur fram að mánaðarmótum. Helgin, já blessuð helgin, var óvenju löng að þessu sinni. Rauðvín og grand hjá Klemensi á fimmtudaginn, djamm og djús og snemma heim á föstudaginn, meira djús og kokteill á laugardaginn og brúðkaup í gær með tilheyrandi kræsingum og guðaveigum. Athöfnin var mjög falleg og skemmtileg og presturinn í fríkirkjunni er óformlegur og gaman að hlusta á hann. Finnst ég líka vera hálf puffy í dag og með áfengisbjúg. Grænt te og nóg af íslensku vatni ætti að laga það í einum kvelli. Núna bíð ég bara þolinmóð þangað til að að Madda nær í mig svo ég fái að borða, er að klikkast úr buritos löngun og ætla að láta það eftir mér. Mmmmmm burtios á Súfistanum!
Hef ekki hugmynd um hvernig bloggmálum verður háttað á næstunni, netið á ættaróðalinu hefur verið í mjög löngu sumarfríi en það er búið að hringja í atvinnurekandann og hóta öllu illu. Nei svona í alvörunni þá er línan inn í húsið biluð og síminn lætur þau bara á biðlista, hafa varla verið í síma- eða netsambandi svo mánuðum skiptir. Var líka mjög stolt af móður minni þegar hún hringdi og sagði þeim rólega en ákveðið hvernig hún mundi snúa sér í þessum málum ef þeir færu ekki að redda þessu. Hún kann þetta konan!
En er farin að hanga, heyrumst einhverntímann...
Hef ekki hugmynd um hvernig bloggmálum verður háttað á næstunni, netið á ættaróðalinu hefur verið í mjög löngu sumarfríi en það er búið að hringja í atvinnurekandann og hóta öllu illu. Nei svona í alvörunni þá er línan inn í húsið biluð og síminn lætur þau bara á biðlista, hafa varla verið í síma- eða netsambandi svo mánuðum skiptir. Var líka mjög stolt af móður minni þegar hún hringdi og sagði þeim rólega en ákveðið hvernig hún mundi snúa sér í þessum málum ef þeir færu ekki að redda þessu. Hún kann þetta konan!
En er farin að hanga, heyrumst einhverntímann...
miðvikudagur, júlí 12, 2006
...*kvart og kvein* mér er illt í löppinni, fokking alveg að drepast og skil ekki afhverju. Þá er kerlan búin að kvarta svo þá er kominn tími á pistil um liðna helgi! ;) Samsæti hjá Möddu, löng röð á Hressó en ekki fór ekki inn því það kostaði, fór á Sólon og dansaði, fór á Barinn í fyrsta skipti og fannst hann undarlegur, hljóp niður á Nasa á gay-ball og tók nokkur vel valin dansspor með fólkinu mínu og fór svo heim og eldaði pasta. Góð helgi!!
Nóg á dagskráinni á næstunni, sjónvarpsgláp með vinum í kvöld, brúðkaup um helgina og vonandi eitthvað djamm á eftir, fer austur á mánudaginn og ætla að hjálpa Röggu frænku að gefa krökkunum á Lunga að borða, Gunni kemur til mín, svo eru tónleikar, ball og fyllerí, rúntur um austurland og afslöppun.*Ahhhh* hlakka bara til og vona að austurlandið sýni sínar bestu hliðar með yndislegu veðri, sólskini og logni. Er það til of mikils mælst...
Nóg á dagskráinni á næstunni, sjónvarpsgláp með vinum í kvöld, brúðkaup um helgina og vonandi eitthvað djamm á eftir, fer austur á mánudaginn og ætla að hjálpa Röggu frænku að gefa krökkunum á Lunga að borða, Gunni kemur til mín, svo eru tónleikar, ball og fyllerí, rúntur um austurland og afslöppun.*Ahhhh* hlakka bara til og vona að austurlandið sýni sínar bestu hliðar með yndislegu veðri, sólskini og logni. Er það til of mikils mælst...
þriðjudagur, júlí 04, 2006
...alveg yndisleg nótt að baki, amk ef manni finnst gaman að kasta upp þrisvar sinnum, svima, grenja og vera ógeðslega illt í höfðinu. Á milli uppkasta hef ég sofið og svitnað og svitnað og svitnað og svitnað og sofið, gægst með öðru auganu á Thundercats og Ewoks inn á milli og reynt að fá mr.G til að vakna með öllum tiltækum ráðum. Réðst meira að segja á bólu sem ég fann á honum en allt kom fyrir ekki og hann sefur eins og steinn enda er hann lasinn líka og ég bara að hugsa um sjálfa mig *skamm skamm illa kona*. Vonast til að hann verði oggu ponku pínu pons hressari í dag en í gær svo að hann komist niður í Nexus að ná í meira Star Trek, er farin að fá fráhvarfseinkenni. Hélt í gær að ég væri bara súper þunn eftir þetta mergjaða djamm á laugardaginn en í dag er ég ekki alveg viss. Auglýsi hér með eftir vitnum sem geta upplýst um hvort að þetta djamm eigi mögulega að hafa getð orsakað þriggja daga þynnku! Æj veit ekki hvað ég er að hanga uppi og blogga þegar ég á að liggja með lokuð augun og hlusta á Lion-O berjast við Monkian. Held að ég sé ekki alveg með fullri rænu...
mánudagur, júlí 03, 2006
...var að koma heim eftir strætóferð frá helvíti sökum *ehemmm* velgju. Er það ekki fallegt orð yfir þynnku? Mikið hopp og hí og trallalí í gærkvöldi, Klemens bauð í mat og fordrykk og svo var ginið dregið upp og þambað af áfergju áður en kallað var á einkabílstjórann og brunað í bæinn. Gisti hjá Gyðu því að mr. G var hvort eð er að fara að vinna í dag og núna er hann að kenna svaka leikarapíum að spila role-play. Bannaði honum að raka sig í gær svo þessar mellur mundu ekki reyna að stela sweetypie-inu mínu! ;) Annars leyfir heilsan ekki mikil afrek svo ég er farin að horfa á Care Bears, eitthvað sem er jafn fallegt og krúttlegt hlýtur að hafa góð áhrif...
fimmtudagur, júní 29, 2006
...þá er Gyðan loksins komin heim frá Danmörku og voru miklir fagnaðarfundir þegar við Klemens fórum að ná í hana á völlinn í gærkvöldi. Mikið rosalega var gott að sjá hana aftur og ég er strax farin að hlakka til að vitleysast eitthvað með henni við fyrsta tækifæri. Það er undarlegt að eldast því eins mikið og mig langar að fara út eftir menntó og mennta mig meira þá verður tilhugsunin um það alltaf erfiðari og erfiðari því vinirnir og fjölskyldan skipta alltaf meira og meira máli. Samt langar mig ekkert endilega að fara út og koma aldrei aftur heim, held bara að það sé þæginlegra að læra úti, peningalega séð og svona. Jæja nóg um þetta í bili amk.
Núna fer alveg að koma að hinu vikulega Desperat Housewife labbi okkar Klemensar. Það er aðvitað mikil kraftganga um vesturbæinn og svo glápt á þáttinn áður en ég held heim á leið. Reynum nú að fara aðeins oftar en einu sinni í viku út að labba en á fimmtudögum í sumar hefur þetta verið alveg pikkfastur dagur. Best að fara að hafa samband við karlinn og koma sér í gallann...
Núna fer alveg að koma að hinu vikulega Desperat Housewife labbi okkar Klemensar. Það er aðvitað mikil kraftganga um vesturbæinn og svo glápt á þáttinn áður en ég held heim á leið. Reynum nú að fara aðeins oftar en einu sinni í viku út að labba en á fimmtudögum í sumar hefur þetta verið alveg pikkfastur dagur. Best að fara að hafa samband við karlinn og koma sér í gallann...
miðvikudagur, júní 21, 2006
...jæja mín komin aftur til landsins eftir frábæra daga í kóngins Köbenhavn. Auðvitað var rigning þegar við lentum en það virðist vera standardinn þegar komið er heim úr fríi frá heitari stöðum. En hérna kemur smá ferðasaga:
Miðvikudagur: komið til Köben kl.22, lest í bæinn og svo taxi til Mæju. Lentum í Bollywoodtaxa sem fór með okkur vitlausa leið eða á Englandsvej í staðinn fyrir Jyllandsvej. Helvískur var pottþétt að leika sér af þessu og endaði verðið í 300 dkr!!
Fimmtudagur: Strikið að versla, drukkinn bjór og kaffi og verslað meira. Borðaður yndislegur kjúllaréttur á einhverjum litlum veitingastað. Pöb um kvöldið og drukkið fullt af bjór! :)
Föstudagur: Fredriksbergscenter (verslunarmiðstöð). Rólegt og gott þar inn því það var svo heitt úti. Verslað og drukkið bjór eins og daginn áður. Tívolí um kvöldið, farið í fullt af tækjum, keypt mynd úr rússíbananum, borðað, meira af tækjum og svo bjór og candyfloss (bara handa mér) áður en var haldið heim um miðnætti.
Laugardagur: *púfff* verslað meira, aftur í Strikið en bara til að kaupa það sem gleymdist, drukkinn bjór og spókað sig og komin heim um kl 17. Byrjaði að pakka niður og lagði mig síðan smá. Mæja eldaði ofboðslega góðan kjúlla handa okkur og svo sátum við að sumbli í eldhúsinu hjá henni til að verða kl 2. Þá tókum við Klemens næstustrætó í bæinn og kíktum á 3 staði áður en við héldum aftur heim.
Sunnudagur: Tókum lest yfir á Fjón til að hitta familíuna mína sem er með sumarhús þar. Keyrðum aðeins um, keyptum risa ís og svo var náð í Röggu frænku og haldið í húsið. Þar var manni réttur bjór um leið og fæti var stigið inn. Svo var meiri bjór, kvöldmatur, hvítvínsgöngurtúr með Gyðu og Klemensi, meiri bjór og spilað boddsja (kann ekki að skrifa), ennþá meiri bjór og spilað Kubb, spjallað, kaffi með dooley's, spilað yatzy, horft á Dirty Dancing og farið að sofa.
Mánudagur: Lest aftur til Köben um hádegi eftir veglegan morgunmat. Löbbuðum heim frá lestarstöðinni með viðkomu í Fredriksbergcenter til að kaupa það sem hafði gleymst eða sem við höfðum ekki verið viss með. Labbað alveg heim með ferðatösku í eftirdragi (ath ég keypti hana ekki!). Slappað af og pakkað niður, borðuðum pasta, fórum í göngutúr og svo bus og lest út á Kastrup rétt fyrir kl.20. Lentum í Keflavík um miðnætti og komin alveg heim rétt rúmlega 1:30.
Frábær ferð, góður félagskapur, yndislegt veður, gaman að sjá eitthvað smá annað en miðborg Köben þó að hún sé alveg ofboðslega fallegt. Finn hvað ég hafði gott af þessu, er öll einhverveginn léttari...
Miðvikudagur: komið til Köben kl.22, lest í bæinn og svo taxi til Mæju. Lentum í Bollywoodtaxa sem fór með okkur vitlausa leið eða á Englandsvej í staðinn fyrir Jyllandsvej. Helvískur var pottþétt að leika sér af þessu og endaði verðið í 300 dkr!!
Fimmtudagur: Strikið að versla, drukkinn bjór og kaffi og verslað meira. Borðaður yndislegur kjúllaréttur á einhverjum litlum veitingastað. Pöb um kvöldið og drukkið fullt af bjór! :)
Föstudagur: Fredriksbergscenter (verslunarmiðstöð). Rólegt og gott þar inn því það var svo heitt úti. Verslað og drukkið bjór eins og daginn áður. Tívolí um kvöldið, farið í fullt af tækjum, keypt mynd úr rússíbananum, borðað, meira af tækjum og svo bjór og candyfloss (bara handa mér) áður en var haldið heim um miðnætti.
Laugardagur: *púfff* verslað meira, aftur í Strikið en bara til að kaupa það sem gleymdist, drukkinn bjór og spókað sig og komin heim um kl 17. Byrjaði að pakka niður og lagði mig síðan smá. Mæja eldaði ofboðslega góðan kjúlla handa okkur og svo sátum við að sumbli í eldhúsinu hjá henni til að verða kl 2. Þá tókum við Klemens næstustrætó í bæinn og kíktum á 3 staði áður en við héldum aftur heim.
Sunnudagur: Tókum lest yfir á Fjón til að hitta familíuna mína sem er með sumarhús þar. Keyrðum aðeins um, keyptum risa ís og svo var náð í Röggu frænku og haldið í húsið. Þar var manni réttur bjór um leið og fæti var stigið inn. Svo var meiri bjór, kvöldmatur, hvítvínsgöngurtúr með Gyðu og Klemensi, meiri bjór og spilað boddsja (kann ekki að skrifa), ennþá meiri bjór og spilað Kubb, spjallað, kaffi með dooley's, spilað yatzy, horft á Dirty Dancing og farið að sofa.
Mánudagur: Lest aftur til Köben um hádegi eftir veglegan morgunmat. Löbbuðum heim frá lestarstöðinni með viðkomu í Fredriksbergcenter til að kaupa það sem hafði gleymst eða sem við höfðum ekki verið viss með. Labbað alveg heim með ferðatösku í eftirdragi (ath ég keypti hana ekki!). Slappað af og pakkað niður, borðuðum pasta, fórum í göngutúr og svo bus og lest út á Kastrup rétt fyrir kl.20. Lentum í Keflavík um miðnætti og komin alveg heim rétt rúmlega 1:30.
Frábær ferð, góður félagskapur, yndislegt veður, gaman að sjá eitthvað smá annað en miðborg Köben þó að hún sé alveg ofboðslega fallegt. Finn hvað ég hafði gott af þessu, er öll einhverveginn léttari...
miðvikudagur, júní 14, 2006
...er alveg að leggja í'ann til Keflavíkur og svo *fjússss* til Köben. Var að skoða veðurspána og hún lítur mjög vel út, þarf amk ekki að hafa áhyggjur af að ég hafi ekki pakkað niður neinni hlýrri peysu. Ef veðurguðirnir fara að stríða okkur kaupi ég bara eina!! :D
Vona að ég eigi góða ferð og skemmti mér vel, sjáumst eftir helgi! ;)
Hej hej...
Vona að ég eigi góða ferð og skemmti mér vel, sjáumst eftir helgi! ;)
Hej hej...
þriðjudagur, júní 13, 2006
...tja best að blogga um djamm eins og venjulega! Ætlaði að eiga þessa fínu og rólegu helgi en Þóra var ekki alveg á þeim buxunum og hélt eitt stykki innfluttningspartý. Þar var mikið stuð og fullt af nýju fólki til að kynnast. :) Skemmti mér amk vel allstaðar nema á leiðinni í bæjinn en þá var ég að þrasa við Björn sem ég leigji með, það gerist oft en núna er ég búin að fá nóg!!! Skellti mér á Kaffi Vín til að heilsa upp á Gunnar og Helga sem er að fara að gifta sig og hringdi svo í Klemens sem var farinn heim og lét hann snúa við og við hittumst á Hressó og dönsuðum fram á rauðan morgun. Gaman gaman gaman :D
Núna er ég þvottateroristi, búin að þvo í alla nótt því ég ætla að hafa allt hreint þegar ég fer til Danmerkur. Nenni ekki að koma heim í yfirfulla þvottakörfu og plús það að ef ég þvæ ekki langar mig pottþétt að hafa eitthvað með mér sem er skítugt og það er bara ávísun á bömmer! Ekki það að ég ætli að taka mikið með mér en ég ætla að hafa stóra tösku með svona ef ég skildi finna eitthvað fallegt í búðunum!! :D
Jájájá sólarhringurinn öfugur því ég tók dvd-flipp og kúrði allan sunnudaginn (sökum *hóst hóst* augnverkja) og allan gærdaginn upp í sófa og dottaði. En ætla að fara að lúlla núna svo ég geti vaknað eldhress um tvö-leitið. Þvottavélin snýst á fullum hraða og ég hef ekkert annað að gera en að ZZZzzzzZZZzzzzzzZZZZZZ...
Núna er ég þvottateroristi, búin að þvo í alla nótt því ég ætla að hafa allt hreint þegar ég fer til Danmerkur. Nenni ekki að koma heim í yfirfulla þvottakörfu og plús það að ef ég þvæ ekki langar mig pottþétt að hafa eitthvað með mér sem er skítugt og það er bara ávísun á bömmer! Ekki það að ég ætli að taka mikið með mér en ég ætla að hafa stóra tösku með svona ef ég skildi finna eitthvað fallegt í búðunum!! :D
Jájájá sólarhringurinn öfugur því ég tók dvd-flipp og kúrði allan sunnudaginn (sökum *hóst hóst* augnverkja) og allan gærdaginn upp í sófa og dottaði. En ætla að fara að lúlla núna svo ég geti vaknað eldhress um tvö-leitið. Þvottavélin snýst á fullum hraða og ég hef ekkert annað að gera en að ZZZzzzzZZZzzzzzzZZZZZZ...
föstudagur, júní 09, 2006
...pantaði miða til Köben í gær, ákvað að nota orlofið sem er einhverstðar í Landsbankanum til þess að geta eitthvað skemmtilegt! :) Skelli mér út með Klemensi og Elfu þann miðvikudaginn 14. og kem aftur til landsins rétt fyrir miðnætti þann 19. Er voðalega glöð og spennt að fara aðeins út fyrir landsteinana, hef ekkert farið síðan ég flutti aftur til landsins sumarið 2004 *sussumbía*. Engar áhyggjur gott fólk, verð komin aftur í tækatíð til að taka einhver leiðinda próf og til að skella mér til tannsa að láta laga brottnu tönnina.
Ætli það sé ekki skilda að skrifa eitthvað smá um liðna helgi. Gyða og co. voru með afmælishelgi þar sem var haldið skuggalegt singstar sukkpartý á föstudagskvöldinu, laugardagurinn fór í þreytu og leti og sunnudagurinn fór í ennþá meira partý, spil, singstar, kúr, spjall, köll, dans og ég veit ekki hvað og hvað! Bæði kvöldin endaði ég á 11-unni en seinna kvöldið rann ég til í drullusvaði og var heppin að stórslasa mig ekki. Var voðalega spök og róleg að reyna að komast út til að fara heim á leið þegar mín bara rann í áfengispolli og datt á eyrað og var öll undarleg og skítug eftir fallið. Skilst að marið á hendinni sé eftir að dyravörðurinn greip í mig. Ég lít alltaf út á handleggjunum eins og Gunnar sé vanur að grípa í mig, sver fyrir það hér og nú að sú er ekki raunin! :)
Gunnari tókst að afleiða mig áðan og ekki nóg með það að við keyptum ís heldur keypti ég súkkulaði líka og ég sem var í heilsunbótargöngutúr með Klemensi í kvöld. Sukkilaðið var reyndar lítið en oj er búin að fá alveg nóg af sykri eftir það. Held ég geymi ísinn þangað til mig langar næst í eitthvað óhollt. Ætla sko alls ekki að fara með "feituna" með mér út til Danmerkur...
Ætli það sé ekki skilda að skrifa eitthvað smá um liðna helgi. Gyða og co. voru með afmælishelgi þar sem var haldið skuggalegt singstar sukkpartý á föstudagskvöldinu, laugardagurinn fór í þreytu og leti og sunnudagurinn fór í ennþá meira partý, spil, singstar, kúr, spjall, köll, dans og ég veit ekki hvað og hvað! Bæði kvöldin endaði ég á 11-unni en seinna kvöldið rann ég til í drullusvaði og var heppin að stórslasa mig ekki. Var voðalega spök og róleg að reyna að komast út til að fara heim á leið þegar mín bara rann í áfengispolli og datt á eyrað og var öll undarleg og skítug eftir fallið. Skilst að marið á hendinni sé eftir að dyravörðurinn greip í mig. Ég lít alltaf út á handleggjunum eins og Gunnar sé vanur að grípa í mig, sver fyrir það hér og nú að sú er ekki raunin! :)
Gunnari tókst að afleiða mig áðan og ekki nóg með það að við keyptum ís heldur keypti ég súkkulaði líka og ég sem var í heilsunbótargöngutúr með Klemensi í kvöld. Sukkilaðið var reyndar lítið en oj er búin að fá alveg nóg af sykri eftir það. Held ég geymi ísinn þangað til mig langar næst í eitthvað óhollt. Ætla sko alls ekki að fara með "feituna" með mér út til Danmerkur...
föstudagur, júní 02, 2006
...núna eru vinir mínir byrjaðir að hverfa af landi brott einn af öðrum. Sem betur fer er það bara til skamms tíma amk núna en sumir plana brottfluttning í haust. Ekki gaman fyrir þá sem eftir verða en mjög skiljanlegt. Vonast reyndar til að komast sjálf úr landi í nokkra daga en það er allt í skoðun. Er orðin svo nísk í ellinni!
Leyfði Klemensi að draga mig á göngu um daginn, það var svo hressandi að ég tróð mér með honum aftur í gær. Markmiðið er að hvítu pilsin sem ég hef svo oft rætt um fái að sjá sólina áður en það fer að hausta. Get reyndar troðið mér í þau en það er ekki falleg sjón enn sem komið er. Sé fram á að geta farið að skella mér í sund fljótlega, slímið sem ég hélt að væri sest að til frambúðar er byrjað að minnka og hóstinn næstum horfinn. Ætla bara ekki að byrja á fullu fyrr en ég hef verið frísk í einhvern smá tíma svo ég falli ekki aftur til baka á fyrsta reit. Miðað við þessar skjótu framfarir verð ég að viðurkenna að ógurlegi læknirinn hafði rétt fyrir sér. Hefði samt verið gott að vita hvað hann var að hugsa, mæli með túlk...
Leyfði Klemensi að draga mig á göngu um daginn, það var svo hressandi að ég tróð mér með honum aftur í gær. Markmiðið er að hvítu pilsin sem ég hef svo oft rætt um fái að sjá sólina áður en það fer að hausta. Get reyndar troðið mér í þau en það er ekki falleg sjón enn sem komið er. Sé fram á að geta farið að skella mér í sund fljótlega, slímið sem ég hélt að væri sest að til frambúðar er byrjað að minnka og hóstinn næstum horfinn. Ætla bara ekki að byrja á fullu fyrr en ég hef verið frísk í einhvern smá tíma svo ég falli ekki aftur til baka á fyrsta reit. Miðað við þessar skjótu framfarir verð ég að viðurkenna að ógurlegi læknirinn hafði rétt fyrir sér. Hefði samt verið gott að vita hvað hann var að hugsa, mæli með túlk...
sunnudagur, maí 28, 2006
...í gær (föstudagskvöld) skrapp ég í bíó með fögru föruneyti að sjá The DaVinci Code. Ég varð fyrir vonbrygðum, vægast sagt. Ekki því ég hafði búist við einhverri stórmynd sem mundi marka djúp spor í kvikmyndasögunni heldur vegna þess að hún var frekar langdregin og ekkert voðalega skemmtilegt. Vill ekki fara mjög djúpt í þetta hérna svona fyrir þá sem hafa ekki séð myndina ennþá en mér fannst þessi C.S.I stíll sem var á sumu hálf glataður og oft á tíðum fannst mér eins og ég væri að horfa á leikna heimildarmynd á Discovery. Frekar kraftlítil mynd, enginn neisti á milli leikaranna og allt frekar flatt eitthvað ef þið skiljið mig. Er mjög fegin að hafa lesið bókina því ég hefði ekki lagt í að skilja hoppið og skoppið í byrjunni annars, verið að re y na að útskýra margt á stuttum tíma og æji það var ekki alveg að gera sig. Er eiginlega hálf leið yfir að hafa séð myndina því ég hafði mjög gaman af bókinni því já það er hægt að finnast bækur skemmtilegar þó þær séu ekki best skrifaðar í heimi.
Dagurinn í dag var örlítið meira spennandi en myndin. Sat uppi á slysó og las gömul Hér og nú og Woman & Health beðan ég beið eftir að Guðlaugu frænku væri tjaslað saman. Þeirri ungu konu datt nefnilega í hug að brjóta í sér ristarbein með því að stíga vitlaust til jarðar. Ekki mjög skyndamlegt að mínu mati en ekki hægt að taka það til baka núna. Þegar gipsið var þornað var brunað til Gyðu að borða mexíkanskan mat og spjalla og glápa á kosningartívíið með öðru auganu. Verð að segja að það var ekki slæm tilfinning að geta sagt Guðlaugu að ég mundi gera hækjurnar upptækar ef hún væri með einhverja stæla. Þvílíka valdið sem maður fær við að lána einhverjum peninga...
Dagurinn í dag var örlítið meira spennandi en myndin. Sat uppi á slysó og las gömul Hér og nú og Woman & Health beðan ég beið eftir að Guðlaugu frænku væri tjaslað saman. Þeirri ungu konu datt nefnilega í hug að brjóta í sér ristarbein með því að stíga vitlaust til jarðar. Ekki mjög skyndamlegt að mínu mati en ekki hægt að taka það til baka núna. Þegar gipsið var þornað var brunað til Gyðu að borða mexíkanskan mat og spjalla og glápa á kosningartívíið með öðru auganu. Verð að segja að það var ekki slæm tilfinning að geta sagt Guðlaugu að ég mundi gera hækjurnar upptækar ef hún væri með einhverja stæla. Þvílíka valdið sem maður fær við að lána einhverjum peninga...
þriðjudagur, maí 23, 2006
...fór til læknis í morgun því hóstinn og allt það sem ég fékk sýklalyf við í endaðan apríl er komið aftur og mun verra. Lenti hjá vægast sagt ömurlegum lækni, um leið og hann opnaði hurðina hugsaði ég "ég trúi ekki að ég lendi hjá honum!!" Hann var hokinn og dauður til augnanna og þegar hann tók í höndina á mér var hún lin og þvöl. Hann er ungur en samt hokinn og einhvernveginn hægur og hann hafði engann áhuga á að hlusa á hvað ég var að segja. Þegar ég var svo að reyna að komast að hverju hann hefði komist að með að hlusta lungun og skoða hálsinn gat hann varla svarað því. Tókst samt að draga upp úr honum að sýklalyfin væru fyrir hálsinn. Hálsinn?!?!?! Mér sem er alveg hroðalega illt í lungunum! Hefði þá amk getað ropað upp úr sér einhverri hugsanlegri skýringu eins og td að ég væri með sýkingu í hálsinum sem hefði þessi áhrif en nei nei og aftur NEI! Ég fékk engar upplýsingar og ég var svo svekkt og sár þegar ég var búin að taka aftur í linu höndina hans og kveðja að ég fór næstum að grenja. Fór heim og kúrði mig og hóstaði svo mikið að ég ældi. Pant aldrei fara aftur til þesa læknis, sver að ef mér verður gefinn tími hjá honum þá afþakka ég...
laugardagur, maí 20, 2006
...leikhúsið var æðislegt því það náði að sýna geðveikina líf átröskunarsjúklinga er alveg ofboðslega vel. Ég grét alveg helling yfir því afþví að þetta var allt eitthvað svo satt og svo erfitt að horfa á og sjá hvernig maður sjálfur var. Þó að ég sé búin að ná langt finn ég alveg hvernig þessi rangi hugsanaháttur treður sér stundum inn en það er gott að vita að maður geti haft stjórn á honum. Þetta leikrit setur sig ekki í neinn forvarnarpakka heldur sýnir bara hvernig það er að hafa átröskun og mér finndist ekkert vitlaust að kvikmynda verkið og nota til að sýna aðstandendum því oft á tíðum eiga þeir mjög erfitt með að skilja hvernig það sé hægt að vera svona. Verst að þetta var síðasta sýninginn því ég mundi mæla með að allir sæju þetta verk.
Mamma heiðraði mig með návist sinni í nokkra daga, kerlan var í verslunarleiðangri svo við þræddum allar búðir og hún mundaði kortið hvað eftir annað. Ég á nú einhvern þátt í eyðslunni því hún splæsti í afmælisgjöf handa dótturinni frá foredrlunum og svo fékk ég slatta af snyrtidóti í kaupbæti fyrir að hjálpa henni að finna föt á sig. Það var alveg frábært því ég gat endurnýjað eitthvað make-upinu sem var alveg að syngja sitt síðasta. Ég kvarta amk ekki!! ;) Var samt svo vitlaus að þyggja ekki sólpúðrið sem hún bauð mér, braut nefnilega það sem hún gaf mér einu sinni og var svo að spurja í einhverri búð hvað það kostaði og þá spyr mamma hvort hún eigi að gefa mér það. Ég skil ekki hvað ég var að hugsa þegar ég svaraði "nei nei bara að athuga verðið upp á framtíðina, get alveg notað þetta brotna áfram". Hlýt að hafa verið ofþornuð og með óráði þarna!! Hahahahaha :)
En í dag er júróvissjón eins og allir vita. Okkur er boðið í slatta af partýum og mig langar jafn mikið í þau öll. Ætla að reyna að vera svoldið á flakki á milli en annars kemur þetta bara allt í ljós. Verst að ég er alveg hroðalega kvefuð, með hálsbólgu og ljótan hósta svo ég verð að fara vel með mig. Gróf úlpuna mína út úr skápnum áðan og ætla að spígspora um í henni í kvöld og ég býst fastlega við að herra húfa og ungfrú vettlingar fái að fljóta með enda er ég ekki vön að skilja þau útundan hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust...
Mamma heiðraði mig með návist sinni í nokkra daga, kerlan var í verslunarleiðangri svo við þræddum allar búðir og hún mundaði kortið hvað eftir annað. Ég á nú einhvern þátt í eyðslunni því hún splæsti í afmælisgjöf handa dótturinni frá foredrlunum og svo fékk ég slatta af snyrtidóti í kaupbæti fyrir að hjálpa henni að finna föt á sig. Það var alveg frábært því ég gat endurnýjað eitthvað make-upinu sem var alveg að syngja sitt síðasta. Ég kvarta amk ekki!! ;) Var samt svo vitlaus að þyggja ekki sólpúðrið sem hún bauð mér, braut nefnilega það sem hún gaf mér einu sinni og var svo að spurja í einhverri búð hvað það kostaði og þá spyr mamma hvort hún eigi að gefa mér það. Ég skil ekki hvað ég var að hugsa þegar ég svaraði "nei nei bara að athuga verðið upp á framtíðina, get alveg notað þetta brotna áfram". Hlýt að hafa verið ofþornuð og með óráði þarna!! Hahahahaha :)
En í dag er júróvissjón eins og allir vita. Okkur er boðið í slatta af partýum og mig langar jafn mikið í þau öll. Ætla að reyna að vera svoldið á flakki á milli en annars kemur þetta bara allt í ljós. Verst að ég er alveg hroðalega kvefuð, með hálsbólgu og ljótan hósta svo ég verð að fara vel með mig. Gróf úlpuna mína út úr skápnum áðan og ætla að spígspora um í henni í kvöld og ég býst fastlega við að herra húfa og ungfrú vettlingar fái að fljóta með enda er ég ekki vön að skilja þau útundan hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust...