...ég er eiginlega ennþá lasin og orðin frekar leið á þessu. Kvefið er mikið og er byrjuð að hósta, Gunnar er farin að kalla mig Snörlu sem ég er ekki alveg sátt við! Var auðvitað bara heima um helgina og hafði það eins gott og hægt var, spjallaði við mömmu í símann því kerlan átti afmæli á laugardaginn og horfði svo á Veronica Mars á dvd. Gunnar og Bjössi fóru í Halloween-partý en voru báðir stilltir strákar og komu snemma heim og elduðu sér pasta! :)
Gerist auðvitað ekki mikið þegar maður fer ekki út úr húsi, fór samt í mat til tengdó í gærkvöldi og fyllti mallann af kjúlla og meðlæti *slurp*, kom svo heim og fór að sofa klukkan 22.´
Vá hvað þetta er óáhugavert blogg...
mánudagur, október 31, 2005
þriðjudagur, október 25, 2005
...ligg hérna heima og hef það skítt, er auðvitað orðin lasin einu sinni enn og allt Bjössa að kenna sem smitaði mig. Var allt í fína í gær og svo í dag bara sárlasin með vont bragð í munninum. Svaf líka alveg hörmulega, alltaf að vakna og það við hluti sem ég er vön að sofa eins og steinn yfir eins og ruslabílnum. Var alveg að klikkast í morgun á hávaðanum í honum!! Skrapp samt í elskuðu Melabúðina mína áðan dúðuð í ullarbuxur og ullarpeysu og allan pakkann og keypti mér að drekka, borða og sterkan brjóstsykur. Hitti Binnu gömlu bekkjarsystur mína þar og spjallaði auðvitað við hana sem var bara gaman, hef ekki séð hana geðveikt lengi. Hef svo bara legið í rúminu og horft á dvd, var að enda við að klára Escaflowne - the movie sem var ekki nærri því eins góð og þættirnir en ágæt samt. Held ég hefði samt ekki lagt í hana ef ég væri ekki búin að glápa á alla þættina, vantaði mikið útskýringar og persónusköpunin ekki alveg nógu góð.
Skrapp í partý til Everts á laugardaginn með Gyðu og Klemensi og svo komu Madda, Dana og Sverrir þangað. Ég skemmti mér ofboðslega vel og dansaði eins og brjáluð manneskja á 22, var eitthvað svo akkúrat eftir partýið að það var ekki einu sinni splæst í bjór á barnum heldur bara fengið sér vatnsglas. Er að verða svo þroskuð hahahahaha!! ;) Strunsaði svo alveg á milljón heim og er ekki frá því að smá beinhinmubólga hafi látið á sér kræla eftir það. Gunnar hefur ekki roð í mig þegar ég tek strunsið, rassinn inn, brjósin út, hakan upp, af stað og svo sést bara reykur!
Svo er bara að fara að finna búning fyrir hrekkjavökupartýið sem ég held að verði 5. nóvember. Ég hlakka voðalega mikið til en ég er alveg voðalega slæm að finna búning, er svo hugmyndasnauð. Reyndar hefur Gyða verið dugleg að koma með hugmyndir en ef þið sem lesið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir sem er ekkert svo erfitt eða dýrt að framkvæma látið mig þá endilega vita! :)
Ætla að fara að fá mér blóðmör, það hlýtur að vera rosalega hollt þegar maður er lasinn, allt þetta járn og svona...
Skrapp í partý til Everts á laugardaginn með Gyðu og Klemensi og svo komu Madda, Dana og Sverrir þangað. Ég skemmti mér ofboðslega vel og dansaði eins og brjáluð manneskja á 22, var eitthvað svo akkúrat eftir partýið að það var ekki einu sinni splæst í bjór á barnum heldur bara fengið sér vatnsglas. Er að verða svo þroskuð hahahahaha!! ;) Strunsaði svo alveg á milljón heim og er ekki frá því að smá beinhinmubólga hafi látið á sér kræla eftir það. Gunnar hefur ekki roð í mig þegar ég tek strunsið, rassinn inn, brjósin út, hakan upp, af stað og svo sést bara reykur!
Svo er bara að fara að finna búning fyrir hrekkjavökupartýið sem ég held að verði 5. nóvember. Ég hlakka voðalega mikið til en ég er alveg voðalega slæm að finna búning, er svo hugmyndasnauð. Reyndar hefur Gyða verið dugleg að koma með hugmyndir en ef þið sem lesið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir sem er ekkert svo erfitt eða dýrt að framkvæma látið mig þá endilega vita! :)
Ætla að fara að fá mér blóðmör, það hlýtur að vera rosalega hollt þegar maður er lasinn, allt þetta járn og svona...
mánudagur, október 17, 2005
...fór á Flightplan á laugardaginn í Háskólabíó. Myndin var nokkuð góð en öðruvísi en ég hafði búist við. Salurinn var hrein hörmung, ekki tjaldið sjálft eða hljóðið kannski en sætin - jesús minn almáttugur!! Þau eru lítil og þröng, ég var að kremjast á milli Hildar Jónu og Örnu og ekki eru þær nú stærstu konur í heimi og ég sem næ ekki alveg að slefa í 165 cm ( er 163,7) var með hnén alveg í sætinu fyrir framan mig og svo eru engin statíf fyrir glös eða flöskur sem er undarlegt því það mundi nú aldeilis vera gott fyrir nemendur á fyrirlestrum að geta geymt vatnsflöskuna eða kókið þar. Hneyksl og meira hneyksl og mig langar aldrei aftur að fara í stóra salinn í Háskólabíói! Aldrei!! ALDREIIII!!!!
Átakið byrjar vel með harðsperrum og fylgikvillum og hádegisferð á KFC í dag *roðn*! Var búin að vera að deyja úr löngun í KFC síðan um helgina og Gunnar bauð mér í hádeginu. Þvílíkt hvað hugurinn gabbar mann aftur og aftur í að kaupa svona skyndibitaruslcrap, í minningunni er þetta alltaf svo gott en þegar maður byrjar að gæða sér á þessu er þetta ekkert eins gott. Maður verður of saddur en ekki "gott" saddur eins og af hollum mat, heldur þungur og asnalegur. Svo fær maður klígju og velgju og vonda samvisku yfir hvað þetta er dýrt. Æji þið þekkið þetta sennilega flest öll!
Ætla í ræktina á morgun en ekki á skyndibitastað svo mikið er víst. Stefnan sett á hlaup og svo BodyBalance og hinn daginn ætla ég í BodyPump. Svo er bara að setjast niður og plana hina dagana en næsti laugardagur er sko upptekinn því þá ætla ég aftur í afró og verða sterk og stollt kona sem er ánægð með það sem hún hefur...
Átakið byrjar vel með harðsperrum og fylgikvillum og hádegisferð á KFC í dag *roðn*! Var búin að vera að deyja úr löngun í KFC síðan um helgina og Gunnar bauð mér í hádeginu. Þvílíkt hvað hugurinn gabbar mann aftur og aftur í að kaupa svona skyndibitaruslcrap, í minningunni er þetta alltaf svo gott en þegar maður byrjar að gæða sér á þessu er þetta ekkert eins gott. Maður verður of saddur en ekki "gott" saddur eins og af hollum mat, heldur þungur og asnalegur. Svo fær maður klígju og velgju og vonda samvisku yfir hvað þetta er dýrt. Æji þið þekkið þetta sennilega flest öll!
Ætla í ræktina á morgun en ekki á skyndibitastað svo mikið er víst. Stefnan sett á hlaup og svo BodyBalance og hinn daginn ætla ég í BodyPump. Svo er bara að setjast niður og plana hina dagana en næsti laugardagur er sko upptekinn því þá ætla ég aftur í afró og verða sterk og stollt kona sem er ánægð með það sem hún hefur...
laugardagur, október 15, 2005
...ég hlýt að vera orðin gömul því ég vaknaði 2x í nótt til að pissa og glaðvaknaði svo klukkan 6:30. Ég sem píndi mig til að vaka til miðnættis í gær svo ég gæti sofið vel í nótt (vaknaði sko líka snemma í gær en ekki fyrr en að verða 9 samt!). Eftir að hafa ráðið krossgátur og spilað mini-golf í gemsanum var kominn tími á að ná í Fréttablaðið, fá sér seríós og senda Gyðu sms um að ég kæmi með henni í ræktina. Hún var að fara í afró-dans svo ég, sem þoli ekki eribik og þannig, skellti mér með en var samt með kvíðahnút í maganum yfir þessu og var næstum farin á brettið í staðinn. En sem betur fer píndi ég mig í tímann og váví hvað þetta var gaman, miklu grófari spor en í ógeðis eróbikinu og mikill hraði og sviti og trommur og allt bara. Ætla aftur næsta laugardag, skemmtilegt að brjóta brennsluna aðeins upp! :)
Vonir mínar rættust og ég er að fara í bíó og kaffihús með Hildi Jónu og Örnu í kvöld. Verð að viðurkenna að ég hlakka voðalega mikið til að hitta þær og komast að hvað er að gerast hjá þeim og drekka sweet sweet coffee!! :D
Er orðin voðalega þreytt og langar svo að leggja mig, bara svona pínu smá en held að það sé eiginlega alveg bannað. Nenni ekki að lenda í eins og á fimmtudaginn þegar ég rotaðist svo að hvorki ótal símtöl né Gunnar gátu vakið mig. Ég, sem aldrei þessu vant gat valið um tvennt til að eyða tímanum í gerði hvorugt en get huggað mig við að mig dreymdi amk skemmtilega! Hmmm var ég búin að skrifa þetta?? Æi man það ekki *hux*, sko ég sagði ykkur að ég væri orðin gömul...
Vonir mínar rættust og ég er að fara í bíó og kaffihús með Hildi Jónu og Örnu í kvöld. Verð að viðurkenna að ég hlakka voðalega mikið til að hitta þær og komast að hvað er að gerast hjá þeim og drekka sweet sweet coffee!! :D
Er orðin voðalega þreytt og langar svo að leggja mig, bara svona pínu smá en held að það sé eiginlega alveg bannað. Nenni ekki að lenda í eins og á fimmtudaginn þegar ég rotaðist svo að hvorki ótal símtöl né Gunnar gátu vakið mig. Ég, sem aldrei þessu vant gat valið um tvennt til að eyða tímanum í gerði hvorugt en get huggað mig við að mig dreymdi amk skemmtilega! Hmmm var ég búin að skrifa þetta?? Æi man það ekki *hux*, sko ég sagði ykkur að ég væri orðin gömul...
föstudagur, október 14, 2005
...í dag var ég hetja og reif mig á lappir fyrir klukkan 9 og skellti mér í ræktina með frænku gömlu og púlaði í jógalates. Skellti mér svo á árskort og stefni á að mæta aftur á morgun en slappa af á sunnudag. Já ég finn að þetta er allt að koma!! :) Það varð reyndar svolítil auka líkamsrækt í labbformi hjá mér því við Gyða fórum í Kringluna eftir að hafa hesthúsað seríósi og léttmjólk, fylgdi svo Gyðu í vinnuna og ætlaði að labba niður á Hlemm. Var svo að tala í símann við Hildi Jónu og ákvað að labba aðeins lengra, skellti mér svo inn í bókabúð og aðra bókabúð og búbbs skiptimiðinn var útrunninn (hann gilti í ekki litla tæpa 2 tíma) svo ég var að labba alla leið á Neshagann. Það var reyndar voðalega hressandi svona í haustveðrinu og velklædd!! :)
Á morgun er stefnan sett á að hitta Hildi Jónu og kannski Örnu og gera eitthvað skemmtilegt eins og bíó og kaffihús. Vona bara að það verði eitthvað úr þessu því það er langt síðan ég hef hitt þær almennilega. Hmmm ætti kannski að ath hvað er í bíó bara svona til öryggis...
Á morgun er stefnan sett á að hitta Hildi Jónu og kannski Örnu og gera eitthvað skemmtilegt eins og bíó og kaffihús. Vona bara að það verði eitthvað úr þessu því það er langt síðan ég hef hitt þær almennilega. Hmmm ætti kannski að ath hvað er í bíó bara svona til öryggis...
fimmtudagur, október 13, 2005
...heij Spider-man 2 var svo bara mjög skemmtileg, ég þurfti greinilega bara að koma mér í "horfa á eitthvað" stuðið! :) Það er allt leiðinlegt ef maður nennir ekki að gera það og það vitum við öll.
Á aðfaranótt sunnudags þann 11. október eignuðust besti vinur hans Gunnars og Stebba konan hans strák. Við brunuðum í gær að kíkja á gripinn og ji minn eini hvað hann er lítill og sætur, ekkert krumpaður eða rauður bara ofboðslega fallegur. Undarlegt að sjá þetta kríli sem er 14 merkur og vita að ég var miklu minni eða aðeins 11 merkur. Við eigum reyndar eftir að kaupa sængurgjöf handa honum og það er á dagskránni á næstunni og hef ég ákveðið að ég fái að ráða en Gunnar að borga!! ;) Góð skipti ekki satt??
Ég hef verið að spila mikið í GameBoy Advance tölvunni minni upp á síðkastið Gunnari til mikillar ánægju því þá getur hann sökt sér í World of Warcraft á meðan og ekkert tuð í kerlunni. Er orðin alveg húkt á leik sem heitir Super Mario World, svo húkt að ég bara verð að gera öll aukaborðin og finna auka útganga og allt þetta dótarí. Verst að ég er frekar léleg og virðist ekkert verða betri með æfingunni en jæja ég hef amk gaman að þessu þó mig langi stundum að grýta tölvunni í gólfið og það berist djöfulleg óhljóð frá mér.
Spurning hvort ég komist í ræktina í dag, hef verið allt of lengi á leiðinni að kaupa mér kort og þða virðist allt eitthvað "koma uppá" þegar ég ætla að skella mér af stað! ;) Held að þetta heiti leti á hreinni á íslensku en ég hugsa þó amk um að gera eitthvað ólíkt mörgum...
Á aðfaranótt sunnudags þann 11. október eignuðust besti vinur hans Gunnars og Stebba konan hans strák. Við brunuðum í gær að kíkja á gripinn og ji minn eini hvað hann er lítill og sætur, ekkert krumpaður eða rauður bara ofboðslega fallegur. Undarlegt að sjá þetta kríli sem er 14 merkur og vita að ég var miklu minni eða aðeins 11 merkur. Við eigum reyndar eftir að kaupa sængurgjöf handa honum og það er á dagskránni á næstunni og hef ég ákveðið að ég fái að ráða en Gunnar að borga!! ;) Góð skipti ekki satt??
Ég hef verið að spila mikið í GameBoy Advance tölvunni minni upp á síðkastið Gunnari til mikillar ánægju því þá getur hann sökt sér í World of Warcraft á meðan og ekkert tuð í kerlunni. Er orðin alveg húkt á leik sem heitir Super Mario World, svo húkt að ég bara verð að gera öll aukaborðin og finna auka útganga og allt þetta dótarí. Verst að ég er frekar léleg og virðist ekkert verða betri með æfingunni en jæja ég hef amk gaman að þessu þó mig langi stundum að grýta tölvunni í gólfið og það berist djöfulleg óhljóð frá mér.
Spurning hvort ég komist í ræktina í dag, hef verið allt of lengi á leiðinni að kaupa mér kort og þða virðist allt eitthvað "koma uppá" þegar ég ætla að skella mér af stað! ;) Held að þetta heiti leti á hreinni á íslensku en ég hugsa þó amk um að gera eitthvað ólíkt mörgum...
þriðjudagur, október 11, 2005
...er búin að horfa á hálfa Spider-man 2 og er ekki að nenna að klára hana en æla að pína mig til þess eftir þetta blogg. Hún er örugglega fín en byrjar mjög hægt og ég er eitthvað svo eirðarlaus að ég hef enga þolinmæði til að festa mig yfir henni. Var annars í mat úti á Nesi áðan eins og svo oft áður, vorum að hjálpa til við að borða afgangana frá því á sunnudaginn en þá var okkur boðið í hangikjöt og alles bara eins og á jólunum *slurp*. Í dag vorum við samt svo heppin að fá smá slátur með líka og váví hvað mér finnst blóðmör góð *nammi namm*, verð að kaupa mér blóðmör við tækifæri.
Annars svo sem ekkert að frétta frekar en venjulega nema jú ég mæli með myndinni Crash sem skartar fjölda þekktra leikara í aðalhlutverkum. Skellið ykkur á leiguna og takið þessa ef ykkur langar að sjá alvöru mynd, þið verðið ekki svikin!!!
En well, aftur í Spider-man...
Annars svo sem ekkert að frétta frekar en venjulega nema jú ég mæli með myndinni Crash sem skartar fjölda þekktra leikara í aðalhlutverkum. Skellið ykkur á leiguna og takið þessa ef ykkur langar að sjá alvöru mynd, þið verðið ekki svikin!!!
En well, aftur í Spider-man...
fimmtudagur, september 29, 2005
...það hafa verið rólegir dagar hjá mér undanfarið, bara legið og lesið, spilað tölvuleiki og horft á teiknimyndir og sjónvarpsþætti. Ahhh þetta er lífið!! ;) Í gær var reyndar smá breyting á því okkur var boðið í mat út á Nes því Ásta Rún ofurskutla varð 17 ára, fengum dýrindis kjúklingabringur og með þeim og svo horfðum við á The Labyrinth með henni sem við gáfum henni reyndar í afmælisgjöf! :) Svo var kominn tími á að nýta miðana sem við áttum á Charlie and the Chocolatfactory og við brunuðum í Kringlubíó. Það voru örugglega ca 10 manns samtals á öllum myndum og við vorum bara tvö á Charlie. Mér fannst það frekar skrítin og svolítið óþæginleg tilfinning fyrst en svo var það bara kósý og þæginlegt!! :D Myndin var skemmtileg, amk leið tíminn nógu hratt en vá hvað hún var samt undarleg og hvað Willy Wonka er krípí *hrollur*.
Svo er það helgin, já helgin, helgin, helgin. Mig langar út á lífið enda fer ég ekkert svo rosalega oft undanfarið. Get farið í tvö partý og verð bara að sjá til í hvort ég fari eða hvort ég fari nokkuð nema upp í rúm! Sjáum til með þetta allt en ætla amk að þvo svona til öryggis...
Svo er það helgin, já helgin, helgin, helgin. Mig langar út á lífið enda fer ég ekkert svo rosalega oft undanfarið. Get farið í tvö partý og verð bara að sjá til í hvort ég fari eða hvort ég fari nokkuð nema upp í rúm! Sjáum til með þetta allt en ætla amk að þvo svona til öryggis...
mánudagur, september 26, 2005
...nóbbs ekki hætt að blogga, hef bara verið eitthvað andlaus upp á síðkastið. Samt gaman að einhver hafi spurt!! :D
Ok nú hef ég verið klukkuð tvisvar sinnum, þarf ég þá að segja 10 hluti um mig??? Móa og Binna eru svona ógurlega forvitnar um mig og mína hagi svo það er best að láta þetta eftir þeim! Ok hérna koma ógurlegheitin:
1. Ég bý í hálfgerðri kommúnu með 3 strákum, kærastanum og svo Boga og Bjössa.
2. Það býr vandræða dópistapakk fyrir neðan okkur svo við erum alltaf í hálfgerðri hassreyksvímu hérna uppi!
3. Ég er náttúrulega ljóshærð - allsstaðar!
4. Ég er háð sykri og borða oft fullt af nammi án þess að langa í það, er löngu komin með ógeð af öllu nammi!
5. Ég elska '80 teiknimyndir og ætla að kaupa Jem and the Holograms á dvd fljótlega og seinna Thundercats líka!
6. Sef alltaf með Rasmus bangsann minn hjá mér og tek hann í fangið ef mér líður illa. Pabbi keypti hann í Færeyjum þegar ég var ca 1.árs!
7. Ég sting rassinum undan sænginni þegar ég sef og prumpa fúlli lykt á Gunnar! :/ Er sennilega ómeðvitað að hefna mín þá!! :P
8. Fæ stundum fóbíu fyrir gsm-símum og get með engu móti svarað símtölum eða hringt, þá er ágætt að geta notað sms-tæknina!
9. Ég hata gúrku, það er vond lykt af henni og vont bragð og hún smitar bragðinu frá sér þannig að það er erfitt að týna hana í burtu og nei það er ekki bara vatnsbragð af henni - jakkidí jakk!
10. Á oft mjög erfitt með að taka ákvarðanir nema mér sé stillt upp við vegg, get verið heillengi úti í búð að reyna að velja skyrtegund!!!
Jæja þarna hafið þið það og ekkert meira klukk handa mér! Ætla að fara að koma mér vel fyrir og horfa á Thundercats sem Gunnar færði mér úr leigunni í Nexus...
Ok nú hef ég verið klukkuð tvisvar sinnum, þarf ég þá að segja 10 hluti um mig??? Móa og Binna eru svona ógurlega forvitnar um mig og mína hagi svo það er best að láta þetta eftir þeim! Ok hérna koma ógurlegheitin:
1. Ég bý í hálfgerðri kommúnu með 3 strákum, kærastanum og svo Boga og Bjössa.
2. Það býr vandræða dópistapakk fyrir neðan okkur svo við erum alltaf í hálfgerðri hassreyksvímu hérna uppi!
3. Ég er náttúrulega ljóshærð - allsstaðar!
4. Ég er háð sykri og borða oft fullt af nammi án þess að langa í það, er löngu komin með ógeð af öllu nammi!
5. Ég elska '80 teiknimyndir og ætla að kaupa Jem and the Holograms á dvd fljótlega og seinna Thundercats líka!
6. Sef alltaf með Rasmus bangsann minn hjá mér og tek hann í fangið ef mér líður illa. Pabbi keypti hann í Færeyjum þegar ég var ca 1.árs!
7. Ég sting rassinum undan sænginni þegar ég sef og prumpa fúlli lykt á Gunnar! :/ Er sennilega ómeðvitað að hefna mín þá!! :P
8. Fæ stundum fóbíu fyrir gsm-símum og get með engu móti svarað símtölum eða hringt, þá er ágætt að geta notað sms-tæknina!
9. Ég hata gúrku, það er vond lykt af henni og vont bragð og hún smitar bragðinu frá sér þannig að það er erfitt að týna hana í burtu og nei það er ekki bara vatnsbragð af henni - jakkidí jakk!
10. Á oft mjög erfitt með að taka ákvarðanir nema mér sé stillt upp við vegg, get verið heillengi úti í búð að reyna að velja skyrtegund!!!
Jæja þarna hafið þið það og ekkert meira klukk handa mér! Ætla að fara að koma mér vel fyrir og horfa á Thundercats sem Gunnar færði mér úr leigunni í Nexus...
laugardagur, september 10, 2005
...hérna sit ég og ét Willy Wonka súkkulaði og er að reyna að koma mér í bað. Er að fara í starfsmannapartý ca klukkan 19 og þá er víst best að vera búin að gella sig aldeilis upp. Þetta er kveðjupartý fyrir þá Ella og Véstein og ætlum við nokkur að hittast og fara svo út að borða á Fridays því við eigum öll 2000 kr gjafakort þar sem við fengum þegar við vorum besta stöðin í Júní. Svo er bara bjór og gaman og meiri bjór og meira gaman.
Fór að borða á Heitt og kalt í gær með Gyðu, Klemensi og Evert. Ég var ekkert voðalega heit fyrir þessum stað og hann gerði ekkert fyrir mig. Í fyrsta lagi er bara opið til klukkan 15 þarna, við komum samt klukkan 14 og þá var búið að loka heitu réttunum. Þau fengu sér þá súpubar og ég salatbar. Súpubarinn var hálf tómur, aðeins botnfylli eftir og salatbarinn var kaldur og ljótur, þá meina ég ísskápskaldur og ég var ekki alveg að fýla það. Æj veit ekki, er amk ekki spennt fyrir að fara þarna aftur en hver veit kannski gef ég þeim annan séns, hlýtur eitthvað að vera til ef maður kemur um leið og það opnar!!!
Var mjög fegin að Stebba stöðvarstjóri fann einhvern til að vinna í dag því annars væri ég að rölta heim úr vinnunni núna. Var ekki alveg að nenna að taka aukavakt en sagði að ég mundi gera það ef hún fyndi engan annan svo hún kæmist á Bifröst með honum Klemensi mínum. Guðjón er sem betur fer duglegur að vakna á morgnanna og skellti sér á eitt stykki vakt svo ég gat notið þess að vera í fríi! :)
En þetta gengur ekki, verð að fara að sjæna mig!! Það er komið að djammhelgi hjá mér og nú fær Gunnar að borga fyrir síðustu helgi íhíhíhíhíhíhí...
Fór að borða á Heitt og kalt í gær með Gyðu, Klemensi og Evert. Ég var ekkert voðalega heit fyrir þessum stað og hann gerði ekkert fyrir mig. Í fyrsta lagi er bara opið til klukkan 15 þarna, við komum samt klukkan 14 og þá var búið að loka heitu réttunum. Þau fengu sér þá súpubar og ég salatbar. Súpubarinn var hálf tómur, aðeins botnfylli eftir og salatbarinn var kaldur og ljótur, þá meina ég ísskápskaldur og ég var ekki alveg að fýla það. Æj veit ekki, er amk ekki spennt fyrir að fara þarna aftur en hver veit kannski gef ég þeim annan séns, hlýtur eitthvað að vera til ef maður kemur um leið og það opnar!!!
Var mjög fegin að Stebba stöðvarstjóri fann einhvern til að vinna í dag því annars væri ég að rölta heim úr vinnunni núna. Var ekki alveg að nenna að taka aukavakt en sagði að ég mundi gera það ef hún fyndi engan annan svo hún kæmist á Bifröst með honum Klemensi mínum. Guðjón er sem betur fer duglegur að vakna á morgnanna og skellti sér á eitt stykki vakt svo ég gat notið þess að vera í fríi! :)
En þetta gengur ekki, verð að fara að sjæna mig!! Það er komið að djammhelgi hjá mér og nú fær Gunnar að borga fyrir síðustu helgi íhíhíhíhíhíhí...
mánudagur, september 05, 2005
...auðvitað er margt og merkilegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Fór yfir helgi til Akureyrar og skellti mér í brúðkaup með Gunnari, vinur hans sem býr í Kanada var að gifta sig. Það var rosalega flott, fallegt og skemmtilegt þar og allir hæst ánægðir með allt saman held ég og vona! Svo er ég flutt inn til Gunnars á Neshagann, þar búum við í kommúnu með þeim Boga og Bjössa og allt gengur vel amk ennþá. Við Bjössi erum nú bara rétt að koma okkur fyrir og skipta okkur af hvernig hlutirnir eru gerðir hérna hahahahahaha.
Var að komast inn á netið í tölvunni minni í fyrsta skiptið hérna á Neshaganum, reyndi einhverntímann í vetur en ekkert gekk, svo bara ákvað mín að prófa sig betur áfram og breytti einhverju, ekki spurja mig hverju, og tjítjíng mín bara að vafra á veraldarvefnum. Svona er að taka bara mállin í sínar eigin hendur og ekkert vera að hlusta á einhverja stráka!!! ;) Annars rak ég Gunnar í tiltekt með mér áðan og lét hann taka til í skápunum svo við gætum komið dótinu okkar sameiginlega fyrir. Erum búin að gera það mesta af því sem við getum gert þangað til ég næ í dótið mitt upp á Skaga en váví hvað það er mikil breyting til hins betra hérna inni!! :D Svo eru þvottavélakaup á dagskránni á morgun og ætlar Klemens að vera mín stoð og stytta í þeim málum og er ég mjög feigin enda allt gott að fá annarra manna álit.
Best að fara að gera sig reddí í að horfa á Buffy, ætlum að klára þáttaröð 1 fyrir svefninn, verst að mig langar í eitthvað óhollt að narta í eins og venjulega!! Sjálfstjórnin lætur fara eitthvað lítið fyrir sér þessa dagan en sjáum til hvort hún komi fram í kvöld eins og þruma úr heiðskýra lofti...
Var að komast inn á netið í tölvunni minni í fyrsta skiptið hérna á Neshaganum, reyndi einhverntímann í vetur en ekkert gekk, svo bara ákvað mín að prófa sig betur áfram og breytti einhverju, ekki spurja mig hverju, og tjítjíng mín bara að vafra á veraldarvefnum. Svona er að taka bara mállin í sínar eigin hendur og ekkert vera að hlusta á einhverja stráka!!! ;) Annars rak ég Gunnar í tiltekt með mér áðan og lét hann taka til í skápunum svo við gætum komið dótinu okkar sameiginlega fyrir. Erum búin að gera það mesta af því sem við getum gert þangað til ég næ í dótið mitt upp á Skaga en váví hvað það er mikil breyting til hins betra hérna inni!! :D Svo eru þvottavélakaup á dagskránni á morgun og ætlar Klemens að vera mín stoð og stytta í þeim málum og er ég mjög feigin enda allt gott að fá annarra manna álit.
Best að fara að gera sig reddí í að horfa á Buffy, ætlum að klára þáttaröð 1 fyrir svefninn, verst að mig langar í eitthvað óhollt að narta í eins og venjulega!! Sjálfstjórnin lætur fara eitthvað lítið fyrir sér þessa dagan en sjáum til hvort hún komi fram í kvöld eins og þruma úr heiðskýra lofti...
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
...það eru örlög mín amk fram til mánaðarmóta að vakna alltaf í spreng og komast aldrei á klósettið fyrr en í minnsta lagi eftir 45 mín. Svaf á mínu græna eyra þar til rétt í þessu, lá í rúminu og lét fara vel um mig og hugsaði "já best að koma sér á fætur og pissa svolítið!!" Þá heyri ég baðherbergishurðinni skellt og skrúfað frá krananum og veit að mín bíða þau hræðilegu örlög að halda í mér í næstum klukkutíma!!! :/ Er stödd á Neshaganum og baðmanneskjan er hin bandaríska Keri sem er gift Adda meðleigjanda Gunnars, um mánaðarmótinm flytja þau og þá verður ekki lengur löng bið eftir klósettinu. Held reyndar að þetta bitni bara á mér því greyið stelpan hefur einstakan hæfileika til að fara í bað þegar ég er að vakna eða fara í vinnuna og þá skiptir ekki máli hvort það er klukkan 8, 11, 14 eða 16. Þetta er ótrúlegur andskoti...
sunnudagur, ágúst 21, 2005
...menningarnótt í gær og svaka stuð í Mávahlíðinni að venju. Reyndar fóru allir í bæinn með taxa nema við Gyða sem vorum ekki alveg reddí, áttum eftir að sjæna okkur smá, drekka rauðvín og syngja fullt í SingStar. Það var hroðalegt stuð á okkur og mig langaði bara ekkert að hætta að syngja, vorum að spreyta okkur í hard og náðum alveg viðunandi score-e sko!! ;) Svo var auðvitað rölt á 22 og dansað eins og vitlaus manneskja fram á rauða nótt. Gunnar kom svo þangað og eftir smá stund var rölt heim sökum hungurs, við pikkuðum Boga upp á leiðinni og svo var rölt heim og ýmis alvarleg málefni rædd! Ommeletta með pepperóní, ítölskum kryddjurtum, salti og pipar og brauðsneið með rauðu pestói klikkaði svo ekki áður en það var haldið í bólið. Gunnar er eggjameistarinn *slef*!!!
Sit núna og hangi í tölvunni því Gunnar þurfti að skreppa aðeins í vinnuna og leysa af í smá stund, ekki gaman fyrir hann!! Það var reyndar brotist inn í Nexus í nótt en þjófurinn náðist á hlaupum enda Nexus nánast við hliðina á lögreglustöðinni, klári þjófurinn sko! Ætla að fá mér smá ís og hafa það cozy, later...
Sit núna og hangi í tölvunni því Gunnar þurfti að skreppa aðeins í vinnuna og leysa af í smá stund, ekki gaman fyrir hann!! Það var reyndar brotist inn í Nexus í nótt en þjófurinn náðist á hlaupum enda Nexus nánast við hliðina á lögreglustöðinni, klári þjófurinn sko! Ætla að fá mér smá ís og hafa það cozy, later...
föstudagur, ágúst 19, 2005
...well, well, well þá er ég komin heim úr vinnunni og strax komin með tölvuna í fangið, varð að nýta mér tækifærið fyrst hún er loksins laus!! ;) Svo sem ekkert sérstakt að frétta, bara vinna, vinna, vinna og hangsa inni á milli. Skrapp í sund í dag með Gyðu svo enn eitt átakið er formlega byrjað. Ég hef sett mér markmið og þau skal ég standa við þó ég ætli ekkert að fara að útlista þau hérna strax! Svo er bara menningarnótt á laugardaginn og ég bara ekkert spennt, var það en er það ekki lengur og ekki spurja hversvegna því ég hef ekki hugmynd! Svo líður að fluttningum eina ferðina enn, er orðin frekar þreytt á þessum eilífa þeytingi og langar í heimili sem ég get búið í í mörg mörg ár eða þar til ferðavængirnir fara að blakkta á ný!!! Verð víst að skreppa upp á Skaga við tækifæri og ná í þessar geðveiku mubblur sem ég á þar og mikið hlakka ég nú til, get bara varla beðið *hóst hóst*! Ætla bara að leygja geymslu í vetur svo ég þurfi ekki alltaf að vera með búslóðina í fanginu, er orðin frekar þreytt í handleggjunum eftir rúmt ár af stanslausum fluttningum...
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
...kerlan komin aftur í borgina eftir heila viku í blíðunni fyrir austan. Skrapp og kíkti á framkvæmdirnar við Kárahnjúka og át ís á Egilsstöðum og túristaðist svolítið með foreldraparinu mínu. Var í góðu yfirlæti og borðaði kökur og góðan mat og fékk vöfflur hjá ömmu og svona þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta. Hefði auðvitað verið gaman að vera rosalega hress og vera úti á lífinu en það var líka bara gott að vera bara heima með mömmu og pabba og slappa af! :)
Var boðið á forsýningu The Fantastic Four í gær og það var rosa gaman eins og alltaf þegar farið er í bíó. Mér fannst myndin skemmtileg og fyndin og hef ekki yfir neinu að kvarta en ég hef auðvitað aldrei lesið neitt um þetta svo ég hef heldur engan samanburð. Það var líka gaman að fara eitthvað aðeins út því ég hef varla farið út á meðal manna síðan uppskurðurinn var og hvað þá klætt mig upp svo ég gellaði mig pínu smá upp, ekkert mikið samt! ;) Það bíður nenfilega til morguns að gella sig almennilega upp því þá er mér boðið í kokteilpartý til SúperMöddu. Get ekki mætt eins og drusla þegar ég mæti í fyrsta skipti heim til hennar. Spurning hvernig maginn taki þessari heimsókn því síðast þegar ég ætlaði til hennar var daginn sem ég var lögð inn á spítalann!!! ;)
En núna er best að fara að koma sér betur fyrir því ég ætla að kíkja á Madagaskar, auglýsingin lofar góðu svo það er eins gott að myndin standi undir væntingum...
Var boðið á forsýningu The Fantastic Four í gær og það var rosa gaman eins og alltaf þegar farið er í bíó. Mér fannst myndin skemmtileg og fyndin og hef ekki yfir neinu að kvarta en ég hef auðvitað aldrei lesið neitt um þetta svo ég hef heldur engan samanburð. Það var líka gaman að fara eitthvað aðeins út því ég hef varla farið út á meðal manna síðan uppskurðurinn var og hvað þá klætt mig upp svo ég gellaði mig pínu smá upp, ekkert mikið samt! ;) Það bíður nenfilega til morguns að gella sig almennilega upp því þá er mér boðið í kokteilpartý til SúperMöddu. Get ekki mætt eins og drusla þegar ég mæti í fyrsta skipti heim til hennar. Spurning hvernig maginn taki þessari heimsókn því síðast þegar ég ætlaði til hennar var daginn sem ég var lögð inn á spítalann!!! ;)
En núna er best að fara að koma sér betur fyrir því ég ætla að kíkja á Madagaskar, auglýsingin lofar góðu svo það er eins gott að myndin standi undir væntingum...
þriðjudagur, júlí 26, 2005
...þá er ég komin heim í fjörðinn fagra og einum botnlanga léttari. Ekkert nema gott um það að segja og vonast til að núna þurfi ég ekki að leggjast á spítala í bráð vegna magaverkja. Komin með alveg nóg af því í bili. Var reyndar svo hörð að vera búin að hafa illt í maganum í 2 vikur áður en ég dröslaðist til læknis sem sendi mig beint á bráðamóttökuna til frekari rannsókna. Ég var bara svo viss um að þetta yrði eins og í hin 2 skiptin og að verkirnir mundu hverfa um leið og ég færi til læknis. En hérna sit ég með 3 göt á maganum og hálf hokin en annars hress en ég verð að segja að þið eruð heppin að þurfa ekki að hitta mig á kvöldin þegar ég tek rosa verkjalyfin til að geta sofið vel. Jesús minn ég segji nú ekki annað, ég grenja og ræð ekkert við mig og sé ofsjónir og er bara alveg kolrugluð. Minnið mig á að verða aldrei dópisti!!!
Sé fram á að koma aftir í borgina á sunnudag og byrja vonandi að vinna um miðja næstu viku ef allt gengur vel. Átti að vera að vinna um versló en á núna eftir að liggja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Veit ekki alveg hvort er betra?!?! Hefði nú alveg viljað fara í Þjórsárver en mér var greinilega ekki ætlað að fara neitt þessa helgi! Þá er bara að sjá til hvernig þetta fer að ári, hvað ætli geti farið úrskeiðis þá...
Sé fram á að koma aftir í borgina á sunnudag og byrja vonandi að vinna um miðja næstu viku ef allt gengur vel. Átti að vera að vinna um versló en á núna eftir að liggja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Veit ekki alveg hvort er betra?!?! Hefði nú alveg viljað fara í Þjórsárver en mér var greinilega ekki ætlað að fara neitt þessa helgi! Þá er bara að sjá til hvernig þetta fer að ári, hvað ætli geti farið úrskeiðis þá...
fimmtudagur, júlí 07, 2005
...var að koma af Batman Begins sem ég skemmti mér bara ágætlega á. Kvarta amk ekki yfir að vera boðið í bíó annað slagið! ;) Vorum líka í mat á Álftanesi sem er alltaf gaman, held við höfum ekki hitt liðið í 2 og hálfa viku svo það var alveg kominn tími á að sýna sig og sjá þau. :) Hef bara verið að slappa af í dag enda í fríi í dag og á morgun. Voðalega nice að eiga frí í miðri viku en þarf auðvitað í staðinn að vinna um helgina. Er svo sem sama um það en samt alveg típískt að vinna 3ju hverju helgi en lenda einmitt á að vinna þegar mér er boðið í brúðkaup. Er búin að fá 4 tíma í frí á laugardaginn frá 15 og þangað til ég á að klára svo ég komist í sturtu og geti gert mig sætari fyrir herlegheitin.
Hmmmm er í stuði fyrir meira gláp, spurning hvort Gunnar er ekki til í að horfa á eitthvað meira. Verð að fara að blikka hann...
Hmmmm er í stuði fyrir meira gláp, spurning hvort Gunnar er ekki til í að horfa á eitthvað meira. Verð að fara að blikka hann...
mánudagur, júlí 04, 2005
...kærustuparið komið aftur í bæinn eftir stutta dvöl í sumarbústað. Það var bara snilld þar, grillað og drukkið og ég lagðist í bleyti í heitapottinum. Er hálf sveskjuleg núna en ákaflega mjúk eftir kísilinn í vatninu. Held að við Evert höfum verið í yfir 4 tíma í pottinum í dag á meðan Gunnar las og Klemens svaf. Það var líka sungið villt og galið í sing-star þar sem við Klemens fórum auðvitað á kostum með alla superstar taktana á hreinu, hangandi í loftbitum, standandi upp á borði og dansandi um allt. Svo var svolgrað aðeins meira hvítvín í sig um leið og það kom öndunarpása í laginu!! :) Verð að fara að kalla mig Sirrý Jones en ekki Jóns eftir hroðalegar Tom Jones syrpur, var alveg að massa It's not unusual to be loved by anyone enda með englarödd!! ;) Svo skelltum við Klemens okkur á ball með Geirmundi í Úthlíð og dönsuðum og trölluðum þangað til það var búið. Reyndar kunna þessir sveitavargar ekkert að halda böll, allt geimið bara búið um 3-leitið!!! Ég skellti mér upp á svið að spjalla við Geirmund og kvarta yfir þessu og hann sagði mér að hann mætti ekki spila lengur því þeir sem ráða vildu það ekki svo ég spjallaði aðeins við dyraverðina en ekkert gekk og ég varð að fara heim og halda áfram í sing-star! :)
Takk takk takk fyrir frábæra helgi krakkar, þetta var æðislegt og ég vill fara eitthvað saman aftur næsta sumar eða jafnvel bara í haust. Rosalega gott að komast aðeins úr borginni þó það væru bara 2 dagar...
Takk takk takk fyrir frábæra helgi krakkar, þetta var æðislegt og ég vill fara eitthvað saman aftur næsta sumar eða jafnvel bara í haust. Rosalega gott að komast aðeins úr borginni þó það væru bara 2 dagar...
fimmtudagur, júní 30, 2005
...mér leiðist, ligg uppi í rúmi og skoða leiðinlegar síður á netinu *bleehhh*. Er lasin, langaði samt að vinna en betra að vera heima einn dag en verða meira veik og þurfa að hanga heima í kannski viku. Finnst þetta samt skammarlegt en svona er þetta víst bara. Hef samt verið lítið lasin undanfarið sem betur fer, hef greinilega ákveðið að taka flest allar flensurnar í vetur enda var það hálf ömurlegur tími. Gunnar er veikur líka en varð að skreppa í vinnuna. Ég var ekki sátt því hann er hálf dauður greyið og hann var búinn að tilkynna veikindi. En þeir eru víst einhverjir þarna sem ráða ekki við að vera bara 2 að vinna eða eitthvað crap!! Akkúrat núna er það óskyljanlegt fyrir mig, er viss um að ef það væru 2 stelpur að vinna þætti það alveg nóf hvort sem það væri lítið eða mikið að gera. Æj fattiði hvað ég er að meina??? Var einu sinni í vinnu þar sem ég var skömmuð ef ég gerði ekki allt á mínútunni og samt var þetta oft á tíðum mikil vinna og erfið líkamlega. Strákurinn sem var á undan mér í starfinu var aldrei skammaður þó hann væri latari og seinna til verka en ég og sterkari svo þetta ætti nú allt að vera léttara fyrir hann. Nei hann var svo duglegur því hann var strákur og "þetta var nú svo erfitt og ekki hægt að ætlast til að hann réði við þetta!" Fékk sem betur fer hrós fyrir dugnað frá þeim sem unnu nær mér, annars hefði ég örugglega farið að grenja af svekkesli!!!
Planið er að skreppa í sumarbústað um helgina nema Klemens sé búinn að skipta um skoðun. Verður gaman að skella sér aðeins úr bænum og anda að sér fersku sveitaloftinu. Svo er líka heitur pottur þarna og spáð góðu veðri á laugardaginn svo bikiníið verður að vera með í för svo að kroppurinn fái að drekka í sig nokkra sólargeisla. Má samt ekki gleyma að þetta gerist bara ef ég verð frísk, fer ekki að hoppa um á bikiní ef ég verð ennþá slöpp það er víst alveg bannað!!
Svo er brúðkaup þar næstu helgi og ég er ekkert smá spennt. Ég hlakka svo til að það er ekkert eðlilegt. Þetta er samt vinnuhelgi hjá mér en ég er búin að biðja um eitthvað frí. Verð td "bara frá 7:00 - 15:00 á laugardeginum og fæ þess vegna 4 klst í frí. Brúðkaupið byrjar kl 18 þannig að ég hef tíma til að taka mig til og koma mér upp í Mosó. Á svo að byrja að vinna kl 8:30 á laugardagsmorguninn en er að reyna að taka skiptivakt eða ef einhver vill leysa mig af í nokkra tíma og eiga það inni hjá mér. Vona að það takist svo ég þurfi ekki að fara geðveikt snemma heim!!! Það væri ekkert voðalega töff...
Planið er að skreppa í sumarbústað um helgina nema Klemens sé búinn að skipta um skoðun. Verður gaman að skella sér aðeins úr bænum og anda að sér fersku sveitaloftinu. Svo er líka heitur pottur þarna og spáð góðu veðri á laugardaginn svo bikiníið verður að vera með í för svo að kroppurinn fái að drekka í sig nokkra sólargeisla. Má samt ekki gleyma að þetta gerist bara ef ég verð frísk, fer ekki að hoppa um á bikiní ef ég verð ennþá slöpp það er víst alveg bannað!!
Svo er brúðkaup þar næstu helgi og ég er ekkert smá spennt. Ég hlakka svo til að það er ekkert eðlilegt. Þetta er samt vinnuhelgi hjá mér en ég er búin að biðja um eitthvað frí. Verð td "bara frá 7:00 - 15:00 á laugardeginum og fæ þess vegna 4 klst í frí. Brúðkaupið byrjar kl 18 þannig að ég hef tíma til að taka mig til og koma mér upp í Mosó. Á svo að byrja að vinna kl 8:30 á laugardagsmorguninn en er að reyna að taka skiptivakt eða ef einhver vill leysa mig af í nokkra tíma og eiga það inni hjá mér. Vona að það takist svo ég þurfi ekki að fara geðveikt snemma heim!!! Það væri ekkert voðalega töff...
sunnudagur, júní 26, 2005
...ég planaði rólega helgi eins og svo oft áður og tókst loksins að fylgja planinu eftir. Video með Gyðu á föstudaginn og afmæli hjá Jónda klukkan 14 í gær og svo sotið og spjallað við Dönu, Sverri og Kristjón til klukkan 3 í nótt. Vá hvað það var notalegt og skemmtilegt og ég fann hvað ég hafði saknað þeirra mikið enda orðið alltof langt síðan ég átti leið í Hafnarfjörðinn síðast! Dana klikkaði heldur ekki á bakkelsinu, það voru heitir réttir, púðursykursterta ala amma hennar, alvöru nammiskúffukaka með geðveikt góðu kremi, hrískaka og pönnukökur - nammi namm - og ég borðaði á mig gat enda er maginn eitthvað slappur í dag.
Gunnar er að vinna í dag svo ég er bara heima hjá honum að hanga, nennti ekki heim til mín áðan. Á sjálf nefnilega frí í dag og á morgun og svo tekur alvaran aftur við en er svo heppin að eiga aftur 3ja daga frí um næstu helgi!! :) Þá skelli ég mér nú kannski bara í sumarbústað og hef það gott með Klemensi mínum og sennilega einhverjum fleiri útvöldum.
Ætla að fara að klára Belladonnaskjalið...
Gunnar er að vinna í dag svo ég er bara heima hjá honum að hanga, nennti ekki heim til mín áðan. Á sjálf nefnilega frí í dag og á morgun og svo tekur alvaran aftur við en er svo heppin að eiga aftur 3ja daga frí um næstu helgi!! :) Þá skelli ég mér nú kannski bara í sumarbústað og hef það gott með Klemensi mínum og sennilega einhverjum fleiri útvöldum.
Ætla að fara að klára Belladonnaskjalið...